Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 21
Gunnar Bjarnason Björn Stefánsson Indriði G. Þorsteinsson Gunnar Guðbjartsson Jóhann Franksson de Fontenay Jóhannes Torfason Ölafur Geir Vagnsson Agnar Tryggvason um, til að taka af okkur mjólkurvörur og kjöt fyrir verð, sem er aðeins lítið brot af kostnaðarverði, b. menn sjá nóg vandamál í sveitum landsins, sem leysa mætti fyrir þetta fé, ef bænd- ur létu í ljós óskir um, að öðru vísi væri á málum hald- ið, c. það eru samtímis þessum út- flutningi fluttar inn 40—60 þúsund smálestir árlega af erlendu kjarnfóðri, sem er offramleiðsla á Iandbúnaðar- vörum þeirra landa, sem við erum að burðast við að fá til að borða kjöt okkar, smjör og mjólkurduft. Það má segja, að við séum að fram- leiða vörur til útflutnings, þ. e. offramleiðsluvörur, fyrir offramleiddar landbúnaðar- vörur annarra þjóða. Það má einnig segja, að við séum með þessum kaupum á er- lendu fóðurkorni að hjálpa þessum nágrannaþjóðum okkar í þeirra landbúnaðar- kreppu og verjum til þess 200—300 milljónum af dýr- mætum gjaldeyri, og svo leggjum við aðrar 200—300 milljónir á skattborgara landsins til sjávar og sveita til að borga með þessari framleiðslu til bragðbætis upp í munninn á nágrönn- um okkar. Hver hefur geð til að gagn- rýna ekki svona málefnaþró- un? Margt fleira má nefna, stað- reyndir sem blasa við og þjóð- in getur ekki sætt sig við leng- ur. Það verður að breyta um stefnu í landbúnaðarmálum. Þessa nýju stefnu má orða margvíslega, en hún á nú þeg- ar talsverðan hlut í hugsun margra bænda og umræðum. Að mínu áliti eru eftirtalin atriði mikilvægustu undir- stöðusteinar hinnar nýju stefnu: a. Búvöruframleiðsla á íslandi og landbúnaður verður að miðast við eigin þarfir þjóð- arinnar. Búskaparskilyrði á landi okkar eru svo takmörk- uð, að við höfum um aldir þurft að flytja til landsins flestar landbúnaðarvörur, s. s. allt korn til manneldis og skepnufóðurs, lín og ávexti auk alls hins fjölbreytilega neyzluvarnings, sem blasir við í hverri verzlun en al- menningur gerir sér vart grein fyrir daglega að eru fullunnar landbúnaðarvörur úr ýmsum löndum heims. Þegar því hér er verið að ræða um landbúnaðarafurð- ir, þá er eingöngu átt við kjöt, mjólkurvörur og kart- öflur. b. Það væri hyggilegt fyrir okkur að taka upp svipaða stefnu og Svíar hafa tekið upp hjá sér og Bretar hafa haft í tvær aldir, þ. e. að flytja inn 10—15% (Svíar) af neyzlu þeirra vara, sem við þó getum framleitt, af því að það er hagkvæmt fyr- ir þjóðarheildina. Bretar flytja inn miklu stærri hluta en þetta. Ég tel ekki rétt af okkur að stefna að innflutn- ingi á kjötvörum og eggjum, en hins vegar er engin þörf á að framleiða neitt fram yfir árlegar þarfir, því að sem fiskveiðiþjóð verðum við seint uppiskroppa með pró- teinfæðu (eggjahvítumat- væli). Nýmjólk, osta og skyr eigum við að framleiða að þörfum, en ég tel rétt, eins og málum okkar er háttað, að það verði dregið verulega úr smjörframleiðslunni og framleiddur í mesta lagi helmingur af neyzluþörfinni innanlands. Með því móti mætti lækka smjörverðið um þriðjung með því að jafna verðlagið á innlenda og inn- flutta smjörinu. Svipað ætti að gera í kartöflumálum okkar, flytja inn árlega í mesta lagi helming af kart- öfluþörfinni, því að íslenzk- ar kartöflur eru svo vatns- miklar og slæmar að jafnaði, sama í hvaða úrvals-úrval þær eru flokkaðar í Græn- metisverzluninni, að það er hæpið að setja þær á mark- að eftir janúarlok. Verð á er- lendum kartöflum hér í búð- um á ekki, ef rétt er verzlað (frjáls verzlun), að kosta að jafnaði nema um þriðjung af því verði, sem er á ís- lenzkum kartöflum. Það mætti því með skipulögðum helmingsinnflutningi og verðjöfnun halda verðlagi á þessari neyzluvöru hér inn- anlands í miklu lægra verði en nú þekkist. Skyldi eng- inn hafa reiknað út, hve kartöfluverð hér og smjör- verð á mikinn þátt í hverri gengisfellingu? Skyldi dýr- tíð skapast af öðru en kostn- aði við að lifa, verðlagi á brýnustu neyzluvörum? NÝ VIÐHORF: III. Gagnvart byggffaþróun og sveitalífi. Alla þessa 20. öld hafa menn stöðugt haft orð á því, að nú séu byltingatímar og þjóðin standi á krossgötum gamals og nýs þróunarskeiðs. Ætli þetta sé ekki örugg staðreynd? Það er þá varla nokkur furða, þótt sveitalíf og viðhorf til sveitalífs og svokallaðrar sveitamenningar hafi tekið breytingum á síðustu áratug- um. Sveitafólk þyrfti að gera sér gleggri grein fyrir því en það virðist gera, að viðhorf annarra manna í þjóðfélaginu til sveitafólks og málefna þess mótast talsvert af nokkurs konar tillitssemi og smjaðri fyrir því. Menn vita hversu sárt það er að eiga allt sitt undir þeirri sól, sem er að ganga að síðustu til viðar, og því regni, sem fellur á annarra gróður. Þannig er því farið um bændabyggðina í aldagam- alli mynd sinni. Gömlu fjöl- skyldubýlin, sem dreifð voru um landið gjörvallt frá an- nesjum til innstu dala, sem ið- uðu af fólksmergð og fjöl- breytilegum störfum á þeim tíma, þegar þjóðin var aðeins sveitafólk, eru orðin að ein- yrkjabýlum effa einsetumanna- kofum. Stolt fjölskyldubónd- ans er víða orðið að umkomu- leysi eins konar fjármagns- þræla, sem hlaupa frá einni vél til annarrar til að koma frá sér nógu miklu magni af dagsafurðum til að greiða rentur og víxla og lán, olíur, vélar, fóðurfcæti og áburð. Víða er svo varla til króna afgangs til að kaupa rúsínurnar út í jólagrautinn. Myndin er nógu átakanleg, og ekki unnt að lýsa henni nógu skýrt með fá- skrúðugum orðum mínum mið- að við orð og andlitsdrætti nafna míns, Gunnars á Hjarðarfelli, eins og hann túlkaði hana á fundi í Borg- arfirði í vor. Já, það veltur á miklu fyrir landbúnaðinn, að bændastéttin hætti að hlusta á fagurgala og smjaður ívafið vísuorðum úr ljóðum Jónasar, Njálu-tilvitnunum og alls kon- ar barnalegu tali, sem hefur um of langan tíma verið notað til að stinga stéttina svefn- þorni í annarlegum tilgangi, og ekki alltaf þeim sama. Bændastéttin verður sjálf að leysa vanda sinn. Hún verður að skoða sjálfa sig í ljósi stað- reyndanna. Hún verður sjálf miskunnarlaust að brjóta vandamálin til mergjar, hætta allri sjálfsblekkingu og dekri við óskhyggju, skilja framvindu mála í nútímanum og ganga til verks meff nýjum viffhorf- um, nýjum skrefum og nýjum átökum viff vandamálin, líkt og aldamótakynslóðin gamla gerði á sínum tíma. Við höf- um staðið of lengi í stað. Nú þarf að byrja aftur; nýir alda- mctamenn, menn 21. aldar, verða að koma fram í dags- ljósið og skilja málefni sveit- anna nýjum skilningi. Lengur hefur hvorki landbúnaðurinn né þjóðin efni á að hlaupa eft- ir duttlungum andlegra af- dalakarla og sérvitringa í land- búnaðarmálum. Ef þessir menn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.