Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 58
deilt með hvaða hætti þessi aðstoð skuli í té látin, hvaða ríkjum hún skuli veitt og með hvaða skilyrðum. Hér er t. d. um það að ræða hvort þessu fé skuli varið til heilbrigðismála, menntamála eða til uppbyggingar iðnaðar. Fjárfesting og at- vinnurekstur sænskra fyrirtækja í þró- unarlöndum hefur þótt gefast misjafn- lega og deilt hefur verið fast á sum þeirra fyrir afskipti þeirra af innan- landsmálum. Einkum hafa þau verið ásökuð fyrir fjandskap við lífskjara- Yngve Holmberg. Sven Wedén. baráttu alþýðunnar. Og í þessu máli skilur á milli borgaraflokkanna þriggja annars vegar og sósíalísku flokkanna tveggja hins vegar. Loks eru varnarmálin nátengd utanrík- ismálum og afstaðan til þeirra er mjög misjöfn eftir flokkum. Að vísu munu allir flokkarnir sammála um að standa utan við öll hernaðarbandalög, en hins veg- ar er mikill ágreiningur um fjárútlát til hervarna landsins. Má segja að afstaðan fari blátt áfram eftir stöðu flokkanna, þannig að Hægriflokkurinn vilji verja mestu til varnarmála og síðan fari fjár- hæðirnar minnkandi eftir því sem lengra dregur til vinstri. Hér ber því talsvert á milli borgaraflokkanna og jafnaðar- manna. Einnig hér má segja að jafn- aðarmenn standi nær óskum unga fólks- ins, þvi allmikil andúð er rikjandi með- al ungs fólks í Svíþjóð á hvers konar hernaði. Er þess skemmst að minnast að nýlega hafa verið stofnuð samtök þeirra er neita að gegna herþjónustu, ekki aðeins til að gæta hagsmuna þeirra er þegar hafa neitað herkvaðningu held- ur einnig til að vinna þeirri skoðun auk- ið fylgi meðal þjóðarinnar. Af innanlandsmálum ber hæst hús- næðismál, atvinnumál og efnahagsmál. Húsnæðismál hafa um langt skeið verið helzta vandamál sænskra stjórnmála. Að vísu er enginn ágreiningur um það milli stjórnmálaflokka að byggja þurfi mikið af hentugu og ódýru húsnæði fyrir al- menning, en hins vegar hafa borgara- flokkarnir haldið því fram að þeir geti lyft því grettistaki í húsnæðismálunum er þeir telja jafnaðarmenn hafa van- rækt. Stjórnin telur sig hins vegar hafa unnið vel að þessum málum og bendir á að aldrei hafi verið byggt neitt svipað því sem nú er gert. Staðreynd er það þó að mikið af hinu nýbyggða húsnæði stendur htt notað vegna þess að fólk tel- ur sig ekki hafa efni á að búa í því. Þeirrar skýringar er ef til vill þörf hér að yfirgnæfandi meirihluti Svía býr í leiguhúsnæði og gerir hvergi nærri sömu kröfur til húsnæðis og íslendingar. Hér við bætist að ekki er hægt að kaupa eina ibúð í fjölbýlishúsi eða raðhúsasam- steypu, en hins vegar er hægt að ger- ast meðlimur í samvinnufélagi sem á þá gjarnan allmargar ibúöir. Mér er ekki ljóst hvaða þýðingu þetta mál kann að hafa i kosningunum í haust, en það er mjög til umræðu í kosningabaráttunni. Atvinnumál hafa verið meir á döf- inni undanfarin tvö ár en áður og liggja einkum til þess tvær ástæður sem þó eru skyldar. Sænsk iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki hafa lagt ofurkapp á að tileinka sér vaxandi sjálfvirkni og vinnuhagræðingu til að standa betur að vigi i siharðnandi samkeppni. Þetta hefur haft í för með sér upp- sagnir starfsfólks sem oft á tíðum hef- ur átt erfitt með að fá sér nýja atvinnu. Þá er það einnig afleiðing harðnandi samkeppni að þau fyrirtæki er undir verða eru lögð niður og stórir hópar manna verða atvinnulausir. Harðast bitnar þetta vandamál á þeim hluta starfsfólksins sem komið er af léttasta skeiði enda á það erfiðara með að afla sér nýrrar atvinnu. Af þessu hafa spunn- izt tvenns konar deilumál milli flokka. Annars vegar hvernig tryggja megi launafólki næga atvinnu, og samfara því er nauðsynlegt að taka tillit til inn- flutts vinnuafls er safnazt hefur til Sví- þjóðar úr mörgum löndum, einkum sunn- an úr álfu, frá Júgóslavíu og Grikklandi. Þetta fólk er nú litið heldur óhýru auga af atvinnulitlum Svíum. Hins vegar er spurningin um ábyrgð fyrirtækja gagn- vart starfsfólki er sumt hefur ef til vill starfað hálfa ævina fyrir sömu aðila. Hefur slíkt fyrirtæki móralskan rétt til að fleygja þessu fólki út á gaddinn á miðjum aldri, eða á starfsfólkið rétt á aðild að stjórn fyrirtækja? Og ef starfs- fólkið fær slíka aðstöðu, er þá hætt við að það sniðgangi hagsmuni fyrirtækisins vegna eigin þarfa? Þessi mál hafa verið ofarlega á baugi í umræðum í allan vet- ur og sýnist sitt bverjum. Deilur um efnahagsmál hafa einkum snúizt um það hversu mikil afskipti rik- isvaldið skuli hafa af þróun efnahags- mála og stjórn lánamarkaðs og fjár- festingar. Fyrir tæpum tveimur árum stofnaði ríkisstjórnin nýjan banka er heitir Investeringsbanken og kalla mætti fjárfestingarbanka á íslenzku. Þetta var gert vegna þess að þrengzt hafði á lána- markaðinum og fyrirtæki þóttu fjárfesta of mikið. Var þá lagt 25% fjárfesting- argjald á allar „óæskilegar' bygginga- framkvæmdir um gervallt landið. Stjórn- inni þótti þetta gefa góða raun og hyggst nú beita þessum ákvæðum til að letja eða hvetja til framkvæmda í ýms- um landshlutum eftir ástandi á vinnu- markaði. Til dæmis var þetta gjald ný- lega afnumið í allri Norður-Svíþjóð til að auka þar umsvif, enda hafði nokkuð borið á atvinnuleysi í þeim hluta lands- ins. Jafnframt hefur gjaldið orðið til að auka mjög lánamöguleika og bankar hafa að undanförnu auglýst eftir fólki til að koma og fá lánað fé, og mundi slík bankastarfsemi trúlega verða íslend- ingum nokkurt nýnæmi. Borgaraflokk- arnir telja þessi umsvif ríkisstjórnarinn- ar óeðlileg afskipti af einkarekstri og hafa snúizt hatramlega gegn fjárfest- ingarbankanum. Er trúlegt að þetta mál komi mjög við sögu í kosningabaráttunni. Hér hefur verið drepið á nokkur mál er mjög hafa verið í umræðum manna síðustu mánuðina fyrir kosningarnar, en þau réttlæta þó engan veginn fyrirsögn greinarinnar, að í haust séu kosningar óvissunnar í Svíþjóð. Það byggist í fyrsta lagi á því hvort stjórnarskipti verða í landinu og í öðru lagi á óviss- unni um það hvaða menn muni taka við forystunni að afstöðnum kosningum, og gildir þar einu máli þótt jafnaðarmenn haldi velli. Tage Erlander, sem veriö hefur forsætisráðherra í 22 ár sam- fleytt, var að vísu einróma endurkjörinn formaður á flokksþingi jafnaðarmanna nú fyrir skemmstu, en hann hefur lýst því yfir að hann muni láta af embætti forsætisráðherra í haust. Og þá vaknar 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.