Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 66
Stjórnarhermenn í leit aS skœruliðum ferjaðir yfir fljót. Þyrla sem stjórnarhermenn nota í baráttunni við skœruliða. Áhöfn hverrar slíkrar þyrlu gengur undir nafninu „manndrápsflokkur samband vinstriflokkanna til að rjúfa þá valdaeinokun, sem flokkaskiptingin hafði framað þeim tíma haft. (Núverandi flokkaskipun er samband stóru flokkanna tveggja, íhaldsflokks- ins og Frjálslynda flokksins. Með samningi sín á milli hafa þessir flokkar skipt með sér völdunum. Þeir útnefna til skiptis frambjóðanda, sem síðan er kjörinn forseti Colombíu.) Ætlun Camilos Torresar var að sameina vinstriöflin, allt frá óánægðum frjálslyndum mönnum til marxista. Raunverulegur umbótaflokkur hefur aldrei náð verulegri fótfestu í Colombíu, og háklerkavald kaþólsku kirkjunnar hefur kæft allar tilraunir til stofnunar kristilegs jafnaðarflokks. Hin stóru og tiltölulega góðu dagblöð landsins, sem hingaðtil höfðu látið sér nægja að kalla Camilo ,,fífl“, „ólátagosa" og „agalausan prest“, reistu nú þagnarmúr um hann. Camilo, sem brátt varð ein vinsælasta persóna landsins og fékk mikinn áheyrendaskara á fundum sínum, fékk líka fljótlega lögregluna á hælana, Barnaleg tilraun hans til að sameina umbótasinna af öllum flokkum var talin ganga feti of langt. Hann hlaut að vera kommúnisti, eða a. m. k. veitti hann vatni á myllu þeirra. Þeir miðstéttamenn, sem höfðu talið Camilo vera einhvers- konar nýjan Bolívar (frelsishetja Suður-Ameríku) eða einskonar colombískan John F. Kennedy, sneru nú baki við honum. Ásókn kirkjunnar harðnaði, og jesúítastjórn sambands stéttarfélag- anna, UTC, stimplaði hann trúníðing sem hefði „svikið móður sína, kaþólsku kirkjuna." Meðan því fór fram deildu svo hinir margklofnu vinstrimenn um, hvaða hópur ætti mestan rétt á að nota nafn Camilos Torresar sér til framdráttar. Camilo Torres hafði fengið nóg. Undir árslok 1965 hvarf hann frá Bogotá. í janúar 1966 varð uppvíst, að hann hafði gengið í lið með þjóðfrelsishreyfingunni. Borgarastyrjöldinni í Colombíu er nefnilega ekki allsendis lokið. Eftir friðarsamningana 1957 stóðu þúsundir ólæsra bænda með vopn í hendi. Þeir höfðu lært að drepa — margir voru orðnir ránmorðingjar eða morðóðir — en fæstir höfðu að nokkru að venda nema vonlausri fátæktinni sem þeir höfðu horfið frá. Sumir þeirra sneru til borganna, og þar hafa þeir smámsaman horfið í los turgurios, í glæpaheim úthverfanna, því að atvinnu er enga að hafa. En margir héldu kyrru fyrir uppi í fjöllunum, þarsem þeir héldu áfram manndrápum. Síðan 1957 hafa 24.000 manns verið myrtir. Það er hin opinbera tala. Á sama tíma hefur castróismi unnið á í Andes-héröðunum, og „glæpamennirnir“, hinir fyrr- verandi „borgarastyrjaldarhermenn“, eru orðnir hugsjónamenn í þjóðfrelsishreyfingunni. í baráttunni gegn þjóðfrelsishreyfingunni er nú beitt miklum herafla, þarámeðal þúsundum bandarískra hermanna, þjálf- uðum til að berjast gegn skæruliðáhreyfingum, — hinum svo- nefndu „drápssveitum" (killer teams). Sérfræðingur Castros í slíkum málum, hinn nafnkunni Ernesto „Che“ Guevara, lýsti því yfir, að Colombía skyldi verða „Víetnam Suður-Ameríku“. Þyrlusveitir colombísku stjórnarinnar, gráar fyrir járnum, hafa nú lagt undir sig flest þau svæði sem kommúnistar réðu, og herstjórnin í Bogotá kveður ekki vera eftir nema níu hinna 75 þjóðfrelsissveita, sem virkar voru 1962. Camilo Torres gekk í lið með þjóðfrelsissveit sem starfar í norð-austurhluta landsins, nálægt landamærum Venezuela. Hinn 17. febrúar 1966 varð sveit þessi fyrir launsátri. Stjórnarsveitirnar drápu 12 þjóðfrelsishermenn. Einn hinna föllnu var Camilo Torres. Fregninni um dauða hans var fyrst tekið með vantrú; van- trúin breyttist í vissu, og ákveðnar stéttir glöddust, aðrar syrgðu. Stúdentar efndu til mótmælaaðgerða í Bogotá. Fjöldi vinstri- manna í Rómönsku Ameríku grét dauða hans. Lýðskrumarinn og fyrrverandi einræðisherrann, Rojas Pinilla hershöfðingi, sem oft hefur getað gert sér mat úr óheillum ríkisins og stefnir á ný að fasistísku einveldi, gerði Camilo Torres hikstalaust að píslarvotti flokks síns við forseta- og þjóðþingskjörið 1966. Óhjákvæmilega sjá flestir í ævi Camilos Torresar átakanlegt dæmi um ókleifa örðugleika umbótasinna í Colombíu. Heims- frægur hollenzkur vísindamaður, karmelítapresturinn Irineo Rosier, sem undanfarin fjögur ár hefur verið prófessor í þjóðar- sálfræði við Þjóðanháskólann í Bogotá, telur þó einsog fleiri órólegir kaþólikkar, að örlög Camilos Torresar hafi haft sitt að segja fyrir þróunina sem nú er að verða í Colombíu. „Camilo vakti colombísku þjóðina til lífsins", segir dr. Rosier, „og hann knúði núverandi stjórnarkerfi til vinsamlegri afstöðu til urnbóta. Ef stjórnmálamennirnir standa ekki við kosningalof- orðin frá kosningabaráttunni 1966, endar það með skelfingu. Camilo Torres sýndi lægri stéttunum í Colombíu, að stjórnmála- menn eru ekki allir gersneyddir hugsjónum." „Myndin sem herstjórnin sýndi af gröf Camilos, sem annars er haldið leyndri," heldur dr. Rosier áfram, „sýndi kross á leiði hans. Þessi mynd segir meira en háværar ásakanir mótstöðu- mannanna á hendur uppreisnargjarna prestinum.“ í nóvember 1966 var stofnuð ný þjóðfrelsissveit í olíuauð- ugum héruðum Norður-Colombíu. Hún hlaut nafn af Camilo Torres. Á liðnu ári var stofnað til Kristilegrar hreyfingar bylt- ingarsinna. Þessi vinstrisinnaða hreyfing hefur sótt „uppörv- un í hetjulegt fordæmi séra Camilos Torresar, þarsem hann sýndi nýja leið til framkvæmdar hinni suður-amerísku byltingu." Þó sæta kannski mestum tíðindum hinar fjölmörgu „Camilo Torres-nefndir“ víðsvegar um Rómönsku Ameríku; þessar nefndir voru settar á laggirnar af vinstrisinnuðum kaþólskum prestum og marxískum stjórnmálamönnum. Hin magnaða asahláka innan kaþólsku kirkjunnar í Rómönsku Ameríku er kannski meginorsök þess, að Páll páfi 6. — helzti staðgengill Krists — afréð að heimsækja þennan mikilvæga hluta af umráðasvæði sínu í ágústmánuði. Hann kvaðst vilja hafa persónuleg kynni af „hinni fátæku mannmergð Rómönsku Ameríku sem væntir sér nýs félagslegs réttlætis." Á sama hátt og hinn fallni skæruhernaðarsnillingur Ernesto „Ohe“ Guevara er orðinn píslarvottur Castro-byltingarhreyfing- arinnar er hinn fallni prestur Camilo Torres orðinn einingar- tákn hinnar byltingarsinnuðu kirkju. H. P. þýddi. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.