Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 60
* síónarnjiA. „Þrenningin tilbeðin af herskörum himnannaMálverk eftir Jacopo Tintoretto. Gísli Gunnarsson í grein þessari um trúmál verður einkum fjallað um kristna trú, þar sem hún er óneitanlega nær íslendingum en önnur trúarbrögð. Yfirleitt fjalla einung- is áhangendur kristinnar trúar um hana, aðrir vilja sem minnst um hana tala og bera jafnvel við að slíkt mætti ekki „því að aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Áhrif mannúðarstefnu siðustu alda á vissa þætti kristins trúarboðskapar hafa ur léð kristninni annan svip í augum fjöldans en áður var, eitthvað fallegt, yndislegt og rómantískt, og almenningur hefur gengið út frá því sem gefnum hlut að trú og manngæzka hljóti að vera samtengd fyrirbæri. Ég mun í grein þessari draga þetta sérstaklega í efa og yfirleitt deila á grundvallaratriði krist- innar trúar. Vona ég, að þá muni óæski- leg þögn um kristna trú rofin og and- stæðingar mínir í þessum málum þá láta til sín heyra og verja trú sína. Einn guð og margir Eðlilegt er fyrst að skilgreina milli al- mennrar guðstrúar og kristinnar trúar, sem aðeins er einn þáttur hins fyrr- nefnda. Almenn guðstrú felst í trú á yfirnáttúrlegu afli, sem á að vera fyrir utan og ofan náttúrulögmálin, er þeim æðri, — afli, sem menn ná ekki til með aðferðum vísinda, þ. e. rannsóknum og gagnrýninni leit, heldur ná menn til þess með „mystik“, „dulrænni reynslu", venju- lega í formi helgisiða og/eða bæna. Þessi trú á hið yfirnáttúrlega aðskilur guðs- dýrkandann og guðleysingjann. Einfaldasta og frumstæðasta tegund guðsdýrkunar er trú á persónubundinn guð. Hindúismi hefur að nokkru leyti komizt af þessu frumstæða stigi; af- kvæmi hans, Búddisminn, hefur komizt miklu lengra. Eingyðistrú er sennilega eðlilegust mannlegu eðli, þ. e. trú á yfir- guðinn, sem öllu öðru ræður. Júdaisminn, — trúin á Jahve — virðist fyrst þekktra trúarbragða hafa varpað undirguðunum fyrir borð í sambandi við átrúnað, þótt þeir hafi öðru hverju birzt á nýjan leik í Júdaisma og afkvæmum hans, kristinni trú og Islam, í formi djöfuls, engla og dýrlinga. Rétttrúaður Júdaismi afneitar þessu öllu, kristin trú meðtók allt og með áherzlu sinni á hlutverki Jesú Krists skipaði yfirguðnum í sæti fjær mönnum en skyld trúarbrögð gera. Erfðasyndin og eingetinn sonur Guðs Ef á að skilja eðli kristinnar trúar, hafa guðspjöllin, orð þau sem höfð eru eftir Jesú Kristi, aðeins takmarkað gildi; hér verður fyrst og fremst að líta á túlkun kristinna manna og kirkju á trú sinni, eins og þeir hafa boðað hana og krafizt hlýðni við um allar aldir. f stuttu máli: kristna trúfræði. Eftirtalin atriði aðskilja kristna trú einkum frá öðrum tegundum guðstrúar: Mikil áherzla á erfðasyndina. Maður- inn er fæddur syndugur, vondur. Nýfætt barnið er dæmt djöflinum (sem freistaði Evu) þangað til það hefur öðlazt blessun Guðs. Sá, sem er syndugur og vondur, þjónar djöflinum í lifanda lífi og mun halda því áfram eftir dauðann með eilífri pínu. Allir menn lifa eftir dauðann sem einstaklingar (ekki sem hluti af heild). Trú á einstaklingsbundið líf eftir dauð- ann. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.