Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 47
gleymdist í Suður-Ameríku. Mér skilst að hann hafi komið með hana um borð í Kaup- mannahöfn og fengið hana skráða í messann. Mannskap- urinn gefur líka í skyn að það hafi kannski ekki verið af ein- tómri tilviljun sem kokkurinn gleymdist í Suður-Ameriku. Ætli hún hafi þá verið með í ráðum? Skipstjórinn er leynd- ardómsfullur á svipinn og hún er ung og fremur falleg og hefur dálítið tvírætt og læðu- legt augnaráð. Hún virðist harla ánægð með nýja mann- inn. Ef allt þetta er satt og engu logið þá hefur hún líka gert góða verslun. Hún er að vísu sem áður ótíndur messa- þræll á daginn, en á kvöldin situr hún í brúnni og reykir Cecil-sígarettur við hægri hönd skipstjórans og er æðsti mað- ur um borð eða svo gott sem. Það gerast ennþá ævintýrin á sj ónum. BJÓRÞORSTI Kokkurinn sem við höfum núna er með flestar tennurnar úti í öðru munnvikinu og er digur nokkuð og ákaflega barn- góður. Hann ryður sælgæti í krakkana þegar þeir stelast um borð. Krakkarnir eru komnir upp í skipið nærri því á samri stundu sem það leggst að bryggjunni. Þeir eiga helst ekki að vera að þvælast um borð, en mönnum er lítil alvara þegar þeir þykjast vera að stökkva þeim burtu. Kokkur- inn gefur aukakaffi þegar maður má upp fyrir allar ald- ir. Hann er geðfelldur skap- góður maður og fer svona hálfpartinn einförum um borð. Ég hef aldrei séð hann stíga fæti á land og hann hverfur inn í klefann sinn á kvöldin þegar hinir byrja að hvolfa í sig bjórnum. Þeir dönsku eru harðir við bjórinn. Bjórístrur vagga hér um dekkin framan á ungum mönnum. Háttvirt alþingi vill eflaust firra okkur þessum vömbum þegar það neitar okkur um áfenga bjór- inn. Það er eflaust fremur af umhyggju fyrir okkur heldur en af ótta við templarana sem þingmennirnir eru svona skeleggir. En árans þjóðin læt- ur sér ekki segjast. Menn með bjórþorsta renna upp í skip- ið í slóð krakkanna. Þeir gjóa augunum flóttalega til allra átta og leggja varirnar blíðlega að eyra manns. ,,Har du a little bit öl, ha?“ Danskan þeirra er alveg forkostuleg. Ég reyni alltaf að láta þá endurtaka spurninguna áður en ég svara þeim á íslensku. Ég reyni að láta þá endurtaka hana hvað eftir annað. Þeir eru byrjaðir að svitna á gagnaugunum og tungan er komin í hnút. „Nei, vinur. Enginn bjór. Þessari skipshöfn veitir víst ekkert af sínu.“ ÚTKJÁLKAFÓLK Það er sameiginlegt með öll- um þessum plássum að án fisksins væru þau ekki til. En væri ísland þá til án þeirra? Æði margir Reykvíkingar halda að Reykjavík sé ísland og öll dslenska þjóðin sitji höfuðbólið. Þeim eins og sést yfir hinn helminginn af mann- fólkinu sem býr inni á fjörðun- um bak við fjöllin og uppi í dölunum undir heiðabrúnun- um. Þetta er ekki af því að Reykvíkingar séu ótuktir eða óvenjumiklir þverhausar ell- egar einu sinni að gáfnafarið á strætum höfuðborgarinnar sé bágbornara en gengur og ger- ist. Það 'hjálpast bara alltsam- an að. Mennirnir sem velja okkur ölföngin sitja í Reykja- vík. Peningavaldið hefur að- setur í Reykjavík og hagfræð- ingaspekin kemur frá Reykja- vík og fjölmiðlunartækin gusa framleiðslu sinni útyfir landið útúr þægilegum bólstruðum skrifstofum í Reykjavík. Æði margir Reykvíkingar vita naumast fyrir bragðið að út- kjálkafólkið er til. Þeir sjá það hvorki né heyra fyrir dyn- inum í kringum sig. Það gleym- ist eins og Skagaströndin er gleymd. En ísland er ekki ein- ungis háhýsin sem standa upp úr Reykjavík eins og tindarnir í brotinni greiðu. ísland ligg- ur vítt og dreift um landið. Það er inni í fjarðarbotnunum og úti í slægjunum. Það er flónska að gleyma fólkinu sem vinnur þar hörðum höndum. Það ætti einhver að stugga við Reykvík- ingum. Kannski það mundi hjálpa ef Gylfi hætti nú til dæmis að opna einar tíu mál- verkasýningar á viku í Reykja- vík og skokkaði einu sinni út á land í sömu erindagerðum. Sýnum þessu fólki að við vitum af því oftar en rétt fyrir kosn- ingar. Það lætur ekki mikið yfir sér. Fiskvinnslustöðvarnar ber hátt yfir plássið og skellirn- ir í vélskipunum koma í stað- inn fyrir bílaorgið. En ísland gæti ekki lifað án fólksins sem byggir eyrarnar hér á Vest- fjörðum og svo aðrar svipað- ar eyrar allt í kringum landið. Reykjavík væri kotbær í kot- ríki. FÁTT UM SILKIHANSKA Lögregluþjónninn er alltaf fínastur þar sem við komum. Blessaður stýrimaðurinn hélt hann stæði andspænis aðmír- ál þegar hann sá fyrsta ís- lenska lögregluþjóninn. Honum fannst það líka undarlegt þegar við sögðum honum áðan að það ætti að vinna til mið- nættis. Þetta er þriðja höfnin sem við tökum í dag og það er sunnudagur. Hvílist þetta fólk þá aldrei, spurði stýri- maðurinn örvinglaður, og hvað vill það þá eiginlega með all- ar þessar kirkjur? Hann var alveg forviða. Hann er líka að leka niður af þreytu og svefn- leysi auk þess sem honum er skítkalt eins og fyrri daginn. Stakkels manden! Hann seg- ist varla hafa haft tíma til að klóra sér síðan hann kom til íslands. Og það er alveg satt hjá honum að síðan við kom- um vesturfyrir, þá höfum við ekki komið á einn einasta stað þar sem hvert einasta manns- barn hefur ekki verið að vinna. Það 'hefur verið hart á því stundum að það væri hægt að koma fiskinum um borð. Kallmennirnir eru á sjónum og það vantar fólk. Strákarnir sem eru að baksa við fiskpakk- ana í iestinni eru varla meira en fermdir. Einhver sagði mér að einhverntíma í vetur leið hefðu þeir meira að segja orðið að setja kvenfólk í lestarnar þegar fisktökuskipið birtist þegar verst stóð á. Hér uppi af bryggjunni kom ég raunar að tveimur konum sem voru að vinna uppi á vörubíl. Þær stöfluðu fiskpökkunum í net- in, sextíu pökkum á hvern bíl, hver pakki fimmtíu kíló. Ég held næstum að stýrimannin- um mínum hafi byrjað að volgna þegar ég benti honum á að konurnar hífðu þrjú tonn af fiski á hverjum bíl. Hann var að telja á bílana. Hann er ákaflega samviskusamur. Hann er líka ákaflega kurteis. Hann þakkar fyrir sig í hvert skipti sem hann skrifar upp á nóturnar. Seinna labbaði ’hann sig upp í plássið að skoða sig um. Ég sá hann stansaði fyrir framan kaupfélagið og klóraði sér í hausnum. Þegar mest er að snúast í svona plássi, þá hlýtur útlendingnum að finn- ast sem það sé ein allsherjar fiskverkunarstöð. Fólkið var að streyma úr matnum. Sumt fólk gengur berhent gegnum lífið, annað með silkihanska. Hér í plássinu gengur það hérumbil alltsaman berhent. Það var ekki einn einasti maður á göt- unni sem var ekki vinnuklædd- ur þegar fólkið var að flýta sér úr matnum. Stígvélaðar konur skálmuðu niður götuna með stígvéluðum köllum. Kon- urnar tvær sem voru að vinna á bílunum í morgun komu út úr skemmunni. Þær príluðu upp á bílinn sem stóð næst dyrun- um og settu upp vettlingana. Lyftarinn færði þeim fyrstu pakkana og þær byrjuðu að stafla. Sextíu pakkar, fimm- tíu kíló í pakkanum, þrjú tonn á bílnum. Þær voru í hvítum frystihúsajökkum sem þær höfðu hneppt upp í háls í norðangjólunni og í bláum saltstorknum vinnubuxum. Þær hefðu getað verið tvíbur- ar þangað til maður kom nær. Þá sá maður að önnur var drjúgt yngri. En tískan á ströndinni er einföld þegar nóg er að starfa. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.