Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 19
Amir marskálkur og varaforseti (t. v.) framdi sjálfsmorð eftir ófarir sex-daga-stríösins. elsher var að nálgast Súez-skurðinn. Bret- ar og Frakkar höfðu hertekið skurðinn norðanverðan, en Nasser lokaði honum með fjölda sokkinna skipa. Loftárásirn- ar á Kaíró voru stórkostlega ýktar í egypzkum blöðum og „hetjulegri vörn“ Egypta í Port Saíd lýst með viðeigandi orðum; af fáu öðru hafði Nasser að státa. En sjaldan hefur valdhafi getað fært sér jafnótvírætt í nyt fullkominn hern- aðarlegan ósigur. Almenningsálitið í heiminum og ógnun rússneskra eldflauga bjargaði honum. Eden, þreyttur og sjúk- ur, en vinsæll í heimalandinu, dró sig í hlé. Gæzlulið Sameinuðu þjóðanna kom á vettvang. Skipaskurðurinn var hreins- aður og rekinn með ágætum undir egypzkri stjórn. Árið 1959 fóru fleiri skip um hann en fyrir þjóðnýtinguna. Er- lendar eignir í Egyptalandi voru gerðar upptækar, en því var svarað með því að „frysta“ egypzk lán í Lundúnum. Rússnesk áhrif jukust til mikilla muna við austanvert Miðjarðarhaf eftir „Súez- ævintýrið“; aðgerðirnar sem áttu að steypa Nasser festu hann einungis í sessi. Eftir Súez-stríðið hélt Nasser áfrarn að leika sínar einkennilegu jafnvægis- listir. Hann og blaðakostur hans héldu áfram að ráðast harkalega á Banda- ríkjamenn á opinberum vettvangi, en hinsvegar lagði Nasser sig fram um að vera kurteis við þá að tjaldabaki. Rúss- ar voru hafnir til skýjanna og lán þeirra til Asúan-stíflunnar auglýst með stórum fyrirsögnum í öllum blöðum á sama tíma og kommúnistar í Egyptalandi og öðrum Arabalöndum fengu að kenna á fjand- skap Nassers. Hann neytti allra bragða til að steypa óvinveittum ríkisstjórnum í Arabaríkjunum. Þannig slapp Hussein konungur Jórdans naumlega með hjálp brezkra hersveita við að verða fórnar- lamb samsæris sem Nasser-sinnar efndu til 1958. í Sýrlandi átti Nasser miklu fylgi að fagna, og hinir ungu herforingj- ar sem þar sátu við völd eftir 1956 ákváðu að landið hefði meira á því að græða að sameinast Egyptalandi undir stjórn Nassers heldur en vera háð Rússum. Þess- vegna voru löndin sameinuð í eina stjórn- arfarslega heild undir nafninu Arabíska sambandslýðveldið. Þannig varð Nasser í einu vetfangi einnig æðsti maður Sýr- lands, og það kom brátt á daginn að hann var ekki tiltakanlega vinsæll ein- ræðisherra. Ein mikilvæg afleiðing sam- einingarinnar var sú, að nú réð hann landi sem hinar miklu olíuleiðslur frá írak til Miðjarðaíhafs lágu um. Strax eftir að Arabíska sambandslýð- veldið var komið á laggirnar, tóku þeir frændur Feisal konungur í írak og Hussein konungur í Jórdan, sem báðir voru menntaðir í Bretlandi og vinsam- legir Bretum, höndum saman og gerðu ríki sín að bandalagsríkjum. Saúd kon- ungur í Arabíu gekk einnig í bandalagið. Nasser hóf ákafar árásir á „svika-kóng- ana,“ sem hefðu svikið málstað Araba, og hélt því jafnvel fram að Saúd hefði gert samsæri um að ráða honum bana. Þetta var ekki óvenjulegt meðal hinna arabísku bræðra, en það sem á eftir fór var óvenjulegra. Nú stóðu tvær ríkjablakkir Araba hvor andspænis annarri, Egyptaland—Sýrland undir stjórn Nassers, írak—Jórdan— Arabía undir sameiginlegri stjórn spilltra manna. Verstur þeirra var Núrí Saíd forsætisráðherra íraks, svarinn fjandmaður Nassers og kommúnista, en ákaflega hliðhollur Bretum. Höfuðborgin Bagdad var full af vinum Rússa og að- dáendum Nassers, en samt var hið óvin- sæla „vestræna" bandalag kennt við hana, bandalag sem m. a. var stefnt gegn Nasser. Bylting hafði lengi verið í aðsigi í írak, en Núrí Saíd hafði ævin- lega getað afstýrt henni með slægð sinni, spillingu, baktjaldamakki og hörku. Sumarið 1958 var komið að suðumarki í írak og út brauzt bylting, snögg og blóðug, sem batt enda á konungdæmið. Feisal var myrtur og sömuleiðis Núrí Saíd, eftir að hann hafði komizt undan dulbúinn og falið sig — og þar með var skæðasti fjandmaður Nassers í Araba- heiminum úr sögunni. Byltingin var gerð af hernum, og eftir víðtæk ofbeldisverk múgsins, sem útvarp byltingarmanna æsti til, tók Kassem hershöfðingi við æðstu stjórn landsins. Stuðningur Nassers við Kassem sner- ist brátt uppí fjandskap, því Kassem reyndi að fara eigin leið, milli kommún- ista og Nasser-sinna. Hann var einkenni- legur og óútreiknanlegur einvaldur sem treysti einungis á þegnskap hersins og lifði þegar frá leið í stöðugum ótta um líf sitt. Kaíró-útvarpið hvatti íraka dag eftir dag til að gera uppreisn og drepa hann, og næsti kafli í blóðugri sögu íraks hófst i febrúar 1963, þegar Kassem var drepinn af fyrri félaga sínum og aðstoð- armanni, Aref ofursta. Sá fórst í flug- slysi nokkrum árum síðar, og tók þá við 1 róðir ihans sem rekinn var frá völdum nýlega. Eftir því sem efnahagsvandræði Egypta urðu erfiðari varð Nasser ljósara að gera þyrfti jákvæðar ráðstafanir. Árið 1961 hóf hann að vinna að „sósíalísku sam- vinnu-þjóðfélagi“, sem reist væri á þjóð- nýtingu, og vakti sú ráðagerð ótta með- al kaupsýslumanna og iðnrekenda. Sýr- land beið ekki boðanna, heldur studdi af heilum hug byltingu herforingja í september 1961, sem slitu landið úr tengslum við Egyptaland. Andúð á Egypt- um átti líka stóran þátt i byltingunni. Nasser bjó sig undir að skerast í leikinn, hugsaði sig um tvisvar og hætti við það. Ári síðar gengu Egyptar úr Arababanda- laginu, sem þeir réðu ekki lengur yfir, en studdu hinsvegar byltingu í Jemen, sem gerð var af fylgismönnum Nassers. Á síðustu árum hefur Nasser í ríkara mæli snúið sér að innanlandsmálum, þó hann haldi áfram að leika jafnvægis- listir sínar og hlutverk spámannsins í búðum „hlutlausra". Eftir ellefu ára und- irbúning bjóst hann til að sýna ísraelum mátt sinn og megin í þriðja sinn í byrjun júní 1967 með þeim afleiðingum sem öllum eru í fersku minni. ísraelar urðu fyrri til, gereyðilögðu nýtízkulegan flug- flota Egypta, gersigruðu herafla þeirra, tóku Sínaí-svæðið vestur að Súez-skurði og stóra parta af Jórdan og Sýrlandi. Þetta gerðist allt á einum sex dögum. Aldrei hafði Nasser beðið annan eins ósigur, enda bauðst hann til að leggja niður völd, en einnig hér gerði hann sér mat úr ósigrinum. Hann var kvaddur til að halda áfram forustuhlutverkinu af þjóð sinni, en félagar hans og samverka- menn dregnir fyrir rétt og fangelsaðir eða hengdir, þeir sem ekki sviptu sig lífi sjálfir. Nasser er farinn að tala digur- barkalega á nýjaleik og mun sennilega ekki láta af tilraunum sínum til að eyða ísrael fyrr en hann er allur, og þess get- ur orðið langt að bíða, því maðurinn er ekki nema rétt fimmtugur. Hinsvegar mundi bæði Nasser og Egyptaland græða meira á því, að hann sneri sér í alvóru að raunverulegum vandamálum þjóðar sinnar. Hann þarf að losa land sitt við lénsherrana og hina spilltu auðkýfinga, koma á sameignar- skipulagi og samvinnubúskap, auka heilsugæzlu og skólabyggingar, takmarka barneignir (1962 var byrjað á áætlun á þeim vettvangi), draga úr einræði sjálfs sín og hersins, og þá mun hann tryggja sér nafn í sögunni, þráttfyrir marga og mjög mikla ósigra á fimmtán ára valda- ferli sínum. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.