Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 64
Halldór Sigurðsson: Séra Camilo Torres og Þjóðfrelsisbaráttan í Colombíu Hið hörmulega ástand í Colombíu — einu stærsta ríki í Rómönsku Ameríku, auðugu en illa nýttu — er ekkert nýmæli. Gott dæmi um það er ævi séra Camilos Torresar. — Höfundur viðaði að sér efni til þessarar greinar á ferð sinni um Colombíu á árinu 1966. Höfuðborgin Bogotá er hrá og tillitslaus borg — eða það sýn- ist ferðamönnum gjarna. Öfugt við hinar tvær aðrar stórborgir Colombíu, Cali og Medellín, virðist Bogotá enga viðkvæmni eiga til. Meðan við dvöldumst í borginni sáum við eitt sinn, er bíl- stjóri einn gerði sér til dundurs að reyna að fótbrjóta gang- andi vegfaranda. Þegar saklaus maðurinn reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér, var hann barinn í götuna. Lögregluþjónn stóð tveim metrum frá staðnum. Hann hafðist ekki að. Camilo Torres. Bogotá er höfuðborg ríkis, þarsem fásinna er löngu orðin vanabundin. Vesturevrópskur sendiráðsmaður spurði okkur, hvort við værum vopnuð, hvort við hefðum til dæmis skammbyssu; þegar við kváðum nei við, sagði sendiráðsmaðurinn: „Þá ræð ég yður til að hætta yður ekki í miðborgina eftir að fer að skyggja. Hér er enginn öruggur, jafnvel venjulegir borgarar fá þjálfun í vopnaburði. Einkum mega háttsettir menn og konur eiga von á árásum og mannránum." í þessu þjóðfélagi fæddist Camilo Torres Restrepp, og í bar- áttu gegn þessu þjóðfélagi var hann drepinn 37 árum síðar. Hann var af einni æðstu ætt í Bogotá, og virtist því eiga rólegt líf fyrir höndum. Camilo Torres kaus að verða prestur. Óvenju- legar gáfur hans gerðu framhaldsnám í Evrópu sjálfsagðan hlut. Kirkjan sendi hann til margra menntastofnana í Evrópu, til Rómar og á hinn heimsfræga háskóla í Louvain í Belgíu. Þar tók hann próf í þjóðfélagsfræðum. Þegar hann hvarf aftur til Colombíu var hann ráðinn að heimspekideild stærsta háskóla landsins. Þjóðarháskólans í Bogotá. Þar ólgaði vinstrisinnuð stúdentapólitík, og nútímalegur og sterkur persónuleiki séra Camilos hlaut að hafa góð áhrif. Brátt var hann líka skipaður prestur háskólans. Ekki fór þó allt einsog stjórnin og kirkjan höfðu hugsað sér. Camilo — kvistur af þekktum ættarmeiði í Bogotá og þarmeð siálfsagður yfirstéttarmaður — fór að halda fyrirlestra um efni einsog byggingu þjóðfélagsins, efnahagsuppbyggingu og kapítal- isma, lýðræði og marxisma. Fyrirlestrar hans á síðari árum fjölluðu um efni sem lengi hafði hvílt bannhelgi á við opinberar menntastofnanir — til dæmis sagði hann stúdentunum, að þjóðarframleiðsla Colombíu, 220 dalir á íbúa á ári, skipaði henni í röð vanþróaðra ríkja. Þarmeð var Camilo kominn inná þau svið, sem aðeins gátu leitt til eftirfarandi niðurstöðu: að núverandi þjóðfélagsskipan Colombíu er vanmáttug, þjóðfélagslega óréttlát og pólitískt úrelt. Athuganir Camilos á colombísku þjóðinni sýndu stúdentunum líka, að raunverulega voru aðeins tvær leiðir færar: annaðhvort urðu stjórnarvöldin að sjá til þess að þj óðskipulaginu yrði breytt, eða þá að aðrir hópar þjóðfélagsins urðu að gera það. Fyrri leiðin mundi hafa í för með sér, að yfirstéttin félli frá ýmsum sérréttindum sínum; það hvorki var né er nokkuð sem benti til þess. Hin leiðin yrði aðeins farin með því móti, að lægri stéttirnar kæmust til valda, annaðhvort á lýðræðislegan hátt eða með byltingu. Camilo Torres varð brátt ein vinsælasta persóna í Colombíu, og tvímælalaust sú umdeildasta. Stúdentarnir tilbáðu hann og orðrómurinn um fyrirlestra hans breiddist út. Camilo fór að halda ræður — líka utan háskólans. Þarmeð lenti hann uppá kant við háaðal kirkjunnar, átta erkibiskupa og 26 biskupa — einkum þó höfuð colombísku kirkj- unnar, erkibiskupinn af Bogotá, Luis Concha Córdova kardínála. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.