Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 23
NÝ SKREF: I. í samvinnu- málum bænda. Bændur fundu leið í sam- vinnuhugsjóninni til úrlausn- ar á margvíslegum vandamál- um sínum um síðustu aldamót og á fyrstu fjórum áratugum þessarar aldar. Síðan hefur verið kyrrstaða í þessum mál- um. Kaupfélögin hafa verið mikilvægustu stofnanir sveit- anna frá aldamótum. Tóvinn- an hvarf af heimilunum inn í verksmiðjusali Gefjunar og Álafoss. Eins fór með skógerð og klæðagerð. Mjólkursamlög- in losuðu þúsundir af heimil- um landsins við gífurlegt starf og erfiði húsmæðra og grið- kvenna við mjólkurvinnsluna, smjör-, skyr- og ostagerð. Þannig hefur verkaskipting hins iðnþróaða félagsskipulags gjörbreytt aðstöðu hins forna bændabýlis. Nú má spyrja, hvort sam- vinnuúrræðin geti ekki lengur þjónað starfsþróun sveitanna. Er ekki ennþá hægt að finna störf og erfiði á sveitaheimil- unum, sem samvinnan getur létt af á svipaðan hátt og mjclkursamlögin gerðu á sín- um tíma? Hér skal bent á nokkur at- riði, þar sem ný skref í átt til aukinnar samvinnu virðast með hægu móti geta létt af erfiðum störfum, stóraukið af- köst, bætt hag bænda og stuðl- að að lækkuðu búvöruverði vegna þeirrar hagræðingar, sem samvinnan og tæknin geta komið á. a. Samlagsfjós. Hversu mikið getur einn maður nú heyj- að yfir sumarið með skyldu- liði sínu á góðu túni? Þetta er mikilvæg spurning, því að stærð bústofns þyrfti að miðast við nýtingu lands- ins og vinnuafköst manns- ins og fjölskyldu hans yfir sumarið. Ef álitið væri, að bóndi með réttar vélasam- stæður gæti í meðalárferði framleitt sem einyrki (með fjölskylduvinnu) um 2500 hestburði heys, þá hefur hann heyfóður fyrir um það bil 70 nautgripi til ársfóðr- unar. Af þessum stofni geta verið 55—60 mjólkandi kýr. Góð stærð á samlagsfjós- um með fullkominni vél- tækni er fyrir ca. 1200 mjólkandi kýr. Tuttugu bændur gætu þá átt slíkt fjós með um 60 mjólkandi kúm hver að meðaltali. Hver bóndi hefur sína eigin fjós- álmu og eigin hlöðu, sem er staðsett út frá mjaltafjós- inu í miðju. Menn geta sjálfir ráðið fóðrun kúnna og ræktun stofnsins. Kýrnar eru allt árið í fjósinu, sem væri lausgöngufjós (rekkju- fjós) af sænskri gerð, og heyfóðraðar á hverjum degi. Útivist er ekki mikilvægt atriði fyrir kýr; þó mætti 'hafa rúmgóðar réttir til hreyfingar fyrir þær úti sumar og vetur, ef menn leggja áherzlu á það. Mjalta- og hirðingarstörf í slikum samvinnumjalta- fjósum eru ekki nema brot af því, sem á sveitaheim.il- unum gerist. Algengt er er- lendis í slíkum fjósum, að 100—120 mjólkandi kýr komi á hvern starfsmann. Samlagsfjós gætu verið góð úrræði fyrir þá, sem vilja ekki breyta um búsetu. Þeir eiga sín heimili áfram dreift í sveitunum, heyja hver sitt tún og flytja heyið Ibundið úr súgþurrkunar- 'hlöðum sínum í samlags- fjósið. Heybinding og hey- flutningar með nútíma- tækni er lítið vandamál og lítið erfiði. b. Félagsbú. Önnur leið til samstarfs um landbúnað er að stofna til stórra félags- búa, t. d. 20 manna. Starfs- form búanna er óþarft að ræða hér nánar, það eru svo mörg slík form reynd erlendis, og við íslendingar höfum mikla reynslu í fé- lags- og hlutaskiptarekstri í sjávarútvegi. Aðalvanda- málið, sem hér er um að ræða, er það, hvort sveita- fólk hafi nógu almennt nægan samvinnuþroska til að stofna til samstarfs um búrekstur. Sérvizka, öfga- kennd einstaklingshyggja eða skapbrestir munu verða örðugustu hindranir þess- ara mála, en menntun og þjálfun eiga að geta rutt þeim hindrunum úr vegi að miklu leyti. Að minnsta kosti vilja bjartsýnismenn á mannfólkið trúa því. Tuttugu fjölskyldur, sem hver býr út af fyrir sig í sinni íbúð, í fjölbýlishúsi eða aðskildum húsum eftir trú manna á manneðlið, myndu geta skipulagt verkaskiptingu og haft á einu búi að minnsta kosti 2000 nautgripi og þar af um 1600 mjólkandi kýr og ann- að heyskap á sumrin á landi, sem væri um 2000 hektarar. Þessir menn gætu sinnt öðrum búskap með, t. d. haft alifugla og svín, þvi að svona stór hópur, sem beitir fullkominni tækni og skipulagi, getur náð geysi- legum framleiðsluafköstum. c. Fóðurbætisverksmiðjur. Sam- vinnufélög bænda þurfa og munu á næstu árum taka mestalla fóðurbætisfram- leiðsluna í sínar hendur og framleiða fóðurblöndur úr 75—80% af innlendum fóð- urtegundum. Slíkar fóður- blöndur handa nautgripum og sauðfé má gera úr ca. 55% grasmjöli, 20% af inn- lendu fiskimjöli og feiti (tólg og hert lýsi), 20% af maísmjöli og 5% af fóður- söltum. Með þessu móti flytjast fóðurblöndunar- stöðvarnar upp í sveitir, þar sem meira en helmingur af blöndunum verður gras- mjöl, sem í sveitunum er framleitt. Þetta nýja skref í snmvinnu- og framleiðslu- málum sveitanna er hið mikilvæg-asta. Við myndum spara 200—300 milljónir kr. af gjaldeyri, og flytjum svo þessa verðmætasköpun upp í sveitir landsins. Hvaðan á að taka fé í þetta? má spyrja. Ég bendi enn á sjóðinn, sem fer til bragðbætis með kjötinu okkar, ca. 250 árs- milljónir. Tíundi hluti þess- arar upphæðar í nokkur ár mundi lyfta Grettistaki í gras- mjölsframleiðslumálum. Lengi hefur það verið þannig í Sviss og Hollandi, að engin fram- kvæmd í sveitum er þar styrkt meira en byggingar á gras- mjölsverksmiðjum. Þær eiga þó hvergi eins mikinn rétt á sér og hér á landi, því landi þar sem grasið er nærfellt eina undirstaða landbúnaðar. Kjarnfóður handa fénaði í ár er það brauðkorn, sem ekki var keypt til manneldis í fyrra. Mjög er sennilegt, að næstu áratugi verði nóg af slíku kjarnfóðri á heimsmarkaðin- um. Hins vegar mun einhvern tíma á næstu öld koma að því vegna væntanlegrar fjölgunar mannkynsins, að þetta kjarn- Tilraunareitir á Hvanneyri. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.