Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 17
Hussein konungur i Jórdan og Nasser undirrituöu varnarsáttmála í maí 1967, endaþótt Nasser hefði þrásinnis reynt að koma Hussein fyrir kattarnef. Nasser er löngu búinn að tileinka sér hið al- þjóðlega filmbros. hátt og stúdentar austan járntjalds verða að sækja námskeið í fræðum Marx. Hið öfgafengna Bræðralag Múhameðs- trúarmanna, sem Neguib hafði daðrað við, var ofsótt, einkanlega eftir bana- tilræði við Nasser í október 1954. Þeir sem neituðu að leysa upp samtökin eða halda sér á mottunni voru fangelsaðir, pyndað- ir og barðir; margir voru hengdir. Sam- band Nassers við kommúnista var flókn- ara. Hann notaði þá í baráttunni við Breta og heimsvaldastefnuna í Asíu og Afríku. Margar ráðstafanir hans, t. d. vopnakaup í Sovétríkjunum og Tékkó- slóvakíu, innflutningur á rússneskum tæknifræðingum og hagnýting rússneskr- ar efnahagsaðstoðar, glöddu kommúnista og gerðu Nasser háðan Rússum. En þrátt- fyrir hástemmt lof egypzkra kommún- ista um Nasser hélt hann fjölda þeirra í fangelsi. Skýringin er ofureinföld: Nass- er var Egypti og einvaldur. Nasser var Egyptaland og Egyptaland var Nasser. Meðan kommúnistar þjónuðu markmið- um hans voru þeir umbornir, en um kommúnista sem tóku við fyrirmælum frá Moskvu eða Peking gegndi öðru máli. Þannig gat Nasser lofað Krústsjov fyrir aðstoð í átökunum við Breta, en formælt honum þegar kommúnistar í írak ónýttu tilraun hans til að stækka arabíska „heimsveldið" árið 1959. Þess er enn að gæta, að kommúnisminn í Egyptalandi átti fyrst og fremst ítök meðal efnaðra menntamanna og skóla- æskunnar. Almúgafólk vissi naumast um hann. Lýðveldi Nassers var hernaðarveldi. Völdin voru öll í höndum 12 manna her- foringjaklíku, þar sem vilji Nassers var óskráð lög. Allt ríkið var undirgefið hern- um einsog í Prússlandi Bismarcks. Land- eigandinn, kaupsýslumaðurinn, verk- smiðjueigandinn, pasjann fengu að vita að þeir hefðu nýja húsbændur úr lægri stéttunum; ofurstarnir neituðu að deila völdum með öðrum. Þetta merkti ekki að milljónamæring- ar hættu að vera milljónamæringar. Munurinn á ríkum og fátækum hélzt í stórum dráttum óbreyttur og eymdin var óskapleg. Kannski var spillingin heldur minni en áður — eða a. m. k. betur dulbúin, en vandi fátæktarinnar var óleystur. Hvergi í heiminum voru of- fjölgun fólks, vannæring og sjúkdóm- ar annað eins vandamál og í Egypta- landi. Meðalaldur var innanvið 30 ár og þó fjölgaði þjóðinni um einn mann á mínútu. 25 milljónir Egypta drógu fram lífið á hinni örmjóu landræmu milli eyði- markanna, sem nam 3% af öllu landinu. Þeir neyttu kjöts í hæsta lagi tvisvar í mánuði. A. m. k. fjórir af hverjum fimm Egyptum þjáðust af bilharzia, bráðsmit- andi sjúkdómi sem berst með sníkjudýr- um úr daunillu síkjavatninu til iðra og blöðru og síðan þaðan aftur til síkjanna. Yfir hálf milljón manna var blind. Á hrísgrjónasvæðinu þjáðust 90% íbúanna af malaríu. Maður var kominn á fall- anda fót eftir 21 árs aldur. Pjórir af hverjum fimm karlmönnum voru óhæf- ir til herþjónustu. 95% bændastéttarinn- ar voru ólæs. Konan var enn eign eig- inmannsins, þráttfyrir máttlitla við- leitni við að bæta kjör kvenna, m. a. með því að veita þeim kosningarétt. Karl- menn gátu skilið við eiginkonur sínar fyrirhafnarlaust, þannig að algengt var að tvítug stúlka væri tvígift og fjögra barna móðir. Á tímum Napóleons voru Egyptar tvær og hálf milljón talsins, 1914 voru þeir tólf og hálf milljón, 1940 voru þeir 17 milljónir, og nú eru þeir kringum 35 milljónir. Stjórn Nassers gerði harla lítið til að ráða framúr hinum geigvænlegu inn- anlandsvandamálum. Hún gerði að vísu stórátak til að tryggja hreinna drykkjar- vatn, hún takmarkaði landeignir við 200 ekra hámark, hún kom á fót fyrir- myndarbúum og nokkrum samyrkjubú- um, og hún hratt af stað framkvæmdum við hina miklu Asúan-stíflu. En ástand- ið krafðist efnahagslegrar, félagslegrar og sennilega líka trúarlegrar byltingar, sem ofurstarnir treystu sér ekki til að framkvæma. í stað þess var lögð megin- áherzla á að vekja þjóðarmetnað Egypta með öflugri útþenslustefnu, fordæmingu á Bretum og Bandaríkjamönnum og lát- lausum áróðri fyrir Nasser og heimssögu- legu hlutverki hans. Fyrsta skrefið var að tryggja brott- för Breta frá Súez-skurðinum. Byltingin 1952 hafði bundið enda á samningsvið- ræður, en þær voru brátt teknar upp að nýju. Egyptar voru mjög harðir í þeim viðræðum og ógnuðu m. a. með skæru- hernaði. Tvö mál voru einkum á dagskrá, brottflutningur herliðs frá Súez-skurði og framtíðarstaða Súdans. Þetta víðáttu- mikla land, að nokkru byggt Aröbum, hafði fyrr á tímum verið undir egypzk- um yfirráðum, en í rúma hálfa öld höfðu Bretar farið þar með stjórn — að nafni til í samvinnu við Egypta. Nasser vildi fyrir hvern mun ná haldi á Súdan, bæði vegna þess að landið gat stjórnað vatns- magni Nílar og ekki síður af sögulegum ástæðum og vegna metnaðar og valda- fíknar. Brezka stjórnin undir forustu Churchills og Edens lét undan í Súez- málinu, en varð ekki hnikað varðandi Súdan. Hún var reiðubúin til að veita Súdönum, þó þeir væru mjög skammt á veg komnir, sjálfstjórn og rétt til að ákveða eigin framtíð — en hún vildi ekki selja land sem að mestu var byggt óarabískri þjóð, andvígri Egyptum, í hendur Nassers. Hér varð hann að láta í minni pokann. Þráttfyrir mútugjafir, baktjaldamakk og velskipulagðar áróðurs- ferðir ýmissa ráðherra Nassers, hélt hið nýfrjálsa ríki fast við aðskilnað frá Egyptalandi (1954). Brezku hersveitirnar tóku að yfirgefa Súez-svæðið sem þær höfðu haft á valdi sínu síðan 1882. Þó segja mætti að her- stöðin lægi opin fyrir kjarnorkuárásum og að henni væri vafasamur hagnaður í styrjöld, leit heimurinn á brottflutning hersins sem enn eitt dæmi þess að brezka Ijóninu væri að hnigna. Þannig litu Egyptar og öll Arabaríkin á málin, og sömuleiðis ísrael sem sá framá versn- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.