Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 18
Einn af hershöfðingjum Egypta tekinn til fanga af ísraelum í sex-daga-stríðinu í júní 1967.
andi samskipti við Egypta eftir að brezki
skjöldurinn var horfinn. í Bretlandi voru
íhaldsmenn lengst til hægri ákaflega
reiðir og létu ekki af að ásaka Eden
(og að nokkru Churchill) fyrir undan-
látssemina, og áttu þessir menn veru-
legan þátt í hinni hrapallegu tilraun
1956 til að vinna aftur með ofbeldi það
sem hafði verið látið af hendi með
samningum.
Nasser jók vinsældir sínar margfald-
lega með því að fá brezku hersveitirnar
fluttar frá Súez-skurði til Kýpur og víð-
ar. Milljónir Araba litu á hann sem
frelsara. Egypzka útvarpið og dagblöðin
réðu sér ekki fyrir fögnuði og fluttu
fréttir þar sem saman fór kæti, illgirni,
skáldlegt hugarflug og ónákvæmni.
Kaíró-útvarpið náði til allra borga og
þorpa í Egyptalandi, en einnig til Sýr-
lands, Jórdans (þar sem Hussein kon-
ungur var vinsamlegur Bretum), yfir
Rauðahaf til Saúdi-Arabíu, Jemens,
Adens, til brezku olíusvæðanna í Kuwaít
og Bahrein, til fraks, til Alsírs þar sem
íbúarnir áttu í blóðugu írelsisstríði við
Frakka. Nú var einungis eftir að vinna
bug á ísrael, og þá mundi heimsveldi
Nassers kannski geta náð frá landamær-
um Persíu til stranda Marokkós. Nasser
var orðinn allt annar maður en hann
hafði verið á skólaárunum og fyrstu ár-
um herþjónustunnar. Hávaxinn og þrek-
byggður, mælskur og síbrosandi, ímynd
hins „sterka manns“. Hann lærði
snemma list lýðskrumarans, hafði i
frammi leikaratilburði þegar með þurfti
og átti til að æsa sig og áheyrendur upp-
í hálfgert æði. Þó bjó hann yfir drengja-
legum persónutöfrum og hljóðlátri sann-
girni í einkasamtölum. „Það sem mér
geðjast að hjá þessum unga manni er,
að hann er jafnan reiðubúinn að læra“,
sagði Nehru um hann. Árið 1955 var
hann sannarlega búinn að tileinka sér
margt: hvenær hann ætti að æpa og
hvenær að þegja; hvenær hann ætti að
vera blíður og hvenær að bíta; hvernig
hann ætti að bregðast við manngrúa og
fjandmönnum, fréttamönnum og erlend-
um erindrekum. Adlai Stevenson, sem var
glöggskyggn maður, lýsti Nasser svo, að
hann væri „sterkasti persónuleiki sinnar
kynslóðar; aðeins smáríkin bera gæfu til
að eignast þessa merkilegu valdamenn."
Bandaríkj amenn, sem æ síðan 1776
hafa verið á verði gegn brezkri heims-
valdastefnu, litu Nasser vinsamlegum
augum. Þegar John Foster Dulles utan-
ríkisráðherra kom til Kaíró og færði
Nasser, sem Ijómaði af ánægju, silfur-
búna byssu, var sennilega lögð dýpri
merking í það en ætlazt hafði verið til,
en þetta var ákaflega klaufalegt uppá-
tæki, ekki sízt með tilliti til seinni hegð-
unar utanríkisráðherrans. Framtil 1956
var stefna Bandaríkjanna bæði óábyrg
og ruglingsleg, og átti ríkan þátt í hin-
um dapurlegu viðburðum haustið 1956.
Frá upphafi höfðu bandarísk stjórn-
völd verið vinsamleg Nasser í von um
að fá hann til að taka þátt í and-sovézku
bandalagi ríkja í Miðausturlöndum. En í
Kaíró er hlutleysi trúaratriði, og Nasser
ætlaði alls ekki að ganga í lið með Vest-
urveldunum. Hann vildi bara fá vopn.
Hann fékk nokkurt magn þeirra, en
áhrifamikil öfl Gyðinga í Bandaríkj-
unum komu því til leiðar að stöðvaðar
voru sendingar á vopnum, sem kynni að
verða beitt gegn ísrael. Þá sneri Nasser
sér að Rússum.
í annan stað var ætlunin að bandarískt
fjármagn stæði að hinum miklu fram-
kvæmdum við Asúan-stífluna, sem
mundu kosta a. m. k. 1300 milljónir
dollara og umskapa egypzkan landbúnað.
Fátt gerðist þartil rússneski ráðherrann
Sépílov heimsótti Egyptaland og stakk
uppá sovézkri tækniaðstoð og fjármagni.
Bandaríkin hækkuðu sitt boð. Árið 1955
sótti Nasser Bandung-ráðstefnuna, hitti
Nehru að máli, viðurkenndi opinberlega
Peking-stjórnina og fór hörðum orð-
um um Bagdad-sáttmálann, sem var
túlkaður þannig í Kaíró, að stjórnin í
írak, sem var vinsamleg Bretum, væri
að reyna að ræna forustuhlutverkinu í
Arabaheiminum frá Nasser. Viðurkenn-
ingin á Kína særði Bandaríkjamenn sér-
staklega, og skyndilega afturkallaði
stjórn þeirra Eisenhowers og Dullesar
loforð sín um fjármagn til Asúan-stífl-
unnar. Það þvingaði Nasser til þeirra
róttæku ráðstafana að þjóðnýta Súez-
skurðinn.
Einsog Nehru og Tito var Nasser „hlut-
laus“ í átökum Austurs og Vesturs, en
ólíkt þeim var hann tækifærissinni, sem
hallaði sér að öðrum aðilanum til að
tryggja sér hlunnindi hjá hinum og
sneri síðan við blaðinu. Óttinn við
egypzkan kommúnisma var notaður til
að fá stuðning, tæki og jafnvel vopn frá
Bandaríkjunum. Svo þegar Bandaríkja-
menn hikuðu, sneri hann sér til Rússa
sem sendu honum vopn og aðstoð í stór-
um stíl.
Einsog fyrr segir, reiddist Nasser fram-
komu Bandaríkjamanna í sambandi við
Asúan-stífluna, og 26. júlí 1956 lýsti hann
yfir þjóðnýtingu Súez-skurðarins, sem
hafði um áttatíu ára skeið verið í hönd-
um alþjóðlegs fyrirtækis með miðstöð
í París. Þessi ráðstöfun var strax for-
dæmd af Eden, Gaitskell leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar, Frökkum og öðrum not-
endum skipaskurðarins. í byrjun ágúst
fóru bæði Bretar og Frakkar að gera
hernaðarlegar „varúðarráðstafanir“.
Gerðir Nassers, sem voru fullkomlega lög-
legar, voru studdar af kommúnistaríkj -
unum og af langflestum ríkjum Asíu og
Afríku, sem sáu hann í gervi Davíðs að
berjast við Golíat heimsvaldastefnunn-
ar. Sameinuðu þjóðirnar ræddu málið
og Bandaríkin stóðu álengdar, en Bret-
ar, Frakkar og ísraelar bjuggust til
átaka. Viðsjár voru miklar um þessar
mundir milli ísraela annarsvegar og
Jórdana og íraka hinsvegar, svo það
vakti litla undrun þegar ísraelsher var
kvaddur til vopna, en athygli heimsins
beindist fyrst og fremst að hinum þjóð-
legu byltingum í Póllandi og Ungverja-
landi, sem lauk með svo hörmulegum
hætti. Bretar og Frakkar söfnuðu saman
landher, flugher og flota í Norður-Afriku,
Möltu og Kýpur.
Skyndilega sögðu ísraelar Egyptum
stríð á hendur 29. október 1956 og auð-
mýktu egypzka herinn eftirminnilega í
annað sinn á einum áratug — endaþótt
hann væri orðinn talsvert öflugur, því
hann hafði fengið mikið magn af skrið-
drekum og öðrum vopnabúnaði frá Sovét-
ríkjunum og Tékkóslóvakíu á árunum
1955 og 1956. í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna komu Bretar og Frakkar öllum
á óvart með því að beita neitunarvaldi
gegn ályktun sem skipaði ísrael að draga
her sinn til baka. Bretar og Frakkar
hófu loftárásir á Egyptaland, en það leið
heil, löng vika áður en þeir sendu fall-
hlífahermenn á vettvang til að ná á
sitt vald mikilvægustu stöðum í og
kringum Port Saíd. Þá hafði Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna þegar fordæmt
athæfi þríveldanna með 64 atkvæðum
gegn 5 (Ástralía og Nýja Sjáland studdu
þríveldin). Bandaríkjamenn voru hissa
og Rússar ævareiðir, hótuðu jafnvel eld-
flaugaárásum á Lundúni og París. Nehru
fordæmdi árásina, en neitaði að for-
dæma þjóðarmorðið í Ungverjalandi
vegna skorts á „fullkomnum upplýsing-
um“. í Kaíró ríkti uppgjöf, sjálfsvorkunn,
gremja og getuleysi — en furðulítið var
um ofbeldisaðgerðir gegn útlendingum.
Egypzki herinn var að miklu leyti bak
við gaddavírsgirðingar ísraela, og Xsra-
14