Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 57
Njörður P. Njarðvík: KOSNINGAR ÓVISSUNNAR í SVÍÞJÓÐ Tage Erlan&er. Olof Palme. Krister Wickman. í september verður gengið til þing- kosninga í Svíþjóð og kosnir 233 fulltrú- ar til annarrar deildar ríkisþingsins. Pyrirkomulag þingkosninga í Svíþjóð er annars með nokkrum öðrum hætti en hér gerist, þar sem fulltrúar fyrstu deild- ar þingsins (151 talsins) eru valdir í óbeinum kosningum með hliðsjón af úr- slitum í bæjar- og sveitastjórnarkosn- ingum. Því ná kosningarnar í haust að- eins til hluta þingliðsins. Engu að síð- ur verða þessar kosningar sögulegar, og ef til vill í meira en einum skilningi. Þess er þá fyrst að geta að nú er í síð- asta skipti kosið eftir hinu gamla fyrir- komulagi, þar sem samkomulag hefur náðst um stjórnarskrárbreytingu er tek- ur til þingkosninga. Verður þinginu þar með breytt í eina deild og þingmönnum fækkað úr 384 í 350. Verða 310 þeirra kosnir beinni kosningu til þriggja ára í senn en síðan er úthlutað 40 uppbót- arþingsætum í samræmi við kjörfylgi flokkanna í landinu í heild. Þessi breyt- ing hefur í för með sér að kjör þing- fulltrúa í haust er aðeins til tveggja ára enda verður kosið samkvæmt hinum nýju kosningalögum árið 1970. Jafnframt verður þá sú breyting gerð að samtímis verður kosið til þings og bæjarstjórna á þriggja ára fresti. Með þessu vinnst nokkur sparnaður á útgjöldum til kosn- inga en jafnframt verður erfitt að skilja málefnalega á milli þingkosninga og bæjarstjórnarkosninga. En að vdsu má segja að landsmál hafi á síðari árum sett æ meiri svip á bæjarstjórnarkosn- ingar, og verður breytingin þá ekki eins mikil og virðast kann. En kosningarnar í haust geta einnig orðið sögulegar af öðrum sökum. Þess er að minnsta kosti vænzt að tvísýnna verði um úrslit en í nokkrum öðrum kosningum í Svíþjó^ í þrjátíu ár. Og þá er um að ræða hvort borgaraflokkunum þremur tekst að hnekkja meirihlutaað- stöðu jafnaðarmanna og hrekja þá frá völdum. Ef spurt er, um hvað sé kosið í Svíþjóð í haust, er einfaldast að svara því á þá lund, að kjósendur velji á milli áframhaldandi stjórnar jafnaðarmanna og borgaralegrar samsteypustjórnar þriggja flokka. Með þessu svari eru mál- in að vísu einfölduð eins og verða má og það kallar ugglaust á margar fleiri spurningar. Og skal nú reynt að gera þeim nokkur skil. Sá er meginmunur á íslenzkum og sænskum stjórnmálum að í Svíþjóð er enginn ágreiningur um meginatriði ut- anríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Allir stjórnmálaflokkar Sviþjóðar hafa lýst yfir stuðningi við hina hefðbundnu sænsku hlutleysisstefnu í átökum stór- veldanna. Þetta gildir með öðrum orðum jafnt um Hægriflokkinn og Vinstriflokk- inn (kommúnista). Stundum heyrist því fleygt, og ekki sjaldan hér á fslandi, að undarlegur tvdskinnungur sé í afstöðu Svía til utanríkismála, að þeir telji sig hlutlausa en séu svo sífellt að skipta sér af því sem gerist í öðrum löndum með yfirlýsingum, samþykktum og mótmæl- um. Er helzt að skilja að þetta þyki hinn mesti slettirekuskapur. En það er mikill misskilningur. Svíum er það ljóst, sennilega Ijósara en flestum þjóðum, og alveg áreiðanlega ljósara en íslenzkum stjórnmálamönnum, að sjálfstæð og ein- örð rödd í utanríkismálum hefur miklu og nauðsynlegu hlutverki að gegna. Torsten Nilsson utanríkisráðherra hef- ur hvað eftir annað bent á að hlutleys- isstefna jafngildi engan veginn skoð- analeysi eða afskiptaleysi, heldur sé hún áskilinn réttur til hlutlægs mats án til- lits til hernaðarbandalaga eða hags- muna stórvelda. Þetta hefur komið skýrt fram á síðastliðnum vetri er stjórnin markaði ákveðna afstöðu gegn valda- ráninu í Grikklandi og hernaðaraðgerð- um Bandaríkjamanna í Vietnam. Hitt gefur vitaskuld auga leið að deilt er í Svíþjóð um einstök atriði utanríkismála þótt samhugur ríki um hlutleysisstefn- una sem slíka. Þannig olli hin skelegga ræða Olofs Palmes menntamálaráðherra gegn hernaðarstefnu Bandaríkjanna í Vietnam i vetur miklum úlfaþyt í her- búðum stjórnarandstöðunnar, enda réðst hún heiftarlega að Palme og sakaði hann m. a. um að taka fram fyrir hend- urnar á utanríkisráðherranum. Það kom síðar í ljós að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra höfðu lesið ræðuna fyrir flutning hennar og lýst sig sam- þykka þeim skoðunum er þar komu fram. Má því segja að stjórnin hafi markað allróttæka stefnu í þessu máli og beri mikið á milli jafnaðarmanna og borgaraflokkanna þriggja. Vafalítið má telja að jafnaðarmönnum sé styrkur að þessari stefnu er gengið skal til kosn- inga í haust enda eru Sviar næsta rót- tækir í Vietnam-málinu, og enginn vafi er á því að Olof Palme hefur aukið mjög fylgi sitt meðal ungu kynslóðarinnar i Svíþjóð með einarðri afstöðu sinni. Má fullyrða að hann sé sá sænskra stjórn- málamanna er nýtur mestra vinsælda og álits meðal ungs fólks. Grikklandsmálið hefur hins vegar ekki valdið miklum deilum í Svíþjóð og sennilegt má telja að meirihluti allra flokka standi að baki stefnu stjórnarinnar í því máli og tillögu hennar þess efnis að Grikklandi verði vísað úr Evrópuráðinu nema herforingja- klíkan leggi niður völd og aftur komizt á lýðræði í landinu. Aðstoð við þróunarlöndin er einnig nokkurt deiluefni á sviði utanríkismála. Einkum hefur unga fólkið knúið á um aukningu og krafizt þess beinlínis að ein- um hundraðshluta heildarþjóðartekna hið minnsta verði varið til að hjálpa hinum fátækari þjóðum að koma undir sig fótunum. í fyrra urðu um þetta miklar og heitar umræður er leiddu m. a. til þess að einn ráðherra sagði af sér vegna þess að honum þótti ríkisstjórnin ekki ganga nógu langt í þessu efni. Þó hefur Erlander forsætisráðherra lýst því yfir að það sé einnig takmark stjórnar- innar að auka aðstoð við þróunarlöndin unz hún nemi einum hundraðshluta þjóðartekna, en hins vegar hefur hann viljað ná þessu takmarki á nokkuð löng- um tíma. Raunar er ekki síður um það 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.