Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 55
Fasistastjórnin við herœfingar NATO á Krít; frá vinstri: Pattakos, Papadópúlos forsœtisráð- herra, Zóitakis ríkisstjóri, Stone hershöfðingi hjá NATO, Angelis yfirmaður gríska herforingja- ráðsins og Rivero flotaforingi hjá NATO. ur um, að Frederika lét myrða Lambrak- is, og ef svipað á eftir að henda mig, er það trúa min, að Frederika muni eiga sökina.“ Josmas sagði í réttinum, þegar hann var að verja gerðir sínar í stríð- inu: „Ef við hefðum ekki barizt gegn kommúnistum, væruð þið ekki staddir hér nú.“ Delaportas, hinn opinberi ákærandi, sagði í ávarpi sínu til kviðdómenda um starfsemi þeirra, sem studdu nazista í stríðinu: „Kommúnistar voru ekki óvin- ir okkar. Við biðum óþolinmóð eftir nýj- um fréttum frá Stalingrad. Ég veit ekki hvaða illþýði það var sem blés í glæðurn- ar á ný, eftir að öldur tilfinninganna hafði lægt“. Og í lokaorðum sínum til kviðdómsins sagði Delaportas: „Sýnið með dómi ykkar, að í þessu landi sé enn til mannleg reisn og réttlæti". Niðurstaða réttarhaldanna varð sú, að einungis misindismennirnir Emanúílídis og Kotzamanis voru dæmdir fyrir morð- ið í Lambrakis, en lögregluforingjarnir sluppu við refsingu og einnig þeir „hátt- settu menn“, sem að baki stóðu. Þegar rannsókninni á morði Lambrakis var lokið, ákærði Flóros varasaksóknari Kollías, sem þá var saksóknari við Areos Pagos — hæstarétt Grikklands — fyrir að hafa beitt þvingunum við sakadóm- arana, sem höfðu haft málið til rann- sóknar, til að fá þá til að úrskurða, að um umferðarslys hefði verið að ræða. Það er því nú fengin skýring á því, hvers vegna þeir, sem raunverulega voru sek- ir, sluppu við refsingu. Frá embættis- stóli sínum í hæstarétti drekkti Kollías Þemis — gyðju réttlætisins — í blóði Lambrakis, til þess að hlífa þeim ein- staklingum á æðri stöðum, sem stóðu að baki bifhjólinu. „Minnisgreinin“ Hinn 20. desember 1966 féll stjórn Stepanópúlosar, en við tók bráðabirgða- stjórn undir forsæti Paraskevópúlosar, studd af flokkunum E. K. og E. R. E„ til 'þess að undirbúa kosningarnar, sem halda átti í maí 1967. Nokkrum dögum seinna, og áður en bráðabirgðastjórnin fór fram á traustsyfirlýsingu í þinginu, Ijóstraði blaðið „Elefþería“ í Aþenu upp um samsæri. Frásögnina birti blaðið und- ir fyrirsögninni „Minnisgrein". í henni stóð, að allt um samsærið væri að finna hraðritað í minnisbók, sem Kanelló- púlos leiðtogi E. R. E. hafði með sér frá leynifundi sem hann tók þátt í. Þess vegna birti blaðið uppljóstrun sína undir fyrirsögninni „Minnisgrein“. Sam- kvæmt uppljóstrun „Elefþería“ voru samsærismennirnir þessir: Kanellópúlos (leiðtogi E. R. E.), Elení Vlachú (hún á tvö hægrisinnuð dagblöð, „Kaþímeríni" og „Messimvríní"), Bissíos (ráðamaður við hirð konungs), Pipínelis (valdamað- ur í E. R. E.) og „Bandaríkjamaðurinn" (starfsmaður í sendiráði Bandaríkjanna í Aþenu). Leynifundurinn var haldinn í nóvember, og þar ákváðu framangreind- ir menn, eftir að hafa rætt stjórnmála- ástandið, að víkja stjórn Stefanópúlosar frá og setja í staðinn bráðabirgðastjórn undir forsæti Paraskevópúlosar. Hin nýja stjórn átti að styðja Papandreú, ef kosningadagurinn yrði ákveðinn. Gert var ráð fyrir þeim möguleika, að þing- menn Papandreús brygðust og snerust til fylgis við Andreas Papandreú, sem var talinn leiðtogi vinstri arms E. K. Ef svo færi, var ákveðið að grípa til ann- arra ráða. Þau ráð áttu að skapa að- stæður, er fært gætu E. R. E. sigur í kosningunum. Loks urðu samsærismenn- irnir sammála um að grípa til hersins, ef líkur bentu til að E. R. E. tapaði kosn- ingunum. Svo sorglega vildi til, að veru- leikinn staðfesti allt, sem stóð í minnis- greinininni, er „Elefþería" birti. Jafn- framt því sem ákveðið var að efna til kosninga 28. maí 1967, greip herforingja- klíkan til þess ráðs að víkja öllum lýð- ræðissinnum úr áhrifastöðum í hernum. Yfirmanni herforingjaráðs landvarnanna og yfirmanni lögreglunnar var vikið frá. Nýir menn, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, voru kallaðir fyrir og ákærðir íyrir þátttöku í ASPIDA-samsærinu. Á þennan hátt var hreinsunin einnig lát- in ná til stjórnarkerfis ríkisins. Afnám lýðræðisins náði upþ í æðstu raðir, þeg- ar konungurinn gaf skipun um að Kanellópúlos skyldi mynda stjórn og þingið rofið. Annað stjórnlagarof konungs 4. apríl 1967 Þennan dag fékk konungur E. R. E. völdin í hendur. Bráðabirgðastjórn Paraskevópúlosar var vikið frá, og kon- ungur fyrirskipaði Kanellópúlosi að und- irbúa kosningar. Um þetta athæfi kon- ungs sagði Papandreú: „Því miður hef- ur konungurinn ekki kosið að vera kon- ungur allra Grikkja, heldur einungis konungur E. R. E. Með þessu athæfi sínu hefur konungurinn gerzt flokksforingi og verður því að taka á sig ábyrgð og þola örlög flokksforingja." Og um stjórn Kanellópúlosar sagði Papandreú: „Hinn 16. febrúar 1964 fékk þjóðin mér völdin í hendur með 53% atkvæða. Nú er við völd stjórn, sem hefur minnihluta með- al þingmanna og einnig meðal þjóðar- innar. Hún nýtur aðeins stuðnings kon- ungs og er því raunverulega stjórn hans. Þess vegna ber konungur ábyrgð á gerð- um hennar“. Á þeim tveimur vikum, sem E. R. E. var við völd, var lýðræðið endanlega afnumið. Andreas Papandreú kvartaði undan því, að málum Grikk- lands væri stjórnað af sömu deild bandaríska utanríkisráðuneytisins og fer með mál Tyrklands og írans. Og þeim (Bandaríkjamönnum) nægðu ekki þau mistök, sem þeir gerðu sig seka um í öðrum löndum, sem nytu verndar þeirra. I. D. E. A. í gríska hernum eru samtök, sem kunn eru undir nafninu IDEA (íeros desmos ellínon axíómatíkon), sem þýðir: „Heilög tengsl grískra liðsforingja“. Eftir- farandi grein eftir Jordanídis hershöfð- ingja (sjá Dreyfus-málið) er fróðleg og mjög mikilvæg. Hún birtist í blaðinu „Ta Nea“ 19. apríl 1967 undir heitinu „Nútíma-pretórar" tveimur dögum áður en einræðisstjórnin tók völdin og fjallar um IDEA-samtökin. „Nútíma-pretórar“ „Þegar við, þjóðin, fáum vopn okkar í hendur þeim, sem sverja að vernda frelsi okkar gegn óvinum föðurlandsins, og þeir snúa þessum vopnum gegn okk- ur, þá köllum við yfir okkur hið afbrigði- lega stjórnarfar, sem nefnt er hernaðar- einræði. Sígilt dæmi um misnotkun hers höfum við úr sögu Rómaveldis. Pretórar nefndust varðliðar keisaranna, en urðu böðlar þeirra. Meðan rómverski herinn gegndi skyldum sínum í hinu víðlenda riki, söfnuðu pretórarnir auði með því að selja keisarakórónuna. Dæmi um nútíma-pretóra eru hin kunnu IDEA- samtök innan hers okkar. Þessi samtök samsærismannanna urðu til í Mið- Austurlöndum undir öðru nafni, þróuð- ust hér eftir frelsunina og tókst að koma sér fyrir í valdastöðum innan hers- ins, hirðarinnar og stjórnarinnar og hef- ur nú nærri tekizt að koma í framkvæmd 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.