Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 43
mennta einstakra þjóða, er talin hafa átt upptök sín í Frakklandi, og þar í landi hefur lengst af verið höfuðvígi hennar. Myndaði hún þar sérstakan skóla, og var einn helzti forvígismaður hans Fernand Baldensperger. Var hún mjög áhrifamikil um tíma, en hefur á síðari árum sætt talsverðri gagnrýni. Þó eru áhrif hennar enn nokkur, t. d. í Bandaríkjunum, þar sem hún mun eiga talsverðu fylgi að fagna við allmarga háskóla. Brezka skáldið T. S. Eliot er öllu kunn- ari fyrir ljóð sín en skrif um bókmenntir, en eigi að síður er framlag hans tii nútíma bókmenntakönnunar allveigamik- ið. í nóvember árið 1920 kom út í London safn greina eftir hann, sem nefndist „The Sacred Wood“ („Skógurinn helgi“), og þótt sú bók vekti ekki mikla athygli í fyrstu, er hún samt nú á dögum al- mennt talin marka upphaf þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið nýkrítík („new criticism") og mikla útbreiðslu hefur hlotið síðustu áratugi, einkum vest- anhafs. Aðferðir Eliots við bókmenntakönnun minna um sumt á formalismann, þótt viðhorfin séu að mörgu leyti ólík. í bók- menntakönnun sinni leggur hann mesta áherzlu á afstöðu könnuðarins til verkanna og jafnframt, að á listrænt gildi þeirra sé lagt sem ákveðnast og sjálfstæðast mat. Jafnhliða því telur hann, að hæfustu dómarar um gildi skáldverka hljóti jafnan að vera fremstu skáld hvers tíma — sem að ýmsu leyti er þó mjög umdeilanlegt atriði — og loks tekur hann almenna dóma um einstök verk fram yfir nákvæma skilgreiningu á verkunum í smáatriðum, en í því efni eru skoðanir hans andstæðar flestum síð- ari fylgjendum nýkrítíkurinnar. Hann deilir á þá bókmenntakönnun, sem ein- ungis byggir á iáhrifum verksins á könn- uðinn („impressjóníska krítík“), og legg- ur á það áherzlu, að skáldið tjái áhrif og reynslu sína, en túlki ekki persónuleika sinn í verkum sínum, þannig að áhug- inn eigi fremur að beinast að skáld- verkinu en höfundi þess. Loks er veiga- mikill þáttur í skoðunum hans sú áherzla, sem hann leggur á stöðu nýrra skáld- verka í hópi eldri verka innan sömu bókmenntahefðar, og telur hann mik- ilvægt, að verkin séu skoðuð með hlið- sjón af þeim og borin saman við þau, en með slíkum samanburði á þó ekki að áliti hans að leiða í ljós neina sögu- lega þróun, heldur fyrst og fremst eigið gildi þeirra verka, sem verið er að kanna. Annar höfundur, sem einnig er talinn hafa átt veigamikinn þátt í mótun ný- kritíkurinnar, er I. A. Richards, en að- ferðir hans beinast fyrst og fremst að því að hefja bókmenntakönnunina upp frá því að vera ábyrgðarlausar vanga- veltur og gera hana að nákvæmri vís- indagrein með því að aðlaga að henni aðferðir merkingarfræði og tilraunasál- arfræði. Fyrsta meiri háttar verk hans var bókin „The Meaning of Meaning" (1923), sem hann ritaði í samvinnu við C. K. Ogden, og fjallar hún að vísu ekki um bókmenntakönnun, heldur um eina af hliðargreinum málvísindanna, merk- ingarfræði, en í henni koma þó fram ýmis þau sjónarmið og skoðanir, sem síðar áttu eftir að móta kenningar hans. Þær kenningar setti hann síðan fram í bókinni „Principles of Literary Critic- ism“ („Grundvallaratriði bókmennta- könnunar“), sem út kom árið 1924 og vakti á sínum tíma óhemju athygli meðal bókmenntamanna. Richards skoðar skáldskapinn fyrst og fremst sem reynslu (,,experience“), og hann greinir á milli tvenns konar ástands þessarar reynslu, þ. e. a. s. sköp- unarástands, er höfundurinn er að semja verk sitt, og lestrarástands, þegar les- andinn er að njóta verksins, og getur hið síðarnefnda að sjálfsögðu verið mjög breytilegt eftir einstaklingum, þótt um eitt og sama verk sé að ræða. Með reynslu á hann því við þá sálrænu innlifun, sem annars vegar sköpun verksins og hins vegar lestur þess veitir höfundi og les- anda, en það þvðir með öðrum orðum, að samkvæmt skoðunum hans er tilvera ■ skáldverksins ekki fyrir hendi nema und- ir þessum kringumstæðum. Hann kann- ar því ekki þá hlutlægu eiginleika skáldverksins, svo sem efni, form og stíl, sem festa má hendur á við bók- menntakönnun, og nærri liggur, að kenn- ingar hans beinist að því að afneita því, að slík fyrirbæri séu raunverulega til. Hann lítur á skáldverkið sem kerfi af hverri reynslunni af annarri, sem eigi sér vettvang í mannshuganum, og til þess að komast að kjarna viðkomandi verks, sé nauðsynlegt að rannsaka þessi kerfi og gera sér grein fyrir þeim lög- málum, er þau lúti. Hann leggur á það áherzlu, að veruleiki skáldverksins sé heimur út af fyrir sig, sem rannsaka megi á sama hátt og önnur reynslusvið mannlegs sálarlífs, en sérstaða hans sé í því fólgin, að hann búi yfir vissu gildi, sem jafnframt sé þeim eiginleika gætt, að hægt sé að yfirfæra það til annarra manna í því formi, að þeir séu gerðir hluttakendur í þeirri reynslu höfundar- ins, sem hann tjáir í skáldverkinu. Meg- inhugtökin í kenningum hans eru því reynslan, sem hann hefur röksemda- færslu sína með, og ímyndunaraflið eða hæfileiki manna til að lifa sig inn í skáldverk, sem henni lýkur á. Richards lét sér þó ekki nægja að setja fram þessar kenningar sínar, held- ur vildi hann einnig sannprófa þær í reynd. Það gerði hann í bókinni „Practi- cal Criticism“ („Hagnýt bókmennta- könnun“), sem út kom árið 1929, en í henni setur hann fram niðurstöður at- hugana, sem hann hafði gert á kennara- árum sínum í Cambridge. Á alllöngum tíma lagði hann fyrir nemendur sína ýmis nafnlaus kvæði, mismunandi að gæðum, sem hann bað þá að útskýra sem nákvæmast og gera við þau viðeigandi athugasemdir. Engar upplýsingar fylgdu kvæðunum, hvorki um aldur né höfunda, sem flestir voru þó vel þekktir, en kvæðin voru valin þannig, að þeir sem prófið var lagt fyrir þekktu ekkert þeirra. Skoðanir nemendanna á kvæðunum reyndust hinar margvíslegustu, og al- gengt reyndist, að vanir lesendur með þroskaðan bókmenntasmekk túlkuðu kvæðin á mjög ófullnægjandi ef ekki beinlínis rangan hátt. í bók sinni gerði Richards síðan grein fyrir svörum og at- hugasemdum nemenda sinna, og með þvi að bera þau saman við sína eigin túlkun á kvæðunum gafst honum færi á að komast að margvíslegum niðurstöðum um helztu vandamál bókmenntakönnunar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þegar þroskaðir lesendur misskildu og rangtúlkuðu skáldverk, þá stafaði það ekki fyrst og fremst af því, að þeir misskildu einstaka eiginleika verkanna, svo sem hrynjandi og líkingamál, lieldur væri orsakanna þvert á móti að leita í hugsjónalegum og fagurfræðilegum fordómum, sem þeir létu hindra sig í að skilja verkin ein saman sem slík, eða þá að persónuleg afstaða þeirra til efnis eða boðskapar skáldverkanna torveldaði þeim að tileinka sér verkin og túlka þau réttilega. Á þennan hátt hafði Richards því sýnt fram á það svart á hvítu, að nauðsyn væri á nákvæmari og vísinda- legri bókmenntakönnun en tíðkazt hafði fram til þess tíma, þótt hinar sálfræði- legu aðferðir og skoðanir hans væru að öðru leyti umdeilanlegar. í fótspor þeirra Eliots og Richards hef- ur síðan fetað talsverður fjöldi bók- menntakönnuða, bæði vestanhafs og austan. í Bretlandi ber tvö nöfn hæst, William Empson og F. R. Leavis, en báð- René Wellek Austin Warren William Empson 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.