Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 44
ir þessir menn hafa sent frá sér mark- verð rit á sviði bókmenntakönnunar. Má nefna sérstaklega í því sambandi bók Empsons, „Seven Types of Ambiguity“ („Sjö tegundir margræðni"), sem fyrst kom út árið 1930 og hefur haft geysimikil áhrif, en í þeirri bók er fjallað um marg- ræðar merkingar orða og hlutverk þess fyrirbæris í skáldskap. í Ameríku hefur fjöldi manna haldið áfram eftir þeim leiðum, sem Eliot og Riohards mörkuðu, og má af hinum þekktustu úr hópi þeirra nefna John Crowe Ransom, Allen Tate, Cleanth Brooks, Yvor Winters og loks René Wellek og Austin Warren. Þess- ir menn eru að visu innbyrðis sundurþykkir í ýmsum efnum, og því fer fjarri, að allir myndu þeir vilja telja sig til eins og sama skóla, en vegna þess hve mörg atriði eru sameig- inleg í skoðunum þeirra og jafnframt andstæð eldri og úreltari hugmyndum um bókmenntakönnun, er venja að telja þá alla til fylgismanna og brautryðjenda nýkrítíkurinnar. Hreyfingin sjálf dregur hins vegar nafn af bók Ransoms, „The New Criticism", sem út kom 1941, en þau atriði, sem talin eru sameiginleg í skoðunum flestra eða allra fylgismanna nýkrítíkurinnar, eru eftirfarandi: í fyrsta lagi, að skáldverkið eigi að með- höndla sem skáldverk og sem sjálfstætt fyrirbæri, óháð æviferli og ihugmyndum höfundarins, þjóðfélagsaðstæðum, er það var skapað, og sálfræðilegum eða sið- fræðilegum áhrifum þess á lesandann. í öðru lagi er grundvallarstefna nýkrítík- urinnar byggð á merkingarfræðilegum forsendum, þ. e. hún lítur svo á, að skáldskapur sé í rauninni sérstök tegund af tungumáli, andstæð t. d. vísindamáli og öðru málfari, er byggir á skýrt af- mörkuðum merkingum og röksemda- færslum, og öll helztu hugtök stefn- unnar beinast að því að greina á milli merkinga einstakra orða, tákna og mynda, og rannsaka innbyrðis samband þeirra. f þriðja lagi leggur stefnan ekki mikla áherzlu á aðgreiningu skáldverka í bókmenntategundir, þótt fyrir komi, að þeirri aðferð sé beitt, heldur er litið svo á, að eðli hvers skáldverks, hvort sem um er að ræða ljóð, leikrit, skáld- sögu eða smásögu, mótist af fyrirbærum á borð við orð, tákn, myndir, líkingar o. fl., fremur en af söguþræði, efni eða sögupersónum. Síðan er litið svo á, að þessi fyrirbæri byggi verkið upp úr smærri og innbyrðis andstæðum merk- ingareiningum, sem haldið sé í jafn- vægi sín á milli, og form skáldverks sé þannig — óháð því hvort það hafi sögu- þráð og sögupersónur eða ekki — fyrst og fremst byggt upp af merkingum, sem öðlist gildi fyrir tilstilli ímyndunarafls- ins og höfði til þess. í fjórða lagi leggur nýkrítíkin áherzlu á nákvæman lestur texta, sem beinist að því að kanna merk- ingar, margræðni og gagnkvæm áhrif einstakra orða, mynda og hluta verks- ins hvert á annað, með það fyrir augum að fá fram sem nákvæmasta heildar- merkingu verksins. í fimmta lagi má svo nefna það, að ýmsir af fylgjendum nýkrítíkurinnar eru andstæðir hvers kyns leit að „minnurn" („mótívum") innan skáldverka. Líkt og aðrar stefnur innan bók- menntakönnunar hefur nýkrítíkin orðið að þola nokkra gagnrýni. Ber hæst í því efni, að aðferðir hennar henti ekki öllum bókmenntagreinum, og t. d. hafa þær þótt gefast illa við könnun skáldsagna, sem yfirleitt a. m. k. eru of margþættar til þess að bjóða heim hinum nákvæmu textarannsóknum hennar. Svipuðu máli gegnir um ýmsan fyrri alda kveðskap, t. d. um enska 18. og 19. aldar ljóðagerð, þar sem oft hefur reynzt ókleift að ganga framhjá ýmsum þeim atriðum, sem ný- krítíkin fordæmir, ef fjalla átti um verkin á fullnægjandi hátt. Á það og vafalaust ekki síður við íslenzka ljóða- gerð frá næstliðnum öldum, þar sem sjaldnast verður komizt framhjá fyrir- bærum eins og æviatriðum einstakra höfunda, áhrifum umhverfisins og áhrif- um frá eldri skáldum, ef túlka á verkin til nokkurrar fullnustu. Hins vegar hafa aðferðir nýkrítíkurinnar reynzt einna bezt við nútímaljóðagerð, þar sem þau atriði, sem hún leggur mesta áherzlu á, koma einmitt helzt til álita, en önnur, sem hún fordæmir, skipta minna máli. Árið 1949 sendu tveir háskólaprófessor- ar í Bandaríkjunum frá sér bók, er bar heitið „Theory of Literature." Höfund- arnir voru þeir René Wellek og Austin Warren, og er hinn síðarnefndi banda- rískur að uppruna, en Wellek er Evrópu- maður, fæddur í Vínarborg og mennt- aður í háskólanum í Prag í Tékkóslóvak- íu, en fluttist vestur um haf árið 1927. Er hann nákunnugur evrópskum bókmennt- um, og m. a. er hann talinn vera mjög handgenginn rússneska formalismanum og hafa mótað skoðanir sínar að nokkru eftir honum. Er svo skemmst frá að segja, að bók þeirra félaga hefur nú um alllangt skeið gegnt hlutverki eins kon- ar biblíu bókmenntamanna um allan hinn vestræna heim, og við flesta há- skóla á Vesturlöndum þykir hún sjálf- sögð handbók við bókmenntanám. Hefur hún og verið þýdd á fjöldamörg tungu- mál, og m. a. er hún nýlega komin út í danskri þýðingu. Einnig hefur birzt úrdráttur úr henni á íslenzku (eftir Vé- stein Ólason í Mími 1. og 2. tbl. 1964), þar sem gerð er rækileg grein fyrir efni hennar og skoðunum höfundanna. Bók þessa má að mörgu leyti skoða sem skilgetið afkvæmi nýkrítíkurinnar, þar sem í henni koma fram flest þau sjónarmið hennar, sem hér að framan hefur verið lýst. Hins vegar fara höf- undarnir í mörgum efnum sínar eigin leiðir, og við lestur bókarinnar kemur það glögglega fram, að á bak við hana liggur geysimikil vinna og umhugsun um helztu vandamál bókmenntakönnun- ar, sem aftur er reist á mjög víðtækri og traustri þekkingu á bókmenntum al- mennt og nánum skilningi á eðli þeirra. Varðandi skoðanir höfundanna er þess fyrst að geta, að þeir leggja megin- áherzlu á að afmarka tiltekin og ákveð- in hugtök á sviði vísindalegrar bók- menntakönnunar, en í heild má segja um hugmyndir þeirra, að þær beinist í þá átt, að þeir vilji leggja áherzlu á sjálf- stætt fagurfræðilegt gildi bókmennt- anna sem slíkra. Markverðasta nýjungin í bók þeirra er þó það, að þeir greina á milli þess sem þeir nefna rannsóknir bókmennta utanfrá og innanfrá („the extrinsic and intrinsic study of litera- ture“). Varðandi rannsóknir utanfrá fjalla þeir um afstöðu bókmennta til ævisagna höfunda, sálarfræði, þjóðfé- lagsins, ýmissa hugmynda og annarra lista, og þótt þeir vilji ekki fordæma það með öllu, að slík fyrirbæri geti varpað nokkru ljósi á bókmenntir til skýringar á þeim, hallast þeir ótvírætt að þeirri skoðun, að slíkum starfsaðferð- um beri að beita af mestu hófsemi. í sambandi við rannsóknir innanfrá fjalla þeir um tilveru bókmenntalegra lista- verka, hljómfegurð, hrynjandi og brag- fræði, stíl og stílfræði, myndir, líking- ar, tákn og goðsögur, eðli og hátt frá- sagnarlistar, bókmenntategundir, bók- menntamat og loks bókmenntasögu. Gera þeir grein fyrir því í sambandi við hvert atriði fyrir sig, á hvað eigi að áliti þeirra helzt að leggja áherzlu í sambandi við könnun bókmennta frá öllum þessum sjónarmiðum. í heild má segja það um þessa bók, að hún er rituð af mikilli íþrótt, og í henni er gripið á fjöldamörg- um vandamálum, sem snerta bókmennta- könnun, þannig að sérhver sá, sem þarf að fjalla um bókmenntir á opinberum vettvangi eða við kennslu og les hana með athygli, fær þar svör við mörgu af því, sem leitað kann að hafa á huga hans, auk þess sem hún vekur nýjar hugmyndir, og gildir hið sama að sjálf- sögðu einnig um þá, sem einungis vilja lesa bókmenntir sjálfum sér til yndis- auka og dægrastyttingar. Þá er að víkja að bók, sem kom út fyrir nokkrum árum í Þýzkalandi og er að öðrum þræði tilefni þessarar grein- ar. Nefnist hún „Mathematik und Dich- tung“ („Stærðfræði og skáldskapur"), og er nafnið eitt þess eðlis, að hætt er við að það veki heldur óþægilegan hroll með mörgum góðum bókmenntamanninum. Stærðfræði hefur hingað til ekki verið talin eiga margt sameiginlegt með skáld- skap, og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að rannsaka skáldverk — og þá einkum stíl þeirra — með orða- talningum og tilheyrandi útreikningum. hafa yfirleitt ekki skilað þeim árangri, að slík vinnubrögð eigi upp á pallborðið hjá vísindamönnum. í þessari bók sækir hins vegar nokkur hópur af háskólamönnum beggja vegna AtlantShafsins fram á ritvöllinn, og er svo skemmst frá að segja, að þeir hyggj- ast komast að kjarna bókmenntaverk- anna eftir stærðfræðilegum leiðum, og jafnframt er markmið þeirra að gera starfsaðferðir við bókmenntakönnun ná- kvæmari en fyrr, þ. e. að gera hana að því, sem þeir nefna „nákvæm bókmennta- vísindi“ („exakte Literaturwissen- schaft"). Birtast þar 19 greinar eftir 21 höfund, auk inngangskafla eftir aðalút- gefandann, Helmut Kreuzer, en höfund- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.