Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 42
Eysteinn Sigurðsson: Stefnurí bókmenntakönnun i Væntanlega þarf ekki að kynna Snæ- fríði íslandssól fyrir neinum af þeim, sem þessar línur lesa. Hún er ein af aðal- persónunum í skáldsögunni íslands- klukkan eftir Halldór Laxness, og óhætt mun að fullyrða, að fyrir velflestum þeirra tugþúsunda íslendinga, sem not- ið hafa þessa verks við lestur eða af leikhúsfjölunum, sé hún lifandi veru- leiki og ef til vill jafn nálæg þeim í tíma og rúmi og fólkið sem þeir um- gangast daglega. En hver var þá Snæfríður íslandssól í raun og veru? íslandssagan gefur þau svör, að hún ihafi heitið Þórdís Jónsdótt- ir, verið dóttir Jóns Vigfússonar Hóla- biskups og systir Sigríðar konu Jóns biskups Vídalíns, hún hafi gifzt Magnúsi Sigurðssyni í Bræðratungu, og að frá- töldum orðrómi um samdrátt hennar og Árna Magnússonar handritasafnara, sem olli hinum síðarnefnda talsverðum óþæg- indum, hafi hún á engan hátt lifað því lífi né skilið eftir sig þau spor i sögu og vitund þjóðarinnar, að það gefi tilefni til þess, að enn þann dag í dag sé hún því lífi gædd sem raun ber vitni. En skýringin á því er raunar ofureinföld: afburðagott skáld hefur gætt hana máli og lífi með penna sínum og gert hana að því sem næst holdi klæddri persónu í bókmenntaverki. Flestir lesendur láta sér nægja þá ánægju eða þann unað, sem lestur skáld- verka veitir þeim, þ. e. í þessu tilviki eina saman ánægjuna af viðkynningunni við Snæfríði íslandssól, en mörgum mun þó vafalaust einnig þykja forvitnilegt að vita nokkur deili á Þórdísi Jónsdóttur í því sambandi og þykja sem vitneskjan um fyrirmyndina auki og bæti við skiln- ing þeirra á sjálfri sögupersónunni. í því efni hafa þeir vafalaust rétt fyrir sér að nokkru leyti, en hins vegar er þar með komið að atriði, sem verið hef- ur mjög umdeilt á meðal bókmennta- fræðinga síðustu áratugina, þ. e. að hve miklu leyti réttlætanlegt sé að leita að réttum skilningi á eðli skáldverks í fyr- irmyndum höfundarins, og hallast flest- ir þeirra yngri manna a. m. k., sem leggja stund á fræðigreinina, nú orðið á þá sveif, að bezt fari á að stilla slíkum athugunum sem mest í hóf. Könnun bókmennta er orðin að um- fangsmikilli vísindagrein, sem tekið hef- ur miklum framförum og stakkaskiptum það sem af er þessari öld. Hafa í því efni komið fram ýmsar stefnur og kenningar, sem orðið hafa misjafnlega lífseigar, en allar eiga þær það sameiginlegt, að þeirra hefur furðu lítið gætt í því, sem skrifað hefur verið um bókmenntir hér á landi. Ein af markverðari stefnum í bók- menntakönnun, sem fram hafa komið á þessari öld, er rússneski formalisminn. Sú stefna kom fram í Rússlandi eins og nafnið gefur til kynna, og er upphaf hennar rakið aftur til aldamc<tanna síðustu, en um 1920 var vegur hennar þó einna mestur við rússneska háskóla. Kom hún upp sem andóf gegn ríkjandi bók- menntakönnun, sem alltof oft vildi brenna við, að einkenndist af annarleg- um sjónarmiðum, svo sem að verkin væru rannsökuð frá sjónarhóli sálarfræði, í ljósi umhverfisins eða þess þjóðfélags sem þau láttu að vera mótuð af, eða þá í ljósi æviferils 'höfundarins og þá gjarn- an rakin til einhverra tiltekinna þátta í ævi hans eða sálarlífi, og þannig mætti lengi telja. Eins og nafnið gefur til kynna, fengust formalistarnir fyrst og fremst við ytri búning eða form skáldverkanna. Þeir litu á aðferð sína sem hina einu sönnu vísindalegu aðferð við bókmenntakönn- un, en hún var í stuttu máli í því fólg- in, að listaverkið var fyrst og fremst skoðað sem listaverk og ekkert annað, og rannsóknirnar beindust framar öðru að formi skáldverkanna og þeim eining- um, sem það átti að vera byggt upp af. Efni skáldverkanna vakti áhuga þeirra aðeins að svo miklu leyti sem það gegndi beinu fagurfræðilegu hlutverki og sama máli gegndi um boðskap þeirra. í stað þess að greina á milli efnis og ytra forms skáldverka, svo sem oft er gert, greindu þeir á milli tveggja stiga í sköpun skáldverka, þ. e. í fyrsta lagi efnis, sem kæmi til sögunnar á undan hinni eiginlegu listsköpun, og í öðru lagi skipulags og samsteypu efn- isins í ákveðið listrænt form. í augum formalistanna var efni einungis hið mál- lega hráefni, ef svo má að orði kom- ast, sem rannsaka mátti eftir málfræði- legum leiðum, og bókmenntasöguna skoð- uðu þeir fyrst og fremst sem áframhald- andi keðju af formum, þ. e. nýjum og nýjum bókmenntagreinum og stíltegund- um, sem leystu hver aðra af hólmi og hefðu fólgnar í sjálfum sér þann lífs- kraft, sem nauðsynlegur væri til við- halds og endurnýjunar bókmenntunum. Þá lögðu þeir einnig mikla áherzlu á það, að skáldverkin yrðu að koma lesendum sínum á óvart og jafnvel þvinga þá til þess að taka lífsvenjur sínar og afstöðu til manna og málefna til endurskoðun- ar. Formalisminn varð ekki langlífur í heimalandi sínu, því að eftir harða and- stöðu frá marxískri hlið og árekstra við þá bókmenntakönnun, sem fylgjendur þeirrar stefnu aðhylltust, leið hann undir lok á Stalínstímanum og var að fullu úr sögunni um 1930. Utan Rússlands hafði hans lítið gætt, svo að bein áhrif hans urðu ekki mikil, en þó hefur hann mótað nokkuð skoðanir ýmissa merkra bók- menntafræðinga, sem flutzt hafa frá Rússlandi til Vestur-Evrópu og Ameríku og starfað þar, og er í þeirra hópi René Wellek, sem síðar verður getið. Önnur stefna, sem mikil áhrif hefur haft, er samanburðarstefnan eða kom- parativisminn. í þrengsta skilningi, — en þá nefnist hún „samanburðarbók- menntir“ („comparative literature"), — fjallar hún um bókmenntaleg tengsl á milli bókmennta tveggja þjóða og skilur sig því bæði frá könnun bókmennta ein- stakra þjóða og almennri bókmennta- könnun, þ. e. könnun á almennri þróun heimsbókmenntanna og þeim stefnum og straumum, sem innan þeirra hafa átt sér farveg. í víðasta skilningi tekur hún hins vegar yfir allan samanburð á milli ein- stakra skáldverka eða flokka þeirra, og getur í því efni jafnt verið um að ræða samanburð á verkum, sem þróazt hafa hvert af öðru innan bókmenntasögunnar. og á verkum, þar sem um slíkt framhald er ekki að ræða, en unnt kann að vera að varpa skarpara ljósi á með saman- burði við önnur verk. Samanburðar- stefnan í víðasta skilningi tekur þannig yfir t. d. rannsóknir á innbyrðis sam- bandi einstakra höfunda, skáldverka, bókmenntastefna og tímabila í bók- menntasögunni, og beinist hún bæði að því að kanna einstök verk í ljósi sög- unnar og að því að rannsaka hina sögu- legu þróun bókmenntanna í heild. Það leiðir því af sjálfu sér, að samanburðar- stefnan leggur mikla áherzlu á hvers konar áhrif frá einum höfundi á annan, og náskyld henni er og könnun á fyrir- myndum höfunda skáldverka, sem dæm- ið um Snæfríði íslandssól hér að fram- an útskýrir bezt, og mjög víða kemur til mála að beita í sambandi við könnun á íslenzkum bókmenntum. Samanburðarstefnan í þrengsta skiln- ingi, þ. e. sem könnun á sambandi bók- T. S. Eliot I. A. Richards John Crowe Ransom 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.