Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 62
kristinni menningu fram á 20. öld, og Gyðingaofsóknir nazista voru aðeins framhald af þeim, — eins konar arfleið „vestrænnar“ kristinnar menningar. — Meðal Múslima voru Gyðingaofsóknir hins vegar mjög sjaldgæfar, enda fyrir- skipar Kóraninn umburðarlyndi í garð Gyðinga (svo og kristinna manna). Mestu ofsóknir kristinna manna hafa verið á hendur öðrum kristnum mönn- um; hver kristinn hópur hefur talið sig einan hafa öðlazt hinn eina rétta sann- leika og hafi því nokkurs konar guðlega skyldu til að útrýma þeim, sem ekki hafa öðlazt þennan eina rétta sannleika. — Trúvillinga- og galdrabrennur krist- innar menningar eiga sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Samkvæmt skilningi kristinnar trúfræði er aðeins einn vegur til frelsunar, lckasannlcikurinn er þegar fundinn við frelsunina og svartnætti ef- xns er þá horfið, og þess vegna var hver einstaklingur, sem ekki hafði sömu skoö- anir og ríkjandi voru í umhverfi hans og/eða meðal yfirvalda hans, skilyrðis- laust fordæmdur og látinn sæta ofsókn- um. Þær tiltölulega litlu ofsóknir, sem kristnin hefur orðið að sæta af hálfu annarra trúarbragða, hverfa alveg í skuggann fyrir þeim ofsóknum, sem ein tegund kristni hefur beitt aðra tegund kristni; kristnir menn hafa drepið aðra kristna menn í nafni kristninnar í stærri stíl en dæmi eru til um aðrar ofsóknir í nafni trúarbragða. Af sömu rótum er runnið, að þar sem allur sannleikur hlaut að koma í gegnum trú, fengu flest hags- munaátök milli kristinna manna á sig trúarlegan hjúp; — þannig hafa hinar svonefndu „trúarbragðastyrjaldir“ eins og 30 ára stríðið komið Austurlandabúum kynlega fyrir sjónir. Helztu einkenni kristinnar siðfræði Þannig má draga saman nokkur helztu einkenni siðfræði kristninnar um aldirn- ar: óvenjulegt umburðarleysi, fjandskap- ur við efahyggju og vísindi, góður verkn- aður hafi ekki gildi í sjálfu sér heldur skipti hugsunin að baki öllu máli og að hún verði að vera trúarleg. Þetta eru helztu einkennin, margt annað mætti telja, sem aðskilur kristna siðfræði frá siðfræði annarra trúarbragða, en allt virðist bera að sama brunni: Að kristin trúfræði er frá sjónarmiði húmanisma nútímans grimm, ólýðræðisleg og and- stæð vísindalegum hugsunarhætti. Þetta eru sameiginlegu einkennin. Mismunur mótmælenda og kaþólskra Klofningur kristinnar trúfræði í ýmsar greinar hefur einnig skapað viss ólík sið- ferðislögmál eftir ýmsum greinum kristn- innar. Þannig er kaþólsk trúfræði og siðfræði almennt ólýðræðislegri en trúfræði og siðfræði mótmælenda. Skýrast kemur þetta fram hjá rómversk-kaþólsku kirkj- unni. Sjálf er kirkjan byggð upp alger- lega ólýðræðislega, að öllu leyti með skipunum ofan frá. Jafnframt getur enginn einstaklingur „átt Guð fyrir föður nema hann eigi kirkjuna fyrir móður,“ þ. e. enginn getur öðlazt sannleikann nema með hjálp kirkjunnar. Auk þess hefur kaþólska kirkjan aldrei viljað sleppa þeim geysimikla íhlutunarrétti um málefni meðlima sinna, sem hún öðlaðist snemma á miðöldum — rétti sem kirkjur mótmælenda slepptu til rík- isins að mestu leyti í upphafi siðbótar- innar. Rómversk-kaþólska kirkjan býður meðlimum sínum allskyns hegðunarlög- mál eins og hvað á að kjósa í kosningum, um alla þætti kynlífs og siðferðis o. s. frv. Hinn almenni skilningur mótmælenda á sambandi Guðs og manna er, að þetta samband sé beint og enginn maður geti verði tengiliður meðbróður síns og Jesú, jafnvel þótt hann sé þjónn kirkj- unnar. Þetta hefur þó engan veginn þýtt að mótmælendur hafi afsalað sér íhlutunarrétti um trúarlíf og siðferðis- skoðanir annarra. Hver hinna fjölmörgu hópa mótmælenda hefur skapað sér sitt eigið ósveigjanlega trúarkerfi, sem allir meðlimir hópsins verða að fylgja. — En eigi að síður hefur kenning mótmælenda um beint samband einstaklingsins við Guð samfara ákveðinni og fastmótaðri trúfræði — tvö fyrirbæri, sem augljós- lega er erfitt að samræma — valdið mót- mælendum miklum heilabrotum og með- al annars orsakað stofnun fjölmargra trúflokka. Fáir kristnir menn hafa þorað að ganga eins langt og kvekarar í ein- staklingshyggju í trúmálum og segja að trúarlíf einstaklingsins sé algert einka- mál hans, sem enginn geti dæmt um nema Guð. Þvert á móti eru flestir mót- mælendur fljótir að úrskurða um rétt- mæti trúar meðbræðranna. En því er ekki að neita að sá fjöl- breytileiki, sem mótmælendahefðin hef- ur skapað hvað trúflokkum viðvíkur, hef- ur reynzt mjög heillavænlegur fyrir um- burðarlyndi og lýðræði. Hvernig geta t. d. Bandaríkjamenn, sem eru skiptir í þús- undir mismunandi trúflokka, komizt hjá því að umbera hver annan að vissu marki að minnsta kosti? Um leið skapar krafa kristninnar um algeran sann- leika merkilega þverstæðu innan mót- mælendahefðarinnar. Hver einstaklingur á í senn að hafa beint samband við Guð og öðlast algeran sannleika, — þetta hef- ur ekki aðeins skapað fjölmarga sértrú- arflokka, sem hver hefur sinn algera sannleika, heldur hefur nauðsynin á að hindra, að þetta ástand valdi þjóð- félagslegri upplausn, orsakað ákveðið umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu cg um leið vaxandi efasemdir. Og það má segja mótmælendakristni til hróss, að engin einræðishreyfing þessarar aldar hefur haft hana sem aðalinntak sitt; hér hefur kaþólska kristnin aðra sögu að segja. Áhrif húmanismans á kristnina. Húmanismi, sem í íslenzkri þýðingu hefur verið nefndur „mannúðarstefna“, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til vísinda; menn fóru að beita aðferðum efans til að komast að vísindalegum niðurstöðum um vandamál mannsins. Fram á 20. öld var húmanisminn í stöð- ugu stríði við gervalla kristnina. í upp- hafi voru andstæðurnar milli visinda- hyggju og kristni því miklu ljósari en nú er; — andstæðurnar milli lofsöngs- ins um efann og lofsöngsins um frels- unina frá efanum voru öllum greinilegar. Langt fram eftir 19. öldinni voru flestir vísindamenn yfirlýstir guðleysingjar. Hverju mannsbarni í kristninni var þá ljóst hvað erfðasynd var, hvað trúin á Jesúm þýddi og hvað friðþæging eða frelsun frá syndinni var. Húmanisminn snerist gegn þessu öllu og studdist þar við vísindin, sem voru í stöðugri sókn. Með aukinni menntun almennings og útbreiðslu efaihyggjunnar samfara pólitískum breytingum í lýðræðisátt, fór kristinn rétttrúnaður að komast í varn- arstöðu. í sumum löndum eins og Rúss- landi varð aldrei um samkomulag að ræða; menn skiptust milli kristins rétt- trúnaðar og guðleysis. í öðrum löndum, einkum löndum mótmælenda, fór efa- hyggjan að hafa mikil áhrif á sjálfa kristnu trúfræðina. Þessi áhrif komu viða fram, en voru þó skýrust í hinni svonefndu „frjálslyndu guðfræði". Frjálslyndu guðfræðingarnir byrjuðu með að draga hlutverk Jesú Krists sem Guðs sonar í efa og fóru í staðinn að setja hann í einhvers konar spámanns- hlutverk. Menn skyldu tilbiðja Guðs orð eins og það kom fram af munni Jesú, en ekki trúa skilyrðislaust á Jesúm sjálf- an sem son Guðs, sem sendur hefði ver- ið til að leysa menn frá erfðasyndinni. Jafnframt fór erfðasyndin að fá nýja merkingu, hún þýddi ekki lengur, að barnið í vöggunni væri fætt slæmt og yrði það unz það hefði meðtekið blessun Guðs, heldur fól hún í sér almenna þjóð- félagsgalla, sem flutzt hefðu frá einni kynslóð til annarrar. Frelsunin, friðþæg- ingin frá erfðasyndinni hvarf þess vegna sem mikilvægt atriði. Jafnframt fór tví- hyggjan að missa gildi sitt. Frjáls- lyndu guðfræðingarnir vildu leggja alla áherzlu á almætti og algæzku Guðs, Sat- an vék um set og jafnvel eilífri glötun var afneitað. Siðferðisboðskapur Nýja testamentisins var settur í staðinn fyrir trúfræði kristninnar allt frá dögum Páls postula. Gamlar tilvitnanir kirkjunnar manna breyttu um merkingu eða urðu einfaldlega merkingarlausar. Áhrif frjálslyndu guðfræðinnar urðu geysimikil og hafa raunar skapað al- gera umbyltingu í hugsunarhætti þeirra þjóða er telja sig kristnar. Á íslandi fór hún að hafa áhrif eftir 1900, og um 1930 hafði hún næstum gengið af gamal- guðfræðinni dauðri. Áhrif hennar á ís- landi eru ennþá svo víðtæk, að megin- þorri almennings telur hana „hina einu sönnu kristni.“ Gagnsókn kristinnar trúfræði Snemma á 20. öldinni hóf gamal- guðfræðin gagnsókn í ýmsum formum. Höfuðforsenda þessarar gagnsóknar lá í því, að margir ungir menn innan krist- innar kirkju hættu að finna kristnina þar eftir að frjálslynda guðfræðin hafði náð undirtökunum; þeir spurðu hvað að- 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.