Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 52
Kristos Pantazis: »Hinn FRjnisi heiirur « Aðdragandi valdaránsins í Grikklandi Pólitískar fangabúðir grísku fasistastjórnarinnar á eynni Jaros. 1. Stjórnarferill Papandreús fram til 15. júlí 1965 Eftir kosningarnar 16. febrúar 1964. Prá endalokum einræðisstjórnar Met- axas og þar til nú hefur Grikklandi ver- ið stjórnað af íhaldsflokkum, nema stutt tímabil, þegar lýðræðislegir flokkar hafa verið við völd: 1946 undir forsæti Sófúlis, 1950—51 undir forsæti Plastiras og 1963— 65 undir forsæti Papandreús. Eftir kosn- ingarnar í nóvember 1963 komst flokkur Papandreús, E. K. (Miðflokkasamband- ið), til valda. Þrem mánuðum seinna voru aftur kosningar, 16. febrúar 1964. Þá fékk E. K. undir forustu Papandreús 53% allra atkvæða. Stjórn Papandreús fékk mjög erfið vandamál við að glíma. Fyrrverandi stjórn E. R. E. (Þjóðlega róttæka sam- bandið), undir forsæti Karamanlis, hafði komið á ólýðræðislegu stjórnarfari í Grikklandi. Fjárfesting þjóðarauðsins í einkafyrirtækjum hafði valdið spillingu í efnahagslífinu. í annan stað var lög- unum um „glæpi gegn þjóðfélaginu" beitt, eins og allir Grikkir vita, til að bægja andstæðingum stjórnarinnar frá störfum í opinberum stofnunum, svo sem tollgæzlunni, ríkisbönkunum, lögreglunni og herskólunum. Öryggislögreglan hafði á hendi framkvæmd þessara laga og lét opinberum stofnunum í té upplýsingar um hvern þann sem sótti um stöðu hjá þeim. Lög þessi höfðu verið sett í borg- arastyrjöldinni 1946—49. Stjórn Papan- dreús slakaði á framkvæmd þeirra til að skapa jafnan rétt þegnanna til starfa. Andreas Papandreú (sonur forsætisráð- herrans) sagði í þinginu: „Það verður að afnema þessi lög, sem skipta þjóðinni í Grikki og Hálf-Grikki. Ástandið, sem ríkti þegar þessi lög voru sett, er ekki lengur fyrir hendi.“ Eitt af stefnumálum stjórnar Papan- dreús var að koma á umbótum í fræðslu- málum, og henni tókst að koma þeim í framkvæmd á þeim 18 mánuðum, sem hún sat við völd. Nýtt lýðræðislegt stjórn- arfar veitti grísku þjóðinni tækifæri til að notfæra sér þau réttindi, sem stjórn- arskráin veitir. Lögreglan gat ekki leng- ur bannað verkföll eða mótmælafundi stúdenta. Þegar stúdentar héldu fund til að mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar í Kýpurmálinu fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna í Aþenu, bannaði Papandreú lögreglunni að hafa afskipti af fundin- um. Þessi stefna stjórnarinnar vakti þá tilfinningu hjá þegnunum, að þeir væru nú aftur frjálsir. f utanríkismálum var stefna Papandreús góð samskipti við all- ar þjóðir. Stjórn hans tók upp verzlun- ar- og menningarviðskipti við sósíölsku löndin í Austur-Evrópu. Kanellópúlos, leiðtogi E. R. E., sem var í stjórnarandstöðu, bar Papandreú þeim sökum að stefna hans í utanríkis- málum væri skaðleg Grikklandi. Um þetta sagði Papandreú í þinginu: „Utan- ríkisstefna okkar er augljós. Við viljum frið og við lýsum yfir: Vesturveldin eru bandamenn okkar og Austurveldin eru vinir okkar, og við verðum að hafa góð samskipti við vini okkar.“ Kanellópúlos sakaði Papandreú einnig um að óvirða 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.