Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 65
Colombíska kirkjan er ekki að ósekju talin í nánum tengslum við hina spænsku. Sé háaðall spænsku kirkjunnar talinn íhalds- samastur innan Rómarkirkjunnar, þá er háaðall colombísku kirkjunnar líka sízt framfarasinnaður í Rómönsku Ameríku. í aldargamalli deilu hinna tveggja stóru stjórnmálaflokka hefur kirkjan ætíð fylgt íhaldsflokknum. í samræmi við konkordat við Vatíkanið — sá samningur hefur gilt síðan 1887 — skuldbatt ríkið sig meðal annars til að veita kirkjunni leyfi til ritskoðunar á námsbókum, þrátt fyrir stjórn- arskrárbundið trúfrelsi. Kirkjan, sem á vissu tímaskeiði snerist öndverð við hverskonar æðri menntun, drottnar yfir skólakerf- inu, einkum á miðskólastigi og í háskólum. Kirkjumál hafa gegnt miklu hlutverki í stjórnmálaþróun Colombíu. Hinn kunni hefðarklerkur Germán Guzmán, sem kennir félagsfræði við Vísindastofnunina, segir ferðamönnum óhikað, að „kirkjan hafi oft og tíðum ýtt undir stjórnmálaofstæki fremur en trúhneigð.“ í borgarastyrjöldinni 1948—57 tóku prestar oft þátt í þeim athöfnum, er frjálshuga bændur voru látnir kyssa krossinn með byssuhlaup við ennið og sverja íhaldsflokknum trúnaðar- eið. Kirkjan hefur vakið á sér alþjóðaathygli með því að gera opinberar gífurlegar ofsóknir á hendur þeim 100.000 mótmæl- endum, sem í landinu eru, og það er meira en gerzt hefur með öðrum þjóðum heims. Samkvæmt fullyrðingum leiðtoga mótmælenda er talið, að alls hafi verið myrtir 114 prestar ann- arra trúflokka en kaþólskra. Nýlega fékkst eftirminnileg sönnun þess, að önnur Vatíkan- ráðstefnan, sem lauk i desember 1966, hefur ekki haft nein veru- leg áhrif á colombísku kirkjuna, því að Concha kardínáli bann- aði frekari útgáfu hins 107 ára gamla blaðs E1 Catolicismo — og hefur það þó ekki gert sig bert að frjálslyndi. Ástæðan var sú, að E1 Catolicismo 'hafði lýst fylgi sínu við sameiginlegan bænafund, þar sem þátt tækju einn kaþólskur prestur, einn biskup frá ensku biskupakirkjunni og einn gyðinglegur rabbíni. Þetta skref hins 75 ára gamla kardínála er enn eitt teikn um sídýpkandi gjá milli háveidis kirkjunnar og sumra hinna ungu presta. í nóvember 1966 sendu 100 ungir prestar athyglisvert mótmælabréf til kardínálans, þarsem þeir mótmœltu þeirri afturhaldsstefnu sem sífellt setur svip sinn á stjórn colombísku kirkjunnar, afturhaldsstefnu sem gert hefur Concha kardínála frægan um gjörvalla Rómönsku Ameríku sem tryggasta forsvars- mann gömlu yfirstéttarstjórnarinnar. Camho Torres varð fyrsti fulltrúi — og fyrsta fórnarlamb — andstæðunnar milli háklerkavaldsins og hinna ungu presta. Kardínálinn bannaði prestinum unga að beita sér á pólitískum vettvangi, einsog hann kallaði það, og verður það að kallast ein- kennilegt með tilliti til hins mikla pólitíska hlutverks sem kirkjan hefur gegnt framað þessu. Vinir Camilos vísuðu til andkommúnískra hirðisbréfa kardínálans og margendurtekinna hvatninga hans til manna um að kjósa íhaldsflokkinn. Forn erfðavenja innan kaþólsku kirkjunnar — allt frá því er Tómas af Aquinu var á dögum — heimilar kaþólikkum að beita sér gegn óréttlátu ríkisvaldi, og tilraunir Concíha kardínála til að múlbinda ungan prest, sem sýndi áhuga á þjóðfélags- og stjórnmálum, vöktu óskipta athygli meðal kaþólskra. Árið 1965 sendi Páll páfi 6. persónulegan erindismann sinn til Colombíu til að reyna að komast fyrir, hvað eiginlega væri á seyði. Um sama leyti var annar colombískur prestur, pater Martín Amaya, sviptur kjóli og kalli fyrir að lýsa sig fylgjandi getnaðarvörnum og afneita tilvist helvítis. Þessu lauk með því að séra Camilo Torres bað um lausn frá prestskap. Kardínálinn veitti lausnina þegar. Það var í júlí 1965. Hafi Camilo ekki verið virkur þátttakandi í stjórnmálum fyrr, varð hann það nú. Hann tók strax til við að skipuleggja Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Bogota 14. júní 1953 nokkrum klukkustundum eftir að Gustavo Rojas Pinilla hershöfðingi hafði hrifsað til sín völdin án blóðsúthellinga. Forsetahöllin er til hœgri á miðri myndinni og á svölunum eru hinn nýi einrœðisherra og samsœrismenn hans. Rojas Pinilla gerðist leiðtogi öfgaaflanna til hœgri eftir að honum var steypt af stóli. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.