Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 56
áætlun sinni um að gera brottræka alla lýðræðissinnaða og löghlýðna liðsfor- ingja úr valdastöðum í hernum og skapa sér þannig aðstöðu til að steypa löglegum ríkisstjórnum landsins. Þetta er sígilt dæmi um pretórisma. Spurningin er: Hvaðan hefur þessum samtökum sam- særismanna komið og hvaðan kemur þeim vald til þess að kúga leiðandi menn innan hersins með hótunum, enda þótt agareglur og herlög heimili og jafnvei skyldi löglega fulltrúa þjóðarinnar til að uppræta þegar í stað sérhverja tilraun til samsærismyndunar? Því miður er ég hræddur um að svörin muni valda mönn- um hryggð. Það hefur gerzt á liðnum tímum, að á hættutímum fyrir þjóðina hafa djarfir menn, vitrir og þjóðrækn- ir, bundizt byltingarsamtökum til að bjarga þjóðinni. En þeir samsærismenn, sem mynduðu IDEA-samtökin 31. maí 1951, hafa með starfsemi sinni einung- is opinberað vesaldóm sinn og fjandskap við þjóðina. Það voru afdrifarík mistök, að þessi glæpsamlega starfsemi skyldi ekki hljóta sinn verðskuldaða dóm öðrum til við- vörunar, heldur þvert á móti. Stjórn Venizelosar stöðvaði málið á sínum tíma af meðaumkun og pólitísku andvaraleysi, og þær hægristjórnir, sem síffar fóru meff völd, völdu úr hópi þessara sam- særismanna menn í æffstu stöffur innan hersins og stjórnarkerfisins. Það þarf því engan að undra, þó að reyndin hafi orðið sú, að þjóðin hlaut þau örlög að verða ofurseld vægðarlausri hernaðar- stefnu, sem enn er þess albúin að kúga okkur. En hvers vegna? Hverjir hafa styrkt þessa hernaðarstefnu, enda þótt vitaff sé, aff hún hefur ekki og getur aldrei haft innlent vald á bak viff sig?“ Enda þótt lýðræðið hefði verið afnum- ið, bar öllum spádómum saman um, að flokkur Papandreús mundi sigra í kosn- ingunum og sennilega fá 60% atkvæða. Upphafsmenn júlí-byltingarinnar urðu því að grípa til síðara ráðsins: að beita hernum. Það átti með öðrum orðum að framkvæma kenningu Pipínelis: „Allt getur gerzt í þessu landi. Papandreú verður aldrei forsætisráðherra aftur“. 3. 21. apríl 1967 — Einræði í Grikklandi Herforingjaklíkan og Konstantín Hinn 21. apríl, á þeim ólánsdegi, varð Grikkland eitt allsherjarfangelsi. Her- foringjaklíkan tók völdin í skjóli vopna og kom á fót einræðisstjórn. Þessi tillits- lausa herforingjaklíka hefur talið það hlutverk sitt að framkvæma skipanir rafeindaheila CIA. í 8 mánuði sat Konstantín konungur við völd sem kon- ungur herforingjaklíkunnar, afskipta- laus um harmleik grísku þjóðarinnar. Og 13. desember 1967, þegar hagsmunir kon- ungdæmisins rákust á hagsmuni her- foringjaklíkunnar, hvarf konungur úr landi og skildi þjóðina eftir í glæpa- höndum herforingjastjórnarinnar. Bæði herforingj aklíkan og konungurinn hafa gert sig sek um landráð. Þar við bætist, að komið hefur verið á fasisma í Grikk- landi. Siðareglur í þjóðfélaginu hafa ger- breytzt. Ef grískur borgari neitar að við- urkenna herforingjastjórnina sem lög- lega stjórn landsins, er hann stimplað- ur „óvinur þjóðarinnar" og „hættulegur kommúnisti". Og samkvæmt kenningu Pattakosar hershöfðingja eru „kommún- istar skepnur". Enginn pólitískur tilgang- ur réttlætir slíkan hugsunarhátt. Þessi hugsunarháttur er and-grískur, and-fé- lagslegur og ómannlegur. Hann er sami hugsunarháttur og Hitler ætlaðist til að SS-liðsforingjar sínir tileinkuðu sér. Almennar ályktanir Við getum nú svarað spurningunni, hverjir komu á fasisma í Grikklandi og hversvegna? 1. — Hægriflokkurinn E. R. E. E. R. E. - flokkurinn hefur verið fas- istaflokkur undir sauðargæru þingræðis. Hann er flokkur fámennisstjórnar og frændsemi. Hann er flokkur, sem þjón- ar erlendum hagsmunum og svífst einsk- is, þegar hann telur sig geta náð völdum. Við skulum huga nánar að leiðtoga E.R.E., félagsfræðingnum Kanellópúlosi. Þegar komið hafði verið upp fangabúðum á Makrónissos, sagði Kanellópúlos, sem sí- fellt var að blaðra um ást sína á „hug- sjón frelsisins“ og hina „grísk-kristnu menningu okkar“: „Þetta er hið nýja Parþenon". Og árið 1958, þegar banda- ríski hershöfðinginn Van Fleet var að kanna grískar hersveitir, sagði Kanelló- púlos, sem þá var landvarnaráðherra, við Van Fleet: „Þarna er her yðar, hers- höfðingi“. Þannig er Kanellópúlos, leið- togi E. R. E., lítill lýðræðissinni, en þeim mun dyggari þjónn Bandaríkjastjórnar, misheppnaður stjórnmálamaður og lýð- skrumari. 2. — Konungdæmiff Við höfum séð hvernig Konstantín konungur braut stjórnarskrána og sveik grísku þjóðina. Með afskiptum sínum af málefnum Grikklands hafði Frederika móðir konungs mikil áhrif á stjórnmál landsins. Á meðan borgarastyrjöldin geisaði í Grikklandi, fór hún þess á leit við bandarískan embættismann í London, að hann sendi „dugandi hershöfðingja en ekki liðþjálfa úr forðadeild hersins“ til að bæla niður byltinguna. Þá var hún drottning Grikklands. Árið 1959 (hún var þá enn drottning) hringdi hún í Makaríos forsætisráðherra Kýpur og lagði að honum að fallast á Lundúnasamning- inn um framtíð Kýpur. Meðal almenn- ings í Grikklandi gekk Frederika undir nafninu „Frederíkí-Fríkí“ (Frederika hryllingur). Þessi fyrrverandi drottning Grikklands hefur bersýnilega sett sér það markmið að ávinna sér sess í sög- unni við hlið Semíramis, Kleópötru og Þeódóru. 3. — NATO. Valdatakan nóttina milli 20. og 21. apríl fór fram samkvæmt „Promeþeifs“-áætl- uninni undir stjórn Papadópúlosar ofursta (sem nú er valdamestur í Grikk- landi). Þessi áætlun, sem gerð var í samvinnu við NATO, átti að koma til framkvæmda, ef kommúnistar gerðu árás. En kommúnistar hafa ekki gert neina árás á Grikkland. Þaff voru kosn- ingar í nánd, og hafi ríkt pólitísk ringul- reiff í landinu, þá hvílir öll ábyrgffin á henni á flokki „bifhjólsins“ og „Períkles- áætlunarinnar“, og á Konstantín, syni Frederiku. Hernaðarleg sjónarmið réðu því, að NATO studdi til valda fasistastjórn í Grikklandi. Ef fram hefðu farið kosn- ingar, sem að öllum líkindum hefðu fært lýðræðisöflunum sigur, var hætta á að annað Frakkland kæmi til sögunnar í Suðaustur-Evrópu. 4. — Bandaríkin. Bandaríkin höfðu tvær gildar ástæð- ur til að styðja fasista-stjórnina: efna- hagslega og hernaðarlega. Bandaríkin veita Grikklandi lán með því skilyrði, að þau njóti dyggilega stuðnings við hagsmuni sína. Lán frá Bandaríkjunum renna til einkafyrirtækja, og jafnframt eru Grikkir skuldbundnir til að selja t. d. tóbak til Bandaríkjanna, jafnvel þó að Austur-Evrópuþjóðirnar bjóði hærra verð. í annan stað framleiða Grikkir hrísgrjón til útflutnings, en í Grikklandi er hægt að kaupa hrísgrjón framleidd í Bandaríkjunum. Ef við flettum upp í alfræðiorðabók, sjáum við að „hjálp" af þessu tagi flokkast undir það sem kallað er „nútíma-nýlendustefna“. Hinir hern- aðarlegu hagsmunir eru augljósir. Stöð- ug návist 6. bandaríska flotans á austan- verðu Miðjarðarhafi minnir nágranna- ríkin á mátt Bandaríkjanna sem vernd- ara hins svokallaða frjálsa heims. Þar sem vagga lýðræðisins stóð í sögu Grikklands eru ótal dæmi um fórnir grísku þjóðarinnar, sem hún færði til að vernda frelsi sitt, þegar það var í hættu. Allt frá sjálfsfórn hinna 300 Spartverja fram á þennan dag hefur gríska þjóðin úthellt blóði sínu fyrir hina æðstu hugsjón, fyrir frelsið. Fjögra alda kúgun Tyrkja gat ekki slökkt ást- ina á frelsinu í hjörtum grísku þjóðar- innar. f síðustu heimsstyrjöld tókst fas- ismanum að leggja undir sig Grikkland, en ekki grísku þjóðina. Grimmd Hitlers megnaði ekki að hræða hetjurnar, sem sprengdu brýr og tóku fána Hitlers nið- ur af Akrópólis. Slíkar fórnir fyrir frels- ið hafa lyft grískri menningu. Grikkir eru stoltir af þessari menningu. Undir því einræði sem nú ríkir mun gríska þjóðin fórna öllu því sem hún þarf að fórna fyrir frelsi sitt. Þeir, sem hjálpuðu fasistum að komast til valda í Grikk- landi, skyldu minnast þess, að landið, þar sem lýðræðið á uppruna sinn, hatar öfbeldi og kúgun. Hin einu virku samtök í Grikklandi gegn einræðinu er Þjóðernisfylkingin. Þetta eru samtök úr öllum stjórnmála- flokkum sem eru á móti einræði. Þjóð- ernisfylkingin er samvizka allrar grísku þjóðarinnar. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.