Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 13
MEN
SEM SETTU SVIP
ÁOl HA
GAMAL ABDEL
NASSER
Egyptaland var ein helzta vagga sið-
menningar í heiminum. Þar og í dölum
Tígris, Evfrates, Indus og stórfljótanna í
Kína urðu til fyrstu akuryrkjusamfélögin
og fyrstu horgir. Þar var stafrófið fundið
upp ásamt stærðfræði, landafræði og
stjörnufræði. Þar átti upptök sín ýmis-
konar verkmenning sem síðar var tekin
upn og endurbætt á Krít, í Fönikíu,
Grikklandi, Róm og hinum vestræna
heimi.
Mikilvægi Egyptalands á liðnum öld-
um var ekki sízt fólgið í því, að landið
var tengiliður milli Asíu og Afríku, og að
yfir það lá stytzti landvegur milli Mið-
jarðarhafs og Rauðahafs. Handan Mið-
.iarðarhafs lá Evrópa; handan Rauðahafs
lá Asía. Egyptaland var þannig á kross-
götum þriggja heimsálfna.
Þetta varð þess valdandi að ótaldir
landvinningaherir lögðu þangað leið sína.
Alexander mikli kom þar og reisti
Alexandríu. Rómverjar höfðu landið að
kornforðabúri. Býzansmenn lögðu það
undir sig. Ómar kaiífi og Arabar komu
bangað á sjöundu öld, sneru meirihluta
landsmanna til Múhameðstrúar (þó þeir
létu koptísku kirkjuna afskiptalausa) og
gerðu arabísku að opinberu máli. Síðan
komu Tyrkir og stjómuðu landinu fyrir
milligöngu Mamelúka (sem upprunalega
voru þrælar frá Kákasus). Napóleon sigr-
aði heri Mamelúka í skugga pýramíd-
anna, en týndi flota sínum í átökum við
Nelson í Abúkír-flóa. Þá kom albanski
ævintýramaðurinn Múhameð Alí sem
endanlega gerði útaf við Mamelúka með
því að bjóða 400 fyrirmönnum þeirra til
hádegisverðar og slátra þeim öllum áður
en máltíð var lokið; hann kom sér upp
öflugu ríki og her sem ógnaði jafnvei
soldáninum í Konstantínópel. Loks komu
Bretar og drottnuðu yfir landinu þrjá
aldarfjórðunga.
í öllum þessum umskiptum var tvennt
sem ekki breyttist: Nílarfljót, sem leið
fram í mjóum farvegi milli tveggja eyði-
marka og færði landinu frjósaman jarð-
veg, og egypzki bóndinn, fellah, sem
stritaði í steikjandi sólskini og harkaði
af sér hrollkaldar nætur, alinn til undir-
gefni og nægjusemi í fimm þúsund ár.
Hin sérstaka aðstaða Egyptalands í
heimi samtímans, og þá einkanlega í
Arabaheiminum, á að verulegu leyti ræt-
ur að rekja til þess að landið liggur mið-
svæðis svipað og Róm í heimi fornaldar-
innar. Kaíró er ekki nándarnærri eins
arabísk borg og t. d. Damaskus, Bagdad,
Fez eða Marrakesj, en raust hennar
nær til stranda Atlantshafs í Marokkó,
til Aden í suðri og Bagdad í austri. Kaíró
liggur á mörkum Afríku og Asíu; er slík-
ur staður ekki tilvalinn til að sameina
hrjáðar þjóðir Asíu og Afríku í barátt-
unni fyrir betri kjörum? Eru Egyptar —
hinir eilífu þrælar — ekki bezt til þess
fallnir allra þjóða að vera tákn hinna
snauðu í átökunum við hina eilífu arð-
ræningja? Og er Nasser ekki tilvalinn
foringi, runninn beint úr jarðvegi bónd-
ans?
í rauninni eru Egyptar ekki fremur
Arabar en Skotar eru Englendingar. Hin-
ir raunverulegu Arabar voru eyðimerkur-
búar, hirðingjar og Semítar einsog Gyð-
ingar, Föníkar og Assýrar. Egyptar höfðu
hinsvegar verið akuryrkjuþjóð í þrjú
til fjögur þúsund ár, þegar Ómar réðst á
þá yfir Sínaí-eyðimörkina, og voru enn
þeldökkir Afríkumenn þráttfyrir blóð-
blöndun margra árþúsunda. Þeir bera
enn svip feðra sinna á veggmyndum
pýramídanna, og er t. d. ekki ófróð-
legt að bera saman vangasvip Nassers og
hermanna Hatsepsútar drottningar á
veggmyndunum. En sameiginleg tunga
og trúarbrögð hafa vakið einingartilfinn-
ingu meðal Araba, sem yfirskyggir hinn
margháttaða og djúpstæða mismun
9