Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 12
Landbúnaðurinn hefur verið ofarlega í hugum íslendinga á þessu sumri, bæði vegna nýlokinnar glæsilegrar landbúnaðarsýningar í Reykjavík og þó fyrst og fremst vegna þess vanda sem árferði, kal og sprettuleysi hafa valdið bændum víða um land. Þessir tímabundnu erfiðleikar verða vonandi sigraðir í ár, en síðan þyrfti að vinda bráðan bug að því að koma á tryggingum í einhverri mynd, svipuðum þeim sem Svíar hafa tekið upp, þannig að bændur standi ekki uþpi úrræðalausir þegar illa árar, heldur eigi sér bakhjall [ öruggum sjóðum. En vandi íslenzks landbúnaðar er miklu djúþtækari og umfangsmeiri heldur en þau skakkaföll sem nú steðja að. Einsog flestar meðfylgjandi greinar bera með sér, krefst sá vandi fullkominnar og gertækrar endur- skoðunar á íslenzkum landbúnaði og þeirri stefnu sem fylgt hefur verið til þessa. Fróða menn greinir að vísu á um leiðir útúr ógöngunum, en öllum er Ijóst að komið er í algert óefni. Farsæl lausn allra þessara mikilsverðu og viðkvæmu mála verður vitaskuld fyrst og fremst verkefni sérfróðra manna einsog þeirra átta einstaklinga sem hér leggja orð í belg. Samt vildi ég sem leikmaður úr þéttbýlinu og áhugamaður um viðgang íslenzks framtaks á öllum sviðum beina þeirri hvöt til bænda, að þeir leggi eyrun við máli þeirra manna sem þoða ferskar hugmyndir og benda á nýjar leiðir. Það hefur margsannazt, að raunhæfrar leiðsagnar er helzt að vænta hjá þeim mönnum sem hugsa málin uppá nýtt, horfa á þau frá öðrum sjónarhól- um en þeim sem venjan hefur helgað, og hafa djörfung til að gera til- raunir og reyna nýjar aðferðir. Það hefur viljað loða við íslendinga, og þá ekki sízt bændur, að þeir væru fastheldnir á gamlar hefðir og venjur, og ekki sérlega ginn- keyptir fyrir nýjungum. Það getur verið bæði kostur og löstur. Trúnaður við fornar erfðir er ein af máttarstoðum lifandi menningar, en leiði hann til fjandskapar við nýmæli verður hann dragbítur á alla þróun og fram- farir. Þess var getið í síðasta hefti Samvinnunnar á liðnu ári, hvernig íslenzkir ráðamenn í sjávarútvegsmálum brugðust við innlendum nýjung- um í veiðitækni, sem síðarmeir reyndust hinar happasælustu eftir að erlendir menn tóku þær upp og fluttu hingað, og er sú saga öll l’slend- ingum til hinnar mestu hneisu. Hún má helzt ekki endurtaka sig í land- búnaðinum, og treysti ég því að bændur beri gæfu til að ræða og kanna nýjungar, sem fram koma, opnum og fordómalausum huga. Þeim er kom- ið á framfæri í þeim tilgangi einum að efla og styrkja íslenzkan land- búnað. Eitt brýnasta vandamál bænda að slepptri þeirri landbúnaðarstefnu, sem hér hefur verið rekin á undanförnum árum, er kvenmannsleysi sveit- anna. Það er miklu ískyggilegra en kal og grasleysi, því það er á góðum vegi með að leggja heilar byggðir í auðn — og ekki bara þær afskekktu þyggðir sem dæmdar eru til glötunar í bili af öðrum ástæðum. Fáist ekki kvenfólk útí sveitir landsins, er mikil vá fyrir dyrum, og þarf hér vissu- lega að leita einhverra raunhæfra ráða hið bráðasta. Annað mál, sem mér og mörgum öðrum sýnast bændur gefa næsta lítinn gaum, er meðferð þeirra dýru véla sem þeir hafa orðið að kaupa. Víðast eru þessar vélar ekki hýstar yfir veturinn, og gefur auga leið að með slíkri meðferð er verið að sóa verðmætum. Vélaskýli mundu áreiðan- lega spara bændum talsverð fjárútlát. Eins væri það ferðamönnum um sveitir landsins mikið ánægjuefni að sjá allar hinar gömlu og afdönkuðu landbúnaðarvélar, sem skildar hafa verið eftir á víð og dreif kringum bæi, fjarlægðar ásamt bílhræjum og öðru lauslegu sem einatt setur leiðindasvip á umhverfi sveitabæja. Umgengni kringum sveitabæi er ákaflega misjöfn og virðist fara nokkuð eftir byggðarlögum, en þegar á heildina er litið virðast mér íslenzkir bændur óþarflega hirðulausir um nánasta umhverfi heimkynna sinna. Þetta kann að einhverju leyti að stafa af manneklu, en sennilegra þykir mér, að hugsunarleysi valdi hér mestu um. Eins er það mjög mismunandi eftir sveitum, hve vel bæir eru merktir við þjóðvegi, og er það æði mikill hægðarauki ókunnum ferða- löngum að hafa bæjarnafnið á sínum stað við heimreiðina. Úrþví minnzt var á nýjungar hér að framan, er rétt að víkja nokkrum orðum að efni sem lítt eða ekki er tekið til meðferðar í meðfylgjandi greinum, en það er kartöflu- og grænmetisrækt á íslandi. Einsog kunnugt er, hefur kartöfluuþpskera hér verið bæði mjög misgóð og mismikil, og hefur oft jaðrað við hálfgert hallæri, enda þóknast Grænmetisverzlun landbúnaðarins að selja landsmönnum fyllsta verði erlendar úrgangs- kartöflur, sem að öðru jöfnu færu í svínafóður, og er nú búin að reisa sér stórhýsi í Reykjavík fyrir ágóðann. í stjórn þessarar stofnunar er enginn sérfróður maður um grænmetisræktun (þar sitja fjárbóndi, kúa- bóndi og framkvæmdastjóri hjá S.Í.S.), og þó hefur hún algeran einka- rétt á stofnræktun kartaflna hérlendis. Hún hefur fengið bændur til að rækta stofnútsæði fyrir sig, en enginn íslenzkur þegn má selja eða gefa öðrum útsæði á landi hér nema í umboði hennar. Nú hefur sérfróður maður, Einar Siggeirsson, unnið að tilraunum með kartöflurækt á þriðja áratug og framleitt um 160 afbrigði, þaraf tvær frostþolnar tegundir og eina tegund sem stenzt hnúðorm. Aukþess vinnur hann enn að tilraunum með aðrar tegundir frostþolinna kartaflna, og hefur sent sýnishorn víða um heim sem verið er að reyna við vísindastofnanir. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur hinsvegar að mestu hunzað störf hans og árangur þeirra, sennilega til að komast hjá að greiða „höfundarlaun" þau sem lögboðin eru fyrstu árin. Afturámóti flytur hún inn tvær hollenzkar teg- undir, sem enn eru í stofnræktun og falla því undir ákvæðin um „höfund- arlaun", en greiðir engin slík ,,laun“. Einar Siggeirsson verður því sjálfur að fást við allar sínar tilraunir, styrkjalaus og án möguleika til að koma útsæði sínu til annarra landsmanna. Er ekki þessi skriffinnska einokunar- stofnunar og þessi sóun á sérþekkingu, hæfileikum, reynslu og þraut- seigju vítaverð? í Mosfellsdal, steinsnar frá Reykjavík, hefur ungur Bandaríkjamaður, kvæntur íslenzkri konu, keypt sér tvo hektara lands þar sem hann dundar við það á sumrin sér til afþreyingar og ánægju að rækta ýmiskonar grænmeti, sem sjaldan eða aldrei hefur sézt í islenzkum matjurtagörð- um. Hann ræktar til dæmis á bersvæði undir berum himni grænmeti einsog stöngulselju (celery), spergilkál (broccoli) og silfurblöðku eða blaðbeðju (Swiss chard), auk margskonar nýstárlegra káltegunda, og fær bæði mikla og góða uppskeru. Hann kveðst alls ekki skilja hvers- vegna íslendingar flytja inn niðursoðið grænmeti dýrum dómum, til dæmis fyrir veitingahúsin [ Reykjavík. Sjálfur hraðfrystir hann sitt græn- meti, og um siðustu jól færði hann mér hraðfrysta kálhausa sem voru einsog glænýir. Hann ræktar einnig tómata [ litlu gróðurhúsi, sem hann reisti úr kassafjölum og tvöföldum plastdúk, 7x31/2 metri að flatarmáli, og kostaði það hann samtals um 4000 krónur. Hann leiðir gegnum gróðurhúsið einfalt plaströr með volgu vatni úr nálægum hver. Uppsker- an [ fyrra var mjög góð og sérstaklega Ijúffeng (of mikill hiti spillir tómötum), og gróðurhúsið stóð af sér flóðin í vetur, meðan nálæg gróð- urhús úr gleri stórskemmdust. í sumar er þessi hugkvæmi útlendingur að gera tilraun með minna plastgróðurhús á bersvæði án jarðhita, og þar voru sex tómatplöntur farnar að bera ávexti í júlí af sólarhita einum saman og lofuðu góðu um væntanlega uppskeru. Þær ættu að skila um 24 kg. af tómötum í haust, og tilkostnaður er sama og enginn. Hversvegna gera íslendingar ekki svona tilraunir? Eða eru kannski einhverjir að fást við þær? Þá þyrfti að skýra frá þeim og birta niður- stöður. Að endingu þetta: Auðsætt virðist að gera þurfi breytingar á stjórn landbúnaðarmála í landinu, ef nokkur von á að vera um aðgerðir. Það þjónar ekki neinum tilgangi að láta þrjá meira og minna óháða aðilja hafa þessa stjórn á hendi. Tveir aðiljar ættu að nægja, landbúnaðarráðu- neytið og ein samtök bænda, hver sem þau verða. s-a-m 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.