Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 16
Nasser við hlið Salals forseta í Jemen sem hann studdi til valda í vopnaðri uppreisn. anlands, en hafði óverulega þýðingu. Hinsvegar leiddi fordæmingin til þess að egypzkir skæruliðar hófu aðgerðir gegn brezkum hersveitum og eignum á Súez- svæðinu, og var þeim lýst af meiri hrifn- ingu en sannleiksást í blöðunum í Kaíró. Eftir allmikið tjón létu Bretar loks til skarar skríða í janúar 1952, réðust á lög- reglubragga og felldu um fimmtíu menn. Þarmeð var fyrsti kafli byltingarinn- ar hafinn. Daginn eftir urðu uppþot í Kaíró sem hófust með verkföllum og mótmælagöngum, en eftir því sem á dag- inn leið magnaðist ólgan og um kvöldið voru margar helztu byggingar í Kaíró brunarústir einar. Ýmsum aðiljum hefur verið kennt um þetta brunaæði: Bræðra- lagi Múhameðstrúarmanna, fasistum sem kölluðu sig Þjóðernisjafnaðarmenn, Wafd-flokknum sem lét rósturnar af- skiptalausar framanaf, kónginum og her- foringjunum sem af ásettu ráði drógu á langinn að kveðja á vettvang herlið til að hafa hemil á lýðnum, og loks komm- únistum, sem voru áreiðanlega ekki sek- ir þó Nasser skellti skuldinni á þá. Hvar sem upptökin voru, þá eyðilögðu skipu- lagðir flokkar brennuvarga og síðar ráns- manna um 400 byggingar að verðmæti 23 milljónir sterlingspunda. Meðal þeirra mörgu sem létu lífið voru bæði útlendir gestir og innlendir uppþotsmenn. Wafd- stjórnin fékk skömm í hattinn, sem gladdi Farúk konung um sinn, en sex mánuðum síðar yfirgaf hann Alexandríu í siðasta sinn og mátti þakka fyrir að sleppa lifandi. Það voru „Frjálsu liðs- foringjarnir" sem höfðu loks gert bylt- ingu. Farúk konungur, hinn akfeiti niðji Múhameðs Alís í fjórða lið, var löngu alræmdur fyrir ó'hóf og ólifnað, stöðugur fréttamatur slúðurdálkahöfunda í Evrópu og Ameríku. Skilnaður hans og hjóna- band við stúlku sem þegar var trúlofuð, ástarævintýri hans við fagrar eiginkon- ur ríkra þegna sinna, samneyti hans við frægar kvikmyndastjörnur og nætur- klúbbadísir og fullvissa manna um að allt gjálífi hans væri kostað af opinberu fé og mútugjöfum áhrifaríkra kaupsýslu- manna vakti reiði og skömm í brjóstum þjóðhollra Egypta einsog Nassers og sam- herja hans. „Frjálsu liðsforingjarnir" voru full- komlega opinskáir í „samsæri" sínu framanaf, gáfu út bæklinga og jafnvel tímarit. En eftir því sem stund fram- kvæmdarinnar nálgaðist, varð meiri leynd yfir áformum þeirra. Milli 1949 og 1951 höfðu sumir þeirra gripið til hermd- arverka — jafnvel Nasser sjálfur í einu tilviki. í bók sinni, sem er fremur barna- lega skrifuð, kveðst hann hafa verið of viðkvæmur fyrir þessháttar verk, og eftir svefnlausa nótt iðrunar og bæna um að fórnarlambið dæi ekki af sárum sínum (hann dó ekki), afréð hann að beita að- ferðum sem væru óbeinni, ekki eins blóð- ugar. Liðsforingjunum var öllum í mun að úthella sem minnstu blóði; fyrir þeim vakti fyrst og fremst að hreinsa burt skömm og spillingu ríkisins. Þar sem liðsforingjarnir voru flestir lágtsettir, var nauðsynlegt að finna leið- toga sem gæfi samsærinu ákveðinn virðu- leik og áhrifavald. Þeir fundu hann á endanum þar sem var Neguib hershöfð- ingi, heiðarlegur maður, góður hermað- ur, hæfilega and-brezkur — en aldrei einn af hinum eiginlegu samsærismönn- um. Þareð ýmsir aðrir háttsettir herfor- ingjar, sem leitað var til, neituðu að eiga hlut að samsærinu, hvíldi ekki eins mikil leynd yfir því og æskilegt hefði verið. Flýta varð byltingunni um fjóra mánuði þegar uppvíst varð að leynilögregla Farúks var komin á sporið og gæti lagt til atlögu hvenær sem væri. Upphaflega átti að gera byltinguna í nóvember 1952; síðan var áætlunin færð fram til 5. ágúst, en þegar Nasser var tilkynnt símleiðis um yfirvofandi handtöku ákvað hann að láta til skarar skríða með 48 stunda fyr- irvara 22. júlí. Valdatakan var vel undir- búin og nálega án blóðsúthellinga. Neguib tók við völdum „til að hreinsa herinn og koma á fót hreinni ríkisstjórn.“ Foringjar í her og lögreglu, sem settir höfðu verið á svartalista, voru handteknir. Erlendum sendiráðum var tilkynnt, að ekki kæmi til samskonar bruna og manndrápa eins- og sex mánuðum fyrr. Jafnvel Farúk slapp lifandi gegn loforði um að segja af sér. Á nokkrum klukkustundum var öllu aflokið. Um sólsetur lagði Farúk frá landi áleiðis til Capri að viðstöddum geipilegum mannfjölda, og var jafnvel kvaddur með fallbyssuskotum! Neguib, sem var kominn til að kveðja hann, tafð- ist af fagnandi manngrúanum sem safnaðist að jeppa hans. Það var Neguib en ekki Nasser sem var í sviðsljósinu. Nasser hvarf eiginlega alveg í skuggann meðan á fagnaðarlát- unum stóð. í ólgunni reyndu ýmsir að skara eld að sinni köku. Tveir leiðtogar verkfalls í baðmullarverksmiðju, þar sem kveikt hafði verið í á nýjaleik, voru hengdir, að vísu með hálfum huga og gegn atkvæði Nassers í herforingja- nefndinni, en hengdir samt. Þá hófu kommúnistar hatramar árásir á bylt- inguna, og ekki dró úr þeim þegar í ljós kom, að hin umfangsmikla jarða- skiptaáætlun fólst í því einu að taka eignarnámi nokkrar allra stærstu jarð- eignir, þeirra á meðal jarðir Farúks. Meðan Nasser og félagar hans sátu í bylt- ingardómstólum að fyrirmynd frönsku stjórnarbyltingarinnar til að útrýma gamla kerfinu og áhangendum þess (með fangelsisdómum, en sjaldan dauðadóm- um), ferðaðist Neguib um landið og brosti á báðar hendur, eignaðist vini alstaðar, meðal verkamanna, bænda, meðlima Bræðralags Múhameðstrúar- manna (hann fór í pílagrímsför til Mekku) og jafnvel meðal gömlu stjórn- málamannanna. Hann var jafnvel far- inn að tala um frjálsar kosningar. Það var ekki samkvæmt kokkabókum Nassers og félaga hans, sem vildu að völdin héld- ust í höndum hersins, og nú hófust átökin milli Neguibs og Nassers, í fyrstu að tjaldabaki, en brátt fyrir opnum tjöldum, unz nokkrir ungir samherjar Nassers þvinguðu Neguib, sjúkan og hrjáðan, til að gefa loforð um að hann félli frá öllum ihugmyndum um lýðræði í landinu. Neguib var um sinn forseti að nafninu til, en uppfrá þessu (marz 1954) var Nasser ofursti hinn eiginlegi vald- hafi í landinu. Að vísu lagði hann fram svonefnda stjórnarskrá 1956, þar sem lýðræðislegum stofnunum er veitt augnaþjónusta og jafnvel komið á fót þjóðþingi, en þar er svo góð stjórn á atkvæðagreiðslum, að Nasser er kosinn forseti með 97% at- kvæða, en þá hlutfallstölu álitu Hitler og Stalín nokkuð sannfærandi. Áróður og ritskoðun er engu minni en í ríkjum nazista og kommúnista, og opinber gagn- rýni er óhugsandi. Þegar Kaíró-blaðið E1 Misr (Egyptaland) minnti Nasser á loforð hans um félagslegar endurbætur, var það þegar í stað bannað og átti ekki afturkvæmt. Háskólinn í Kaíró og aðrar menntastofnanir eru dauðhreinsaðar af öllum „hættulegum hugmyndum"; hlut- verk þeirra er það eitt að ala upp rétt- trúaða fylgismenn Nassers. Árið 1959 var tekin upp skyldukennsla, tvo tíma í viku, í arabískri þjóðernisstefnu, á svipaðan 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.