Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 27
nám, ræktun og byggingar í
sveitum nr. 75 27. apríl 1962.
Ég hef bent á, að stefnan
í fjárfestingarmálum landbún-
aðarins hentaði hagsmunum
sveitafólks árið 1923. Síðan
hafa aðstæður í landinu
breytzt svo, að með hverju ár-
inu, sem leið, þjónaði þessi
stefna hagsmunum bænda ver
og ver, unz svo kom, að stefn-
an varð andstæð bættum lífs-
kjörum í sveitunum. Það er
tilgangslítið að tímasetja þessi
umskipti, nóg að vita, að árið
1968 eru þau orðin. Þetta verð-
ur ótvíræðara með hverju ári,
sem markaður fyrir íslenzkar
landbúnaðarafurðir innan-
lands og erlendis þróast eins
og hann hefur gert síðan fjár-
skiptum lauk að mestu. Nú-
verandi stefna í fjárfestingar-
málum landbúnaðarins er því
yfirleitt andstæð lífskjörum
sveitafólks.
Síðan í hitteðfyrra hafa tekj-
ur almennings minnkað og at-
vinna víða orðið takmarkaðri
en var. Þegar svo stendur á,
minnkar innlenda neyzlan á
landbúnaðarafurðum eða vex
minna en ella, og fleira fólk en
ella stundar búskap, þótt kjör-
in séu vond, fyrst erfitt er um
atvinnu annars staðar. Það er
því tvöfold ástæða til að ætla,
að viðleitni stjórnvalda til að
auka fjáríestingu og fram-
leiðslu meira en bændur sæju
sér hag í ella, hafi sérlega
óhagstæð áhrif á lifskjör
bænda eins og á stendur.
Núverandi vinnuörögð í fjár-
festingarmálum landbúnaðar-
ins eru því almennt andstæð
lífskjörum bænda og sveita-
fólks, og þau eru sérstaklega
andstæð lífskjörum bænda eins
og nú standa sakir í efnahags-
málum þjóðarinnar.
Björn Stefánsson.
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON:
LÁGLENDIÐ MUN
GERA ÞÁ RÍKA
Þegar einn atvinnuvegur er
sterkur og vel skipulagður, þá
dettur engum í hug að tala um
að fækka í honum, eða jafn-
vel leggja hann niður. Báðar
þessar kenningar hafa verið
á lofti um landbúnaðinn, sú
fyrri í alvöru, hin síðari sem
einskonar æfingardæmi handa
hagfræðingum. Forustumenn
landbúnaðar eiga að sjálfsögðu
aðeins eitt svar við hótfyndn-
inni, og það er að endurskipu-
leggja landbúnaðinn í þeirri
veru, að óhugsandi sé að hafa
hann að gamanmáli.
Að vísu er sumarið í sumar
einhver hinn versti tími til
að ræða um endurskipulagn-
ingu landbúnaðarins, vegna
þess að mikið viðkvæmari og
nærtækari mál eru á döfinni,
sem kalla á bráða lausn. En að
þeim vanda slepptum, sem staf-
ar af kali og sprettuleysi, ligg-
ur í augum uppi að hér á landi
er þörf stórfelldrar hugar-
farsbreytingar í garð landbún-
aðar, bæði innan landbúnað-
arins sjálfs og hjá þeim sem
utan við hann standa.
Svo dæmi sé tekið af tíma-
bundnum vandræðum, eins og
kalinu á þessu sumri, þá má
furðulegt heita hve mönnum
gengur illa að hitta á vanda-
málið í umræðum og skrifum.
Nú er hér um fyrirbæri að
ræða, sem er einfalt og getur
ekki talizt ofar mannlegum
skilningi. En hvað halda menn
þá að sé um skilninginn á
stórum framtíðarverkefnum í
þessari atvinnugrein? Menn
segja um kalið að það sé voða-
legt, og víst er svo, en um-
ræðurnar ná varla lengra, jafn-
vel ekki eftir að vísindamaður
á Hvanneyri með 11 ára rann-
sóknir að baki hrópar yfir
landsbyggðina: Það vantar
kalk. Það var vitað, þótt það
hafi ekki verið vísindalega
sannað fyrr en nú, að áburð-
urinn var of einhæfur, og einn-
ig að köfnun átti sér stað í
troðnum jarðvegi. En þessi
vitneskja leiddi ekki af sér nein
stórfelld viðbrögð hjá þeim,
sem áttu að stjórna þessum
málum, eða maður hélt að
ættu að stjórna þeim. Sann-
leikurinn í málinu er sá, að
stjórn búnaðarmála er þríein:
landbúnaðarráðherra, Búnað-
arfélag íslands og Stéttarsam-
band bænda. Ætla mætti að
með slíkri voldugri yfirstjórn
og margþættri væri hægt að
koma fram nauðsynlegri vitn-
eskju og breyta henni í
framkvæmdir. Og það skal
ekki sagt að ýmislegt hafi ekki
verið framkvæmt. Það hafa
verið keyptar vélar og gerðar
nýræktir, það hefur verið pex-
að um verð við Sæmund í
einhverri kexverksmiðju, og
það hafa verið stofnuð nýbýli.
Aftur á móti hefur tilfinnan-
lega vantað yfirstjórnina og
yfirsýnina á tímum þegar
heilar atvinnugreinar geta
orðið gamaldags svo að segja
á einni nóttu. Þessarar yfirsýn-
ar hefði máski mátt leita
í landbúnaðarráðuneytinu,
máski hefði þar fyrirfundizt
einhver stefna í landbúnaði.
Var þar kannski ekkert að
finna nema Sæmundarstefn-
una? Iðjuhöldur í Reykjavik er
settur fram á taflborðið sem
fulltrúi neytenda, án þess að
nokkuð sé vitað um vilja eða
viðhorf neytenda önnur en þau
almennu viðhorf að vilja hafa
mat ódýran. Á bak við þessa
stefnu hefur hin eiginlega yf-
irstjórn þessara mála staðið.
Það er því ekki von að slík
yfirstjcrn hafi tíma til að
leggja stóru línurnar í land-
búnaðarmálum. Hún hefur
hallað sér að pólitíkinni og
prísunum.
Þeir, sem einkum hafa talið
sig bera byggð íslands fyrir
brjósti, og hafa gerzt málsvar-
ar svokallaðrar byggðastefnu,
hafa með fallegu og hjarta-
hreinu tali sínu ruglað bændur
svolítið í ríminu, þannig að
ætla mætti að þeir teldu jaðra
við hugsjón að hverfa innar
og nær heiðunum. Satt er það,
að búskapur er undirrituðum
og fleirum tilfinningamál, sem
ekki lýtur ævinlega hörðum
staðreyndum um krónutölu.
Samt þýðir ekki um að deila,
að búskapur verður ekki rek-
inn hér nema hann borgi
sig, hvernig svo sem tilfinn-
ingalífinu er annars vegar
háttað. Farsælust lausn á því
máli væri að skipuleggja bú-
skapinn þannig, að hægt væri
að reka hann á öllum þeim
jörðum, sem nú eru í byggð,
eða menn vilja byggja, án þess
að láta bústærðina ráðast af
ræktunarmöguleikum á jörð-
unum sjálfum eða fjárhags-
getu hvers einstaks bónda. Ef
tækist að leysa vandann með
þeim hætti væri búflóttinn ör-
ugglega stöðvaður, en í kjöl-
farið kæmi svo síaukin sam-
vinna bænda, sem smám sam-
an leysti þá úr þeirri ánauð
að þurfa að sinna kúm kvölds
og morgna, og standa sem ein-
Heyi snúið með gamla laginu.
23