Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 54
X steypa stjórn Papandreús og Makaríosi forseta á Kýpur. Uppljóstrun „Eþnos“ vakti mikinn æsing meðal almennings. Þessa sömu daga voru margir liðsfor- ingjar handteknir, ákærðir um sam- særi í hernum, að því er sagði í bréfum konungs, og voru mál þessi kölluð ASPIDA-málaferlin, en forsprakki sam- særisins var talinn Andreas Papandreú. Hinir handteknu liðsforingjar komu fram kvörtunum fyrir milligöngu lög- fræðinga sinna, að þeir hefðu verið pínd- ir til að skrifa undir játningu um tilvist ASPIDA-samsærisins og aðild sína að því. Dreyfus-mál í Grikklandi. Nokkrum dögum eftir uppljóstranir ,,Eþnos“ birti hinn aldni hershöfðingi Jordanídis, sem hættur var störfum, eft- irfarandi grein í blaðinu „Ta Nea“ und- ir heitinu „Dreyfus-mál í Grikklandi“: „Það er Dreyfus-mál á döfinni í Grikk- landi. Rannsókn verður að fara fram, jafnvel þó að hún brjóti í bága við sum ákvæði stjórnarskrárinnar, því að lýð- ræðið er í alvarlegri hættu. í Frakklandi kom Dreyfus-málið upp rétt áður en styrjöld brauzt út. En franska þjóðin reis upp og lýðræðinu var bjargað. Hver sá lýðræðissinni, hver sá menntamaður, sem íhefur ekki dirfsku til að rísa upp, mun er fram líða stundir finna til sekt- arvitundar gagnvart þjóð sinni.“ Stjórnmálaöngþveiti Því var ljóstrað upp í þinginu, að frá- villingarnir (þeir sem sögðu skilið við flokk Papandreús 15. júlí) hefðu boðið öðrum þingmönnum E. K. milljónir, ef þeir færu að dæmi þeirra. Einn þing- maður úr flokki Papandreús kom með segulbandstæki inn í þingið og lofaði þingheimi að heyra af því samtal sitt við mann, sem reynt hafði að fá hann til að snúa baki við Papandreú og bauð honum milljónir að launum. Á næstu þremur mánuðum urðu þrisv- ar stjórnarskipti í landinu. Forsætisráð- herrar voru Novas, Tsirimokos og Stef- anópúlos. Papandreú neitaði að taka þátt í störfum þingsins og sagði: „Þingið er ekki lengur til. Það er orðið að kaup- sýslusamkundu." „Konungurinn hefur vanrækt skyldur sínar.“ „Um frávilling- ana er það að segja, að okkur er sár raun að niðurlægingu þeirra." „Hans hátign er þjóðin“. Mótmæli og kröfugöngur urðu æ tíð- ari og öflugri. í mótmælagöngum sínum notuðu stúdentar töluna „114“ sem eink- unnarorð en í 114. grein grísku stjórnar- skrárinnar segir: „Varðveizla þessarar stjórnarskrár er falin þjóffernistilfinn- ingu grísku þjóffarinnar.“ Kúrúklis hers- höfðingi hafði í ræðu um stjórnmála- ástandið í Grikklandi lagt sína merk- ingu í 114. greinina með því að segja: „Það þurfa að fjúka 114 höfuð, hið fyrsta af Papandreú". Kúrúklis hefur aldrei hlotið dóm fyrir þessi dæmalausu um- mæli sín, en margir hafa verið dæmdir fyrir „svívirðingar um konunginn". Þegar Pipínelis þingmaður E. R. E. (núverandi utanríkisráðherra) ræddi um stjórnar- kreppuna í þinginu, sagði hann: „Allt getur gerzt í þessu landi. Papandreú verður aldrei forsætisráðtherra aftur.“ Nýársboðskapur Konstantíns til grísku þjóðarinnar 1966 Þegar Konstantín var krýndur 1964, sagði hann í boðskap sínum til grísku þjóðarinnar: „Ég vil vera konungur allra Grikkja, án tillits til stjórnmála- skoðana þeirra“. í nýársboðskapnum til þjóðarinnar 1966 sagði hann: „ . . . kommúnisminn er míasma (pest), upp- runninn og kominn erlendis frá. Hver sá hópur eða einstaklingur, sem kemst í snertingu við kommúnista, verður sjálf- krafa óvinur þjóðarinnar . . .“ Ræffa Papandreús 16. febrúar 1966. Hinn 16. febrúar 1966 var haldinn fjöl- mennasti stjórnmálafundur, sem hald- inn hefur verið í Aþenu síðan í heims- styrjöldinni síðari. í miðborginni söfn- uðust saman um 600 þúsund manns (að því er blöðin sögðu þá). í ræðu sinni beindi Papandreú orðum sínum m. a. til konungs og sagði: „Yðar hátign, á skjald- armerki konungdæmisins stendur: Vald mitt er ást þjóffarinnar. Það er þjóðin, sem hér er samankomin, þessi mikli mannfjöldi vitnar um návist hennar. Þetta er ekki múgur eða skríll. Þetta er gríska þjóðin, sem krefst kosninga. Það er ekki einungis krafa hennar, heldur réttur. Öllu hefur verið umsnúið. Það er ekki lengur til nein stjórn, neitt þing, nein menntun, neitt efnahagslíf, neitt félagslíf. Yðar hátign, lætur þetta allt yður ósnortinn?" Stjórnarkreppan heldur áfram. Stjórnarkreppan, sem hófst í júlí 1965, magnaðist og olli æ meira öngþveiti í stjórnmálum landsins. Úti um allt land, uppi í fjöllum, mátti lesa áletranir eins og: „Lengi lifi konungurinn", „Kommún- isminn er óvinur þjóðarinnar“ o. s. frv. Reiði og gremja greip um sig meðal lýð- ræðissinna. Á fundi í Aþenu sagði ræðu- maður, sem var lögfræðingur: „Stjórnar- far vort hefur breytzt úr lýðræði í land- ráð.“ ASPIDA-málaferlin. í október 1966, eftir 15 mánaða rann- sókn, hófust réttarhöldin yfir 28 liðs- foringjum, sem ákærðir voru í ASPIDA- málinu. Réttarhöld þessi stóðu í fjóra mánuði. Hér skal drepið á helztu upp- ljóstranir hinna ákærðu liðsforingja. Liðsforingjarnir, sem voru í KYP (leyni- þjónustunni) þegar Papandreú var við völd, ljóstruðu því upp í réttinum, að sími Papandreús og ýmissa annarra ráð- herra hefði verið hleraður. Það var hlutverk KYP-liðsforingjanna að vernda símahelgi ráðherranna, en til var eins- konar „æðri leyniþjónusta", sem hlust- aði á símtöl þeirra. Meðan á réttar- höldunum stóð sagði forseti herdóm- stólsins, Kamperis: „ASPIDA-samsærið er staðreynd", enda þótt mikilvæg vitni hefðu ekki enn verið yfirheyrð og rétt- arhöldunum væri ekki lokið. Um þetta sagði Papandreú: „Af hverju gera þeir (dómararnir) sér ekki hægra um vik: setja liðsforingjana í fangelsi og hætta réttarhöldunum?" Tveir hinna ákærðu liðsforingja, Búlúkos höfuðsmaður og Papaterpos ofursti, sem báðir störfuðu í leyniþjón- ustunni, kváðust hafa sannanir fyrir því, að Skarmaljórakis höfuðsmaður og óbreyttur borgari að nafni Ballas væru erindrekar CIA, og að CIA væri að reyna að komast að því, hvar væru geymdar eldflaugarnar, sem Makaríos forseti Kýp- ur keypti af Rússum. Búlúkos höfuðsmað- ur sagði fyrir réttinum: „Við erum hér af því að við höfðum djörfung til að berjast gegn CIA.“ En Skarmaljórakis og Ballas voru aldrei kallaðir fyrir réttinn. Þegar réttarhöldunum var lokið og liðs- foringjarnir höfðu verið dæmdir í margra ára fangelsi, sagði forseti herdómstóls- ins: „Hlutlægur dómur mun falla í þess- um málum eftir 50 ár“. Þá spurðu hin- ir dæmdu liðsforingjar: „Hvers vegna höfum við þá verið dæmdir nú? Eigum við að bíða eftir réttlætinu í 50 ár?“ LAMBRAKIS-málaferlin Um það bil sem ASPIDA-réttarhöldun- um lauk, var annað mál tekið fyrir í sakadómi í Þessalóníku (Saloniki), mál Lambrakis. Lambrakis, þingmaður sósíal- istaflokksins EDA (kommúnistaflokkur- inn er bannaður í Grikklandi), hafði ver- ið myrtur í Þessalóníku 22. maí 1963. Við rannsóknina í sakadómi upplýstist, að afbrotamaður að nafni Kotzamanis hefði myrt hann með því að aka á hann á þrihjóla bifhjóli sínu í augsýn lögregl- unnar og fjölda vegfarenda. Það upp- lýstist einnig fyrir sakadómi, að lög- reglan hefði lagt á ráðin um morðið samkvæmt skipun frá „æðri stöðum“. Daginn, sem Lambrakis var myrtur, fór hann sem formaður „friðarnefndar“ á fund í kvikmyndahúsi. Lögreglan skipu- lagði hópfund, sem stefnt var gegn þess- um fundi. Þeir sem mættu til þessa hóp- fundar báru sem auðkenni prjón í hnappagatinu. Almennir vegfarendur fengu ekki aðgang að fundi „prjónliða". Sá sem skipulagði „prjónliðið“ var Josm- as, kunnur samstarfsmaður nazista á stríðsárunum. Þegar Lambrakis hélt heim á hótel sitt, varð hópur „prjónliða“ á vegi hans. Kotzamanis var þar á bif- hjóli sínu og fyrir aftan hann sat mað- ur að nafni Emanúilídis. Hann barði Lambrakis í höfuðið með „járnverkfæri“, en síðan ók Kotzamanis hjólinu yfir hann. Lambrakis missti meðvitund og „kom ekki til meðvitundar þá þrjá daga, sem hann átti ólifaða", segir í lækna- skýrslu um ástand Lambrakis. Á ljósmynd, sem á sínum tíma birtist í grískum blöðum, sást Emanúílídis þessi við hlið Frederiku, sem þá var drottning Grikklands. Óhugsandi er, að lögreglu- mennirnir, sem gættu Frederiku, hafi hleypt óviðkomandi óbreyttum borgara svona nærri drottningu, og verður ekki af þessu dregin önnur ályktun en sú, að drottning hafi verið í kunningsskap við þennan misindismann. Tónskáldið Þeódórakis, er mættur var sem vitni fyrir sakadómi, sagði: „Ég er sannfærð- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.