Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 52
Kristos Pantazis:
»Hinn FRjnisi heiirur «
Aðdragandi valdaránsins
í Grikklandi
Pólitískar fangabúðir grísku fasistastjórnarinnar á eynni Jaros.
1. Stjórnarferill Papandreús
fram til 15. júlí 1965
Eftir kosningarnar 16. febrúar 1964.
Prá endalokum einræðisstjórnar Met-
axas og þar til nú hefur Grikklandi ver-
ið stjórnað af íhaldsflokkum, nema stutt
tímabil, þegar lýðræðislegir flokkar hafa
verið við völd: 1946 undir forsæti Sófúlis,
1950—51 undir forsæti Plastiras og 1963—
65 undir forsæti Papandreús. Eftir kosn-
ingarnar í nóvember 1963 komst flokkur
Papandreús, E. K. (Miðflokkasamband-
ið), til valda. Þrem mánuðum seinna voru
aftur kosningar, 16. febrúar 1964. Þá fékk
E. K. undir forustu Papandreús 53% allra
atkvæða. Stjórn Papandreús fékk mjög
erfið vandamál við að glíma. Fyrrverandi
stjórn E. R. E. (Þjóðlega róttæka sam-
bandið), undir forsæti Karamanlis, hafði
komið á ólýðræðislegu stjórnarfari í
Grikklandi. Fjárfesting þjóðarauðsins í
einkafyrirtækjum hafði valdið spillingu í
efnahagslífinu. í annan stað var lög-
unum um „glæpi gegn þjóðfélaginu"
beitt, eins og allir Grikkir vita, til að
bægja andstæðingum stjórnarinnar frá
störfum í opinberum stofnunum, svo sem
tollgæzlunni, ríkisbönkunum, lögreglunni
og herskólunum. Öryggislögreglan hafði
á hendi framkvæmd þessara laga og lét
opinberum stofnunum í té upplýsingar
um hvern þann sem sótti um stöðu hjá
þeim. Lög þessi höfðu verið sett í borg-
arastyrjöldinni 1946—49. Stjórn Papan-
dreús slakaði á framkvæmd þeirra til
að skapa jafnan rétt þegnanna til starfa.
Andreas Papandreú (sonur forsætisráð-
herrans) sagði í þinginu: „Það verður
að afnema þessi lög, sem skipta þjóðinni
í Grikki og Hálf-Grikki. Ástandið, sem
ríkti þegar þessi lög voru sett, er ekki
lengur fyrir hendi.“
Eitt af stefnumálum stjórnar Papan-
dreús var að koma á umbótum í fræðslu-
málum, og henni tókst að koma þeim í
framkvæmd á þeim 18 mánuðum, sem
hún sat við völd. Nýtt lýðræðislegt stjórn-
arfar veitti grísku þjóðinni tækifæri til
að notfæra sér þau réttindi, sem stjórn-
arskráin veitir. Lögreglan gat ekki leng-
ur bannað verkföll eða mótmælafundi
stúdenta. Þegar stúdentar héldu fund til
að mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar í
Kýpurmálinu fyrir utan sendiráð Banda-
ríkjanna í Aþenu, bannaði Papandreú
lögreglunni að hafa afskipti af fundin-
um. Þessi stefna stjórnarinnar vakti þá
tilfinningu hjá þegnunum, að þeir væru
nú aftur frjálsir. f utanríkismálum var
stefna Papandreús góð samskipti við all-
ar þjóðir. Stjórn hans tók upp verzlun-
ar- og menningarviðskipti við sósíölsku
löndin í Austur-Evrópu.
Kanellópúlos, leiðtogi E. R. E., sem
var í stjórnarandstöðu, bar Papandreú
þeim sökum að stefna hans í utanríkis-
málum væri skaðleg Grikklandi. Um
þetta sagði Papandreú í þinginu: „Utan-
ríkisstefna okkar er augljós. Við viljum
frið og við lýsum yfir: Vesturveldin eru
bandamenn okkar og Austurveldin eru
vinir okkar, og við verðum að hafa góð
samskipti við vini okkar.“ Kanellópúlos
sakaði Papandreú einnig um að óvirða
48