Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 24
fóður handa fénaði verði ekki lengur á boðstólum. Þá verð- um við að framleiða kjarnfóð- ur okkar sjálfir, og því er rétt af þjóðinni að koma landbún- aði sínum og matvælafram- leiðslu fljótlega í það horf, að framleiða kjarnfóðrið úr heimaöfluðu grasmjöli, fiski- mjöli og feiti. Það er ljóst, ef farið verður inn á þær brautir að skipu- leggja landbúnaðarframleiðslu okkar í tæknibúnum stórbúum með fullkominni ræktun, að þá mun sveitafólkinu enn fækka til Hiikilla muna. NÝ SKREF: II. í fræðslu- og rannsóknamálum landbún- aðarins. Skipulagi á fræðslu um landbúnað hér og rannsóknum er ákaflega mikið ábótavant. Við höfum ekki enn markað neina ópersónulega heildar- stefnu í þessum málum. Það er jafnvel í gerð löggjafar og byggingarframkvæmdum tekið tillit til Reykjavíkurástar manna, sem hafa fengið menntun til að sinna rann- sóknar- og fræðslustörfum fyr- ir landbúnaðinn. Það er ekki vafi á, að hér hjá okkur myndi henta bezt það skipulag, sem Banda- ríkjamenn hafa þróað hjá sér í öld og Svíar eru að koma á hjá sér. Það er í stórum drátt- um þannig, að mynduð er í hverju ríki USA ein fræðileg búskaparmiðstöð. Miðstöðin er þrígreind, ein deildin fer með skólafræðslu, önnur fer með rannsóknarstarfsemi og sú þriðja fjallar um ráðunauta- starfsemi og fræðslu meðal starfandi bænda. Stjórn stofn- unarinnar er skipuð þremur mönnum, einum frá hverri deild. Allar þessar deildir vinna svo saman að verkefn- um. Ráðunautar og rannsókn- arar grípa inn í kennsluna, og kennararnir taka þátt í rann- sóknarstörfum og mæta á fundum bænda og ráðunauta. Tilraunastöðvar með bú- rekstri eru lagðar niður sem úrelt form. Tilraunum er nú meira dreift meðal bændanna sjálfra, þar sem raunveruleg vandamál skapa rannsóknar- viðfangsefni. Starfslið frá mið- stöðinni fer um á bifreiðum með rannsóknartækjum, en á rannsóknarstofum háskóla er unnið úr öllum niðurstöðum. Þetta er miklu ódýrara og hag- kvæmara en það kerfi eða kerfisleysi, sem hér ríkir og á örugga vernd í skapbrestum manna, skorti á einurð til gagnrýni og kjarkleysi ráða- manna til að endurskipuleggja þessi mál. Þar sem milljónaríki láta sér nægja eina landbúnaðarmið- stöð til fræðslu, rannsókna og leiðbeiningaþjónustu, þá ætti það að nægja hér í kotríki okkar íslendinga. Réttast er því að leggja niður mestalla landbúnaðarstarfsemi á bæjar- landi Reykjavíkur, flytja sem mest af þessum landbúnaðar- stofnunum upp að Hvanneyri, þar sem nú er starfandi öflug- ur og vaxandi skóli og mikil rannsóknarstarfsemi fer fram. Skólinn og rannsóknirnar þarfnast meiri sérfræðilegrar þekkingar til kennslu og rannsókna, og fjármagn allt og starfskraftar myndu nýtast þar miklu betur en í Reykja- vík. Það eru engin rök, sem duga til að sannfæra um, að betra sé að hafa landbúnaðar- stofnanir í Reykjavík en uppi í sveit, t. d. á Hvanneyri, sem ég tel vera hæfilega langt frá Reykjavík fyrir menn, sem hafa tilhneigingu til höfuð- borgarástar. Hins vegar eru mörg rök tiltæk, sem sýna, að það sé betra fyrir land- búnaðinn og sveitalífið að hafa þessar stofnanir á einum stað uppi í sveit. Hér er einnig um að ræða mikilvægt umbóta- mál. ★ Margt er fleira á döfinni, sem þörf væri að ræða og hef- ur mikið gildi að skoða niður í kjölinn, þegar framtíð ís- lenzks landbúnaðar er á dag- skrá, s. s. nauðsyn á starfsemi lífeðlisfræðinga til að rann- saka möguleika á að framleiða matvæli beint úr íslenzkum jurtum, en nú eru í flestum löndum starfandi lífeðlisfræð- ingar við slík rannsóknarstörf, og hefur þeim víða orðið mik- ið ágengt. Margskonar nýjar búgreinar, bæði fénaður og jurtir, væru mikilvæg umræðu- efni, en nú er þessi grein orðin yfrið löng og verður látið stað- ar numið að sinni. Hvanneyri í maí 1968, Gunnar Bjarnason. BJÖRN STEFÁNSSON: FJÁRFESTING í LANDBÚNAÐI OG LlFSKJÖR SVEITAFÖLKS i Það mætti segja mér, að um 500 manns í sveitum landsins móti landbúnaðarmálin að svo miklu leyti, sem sveitafólk mótar þau. Þetta fólk fylgist vel með, ræðir málin við ná- granna sína og hefur trúnað þeirra og traust, af því að hagsmunirnir eru sameiginleg- ir. Þetta fólk hefur úrslitaáhrif á viðhorf sveitafólks í landbún- aðarmálum. Ég geri mig ánægðan, þó að lesendur þess- arar greinar verði ekki fleiri en þessi takmarkaði hópur. II Fyrir einum sex árum vakti ungur maður, sem þá starfaði við kornræktartilraunir hér á landi, talsverða athygli fyrir erindi og grein um landbún- aðarmál. Um greinina sagði einn áhrifamesti embættismað- ur iandsins í atvinnumálum, að hún væri það bezta, sem lengi hefði verið skrifað um land- búnaðarmál hér á landi. Efnis- lega sagði höfundur þetta: Nú er talið, að kúabú þurfi að hafa 30 kýr til þess að gefa viðunandi afkomu og að fjár- bú þurfi á sama hátt að hafa 500 fjár. Ef framleiðsla land- búnaðarafurða á aðeins að vera til að fullnægja innlendum þörfum, er þannig ekki rúm fyrir meira en 3000 bændur í landinu. Þetta þótti mörgum bænd- um hart að heyra. Þeim fannst, að hér hefði áberandi landbún- aðarmaður tekið undir þá skoð- un, sem komið hafði fram ann- ars staðar, að bændum bæri að fækka. Það var að vísu ekki talað um það, á hvern hátt það átti að gerast, en þeir höfðu flestir séð það í sinni sveit og allir í sínu héraði, hvernig bændum fækkaði. Þeir gátu ekki séð betur en bænd- um fækkaði á þann íhátt, að kjör einstakra bænda urðu svo slæm, að það varð viðvörun ungu fólki að hefja búskap, og á þann hátt hafði margur bóndinn brugðið búi, án þess að honum yrði verð úr eignum sínum og nokkur héldi uppi merkinu. Menn hlutu því að spyrja sig: Á hvern hátt á okkur að fækka? Hversu slæm verða kjör bænda að verða og hversu lengi verða þau að vera slæm, til þess að við verðum 3000? Verð ég einn þeirra, sem ganga frá jörð sinni verðlausri, áður en markinu er náð? Þó að ég verði ekki einn þeirra, hversu lágt verður verð á af- urðum mínum fækkunartíma- bilið? Svona hugsaði margt sveitafólk. III Landbúnaðarmanninum, sem vitnað var í að framan, skjátl- aðist í einu. Hann byrjaði á að athuga, hversu stór þau bú væru, sem gæfu viðunandi afkomu. (Látum hér vera, hvernig sú stærð var ákveð- in). Síðan reiknaði hann á einfaldasta hátt, hversu mörg bú af þeirri stærð innlendi markaðurinn leyfði. Hann ræddi ekki nánar, hvernig ætti að ná þeirri tölu búa og bænda, sem útkoman sýndi. í okkar landi, þar sem mönnum er tiltölulega frjálst að velja sér atvinnu, vitum við, hvern- ig það gerist, að fólki fækkar í atvinnugrein eins og land- búnaði, þar sem menn eru í sjálfsmennsku. Það gerist á þann hátt, að mönnum hefur lærzt af eigin reynslu og ann- arra, að atvinnugreinin býður upp á lakari hfskjör en aðrar atvinnugreinar. Bændum fækkar því, af því að afkoman er slæm. Er 'þá unnt að ná samtímis því marki, að bændum fækki talsvert og búin stækki mikið? Vilja menn stækka bú, ef af- koman er svo slæm, að fólk fælist búskap? Þessi markmið, að bændum fækki talsvert og búin stækki mikið, eru vel framkvæmanleg samtímis. Það er auðvelt með sérstökum stjórnarráðstöfunum (ódýrum lánum til bygginga, ræktunar og véla, jarðræktarstyrkjum) að beina svo miklu fjármagni í framkvæmdir í landbúnaði, að meðalbúið stækki verulega, og sjá um leið til þess með verðlagningu, að lífskjör fólks- ins í sveitunum séu svo slæm, að byggðum jörðum fækki og þeim fækki býlunum, þar sem fleiri en tvær hendur ganga að útiverkunum. IV Stefnan í fjárfestingarmál- um landbúnaðarins á upptök sín árið 1923, þegar jarðrækt- arlögin voru fyrst sett. Þá var markvisst farið að vinna að því með styrk ríkisins, að bænd- ur ykju ræktun hraðar en þeir gerðu af eigin rammleik. Árið 1930 er Búnaðarbankinn stofn- aður í þeim tilgangi að beina meira og ódýrara fjármagni til framkvæmda í landbúnaði en hefði orðið án afskipta ríkisins. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Tölurnar hafa að vísu breytzt, vinnubrögðin við rækt- un og byggingar sömuleiðis, en árið 1968 er það enn höfuð- stefna ríkisins i fjárfestingar- málum landbúnaðarins að vinna að því, að bændur rækti 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.