Samvinnan - 01.08.1968, Side 55

Samvinnan - 01.08.1968, Side 55
Fasistastjórnin við herœfingar NATO á Krít; frá vinstri: Pattakos, Papadópúlos forsœtisráð- herra, Zóitakis ríkisstjóri, Stone hershöfðingi hjá NATO, Angelis yfirmaður gríska herforingja- ráðsins og Rivero flotaforingi hjá NATO. ur um, að Frederika lét myrða Lambrak- is, og ef svipað á eftir að henda mig, er það trúa min, að Frederika muni eiga sökina.“ Josmas sagði í réttinum, þegar hann var að verja gerðir sínar í stríð- inu: „Ef við hefðum ekki barizt gegn kommúnistum, væruð þið ekki staddir hér nú.“ Delaportas, hinn opinberi ákærandi, sagði í ávarpi sínu til kviðdómenda um starfsemi þeirra, sem studdu nazista í stríðinu: „Kommúnistar voru ekki óvin- ir okkar. Við biðum óþolinmóð eftir nýj- um fréttum frá Stalingrad. Ég veit ekki hvaða illþýði það var sem blés í glæðurn- ar á ný, eftir að öldur tilfinninganna hafði lægt“. Og í lokaorðum sínum til kviðdómsins sagði Delaportas: „Sýnið með dómi ykkar, að í þessu landi sé enn til mannleg reisn og réttlæti". Niðurstaða réttarhaldanna varð sú, að einungis misindismennirnir Emanúílídis og Kotzamanis voru dæmdir fyrir morð- ið í Lambrakis, en lögregluforingjarnir sluppu við refsingu og einnig þeir „hátt- settu menn“, sem að baki stóðu. Þegar rannsókninni á morði Lambrakis var lokið, ákærði Flóros varasaksóknari Kollías, sem þá var saksóknari við Areos Pagos — hæstarétt Grikklands — fyrir að hafa beitt þvingunum við sakadóm- arana, sem höfðu haft málið til rann- sóknar, til að fá þá til að úrskurða, að um umferðarslys hefði verið að ræða. Það er því nú fengin skýring á því, hvers vegna þeir, sem raunverulega voru sek- ir, sluppu við refsingu. Frá embættis- stóli sínum í hæstarétti drekkti Kollías Þemis — gyðju réttlætisins — í blóði Lambrakis, til þess að hlífa þeim ein- staklingum á æðri stöðum, sem stóðu að baki bifhjólinu. „Minnisgreinin“ Hinn 20. desember 1966 féll stjórn Stepanópúlosar, en við tók bráðabirgða- stjórn undir forsæti Paraskevópúlosar, studd af flokkunum E. K. og E. R. E„ til 'þess að undirbúa kosningarnar, sem halda átti í maí 1967. Nokkrum dögum seinna, og áður en bráðabirgðastjórnin fór fram á traustsyfirlýsingu í þinginu, Ijóstraði blaðið „Elefþería“ í Aþenu upp um samsæri. Frásögnina birti blaðið und- ir fyrirsögninni „Minnisgrein". í henni stóð, að allt um samsærið væri að finna hraðritað í minnisbók, sem Kanelló- púlos leiðtogi E. R. E. hafði með sér frá leynifundi sem hann tók þátt í. Þess vegna birti blaðið uppljóstrun sína undir fyrirsögninni „Minnisgrein“. Sam- kvæmt uppljóstrun „Elefþería“ voru samsærismennirnir þessir: Kanellópúlos (leiðtogi E. R. E.), Elení Vlachú (hún á tvö hægrisinnuð dagblöð, „Kaþímeríni" og „Messimvríní"), Bissíos (ráðamaður við hirð konungs), Pipínelis (valdamað- ur í E. R. E.) og „Bandaríkjamaðurinn" (starfsmaður í sendiráði Bandaríkjanna í Aþenu). Leynifundurinn var haldinn í nóvember, og þar ákváðu framangreind- ir menn, eftir að hafa rætt stjórnmála- ástandið, að víkja stjórn Stefanópúlosar frá og setja í staðinn bráðabirgðastjórn undir forsæti Paraskevópúlosar. Hin nýja stjórn átti að styðja Papandreú, ef kosningadagurinn yrði ákveðinn. Gert var ráð fyrir þeim möguleika, að þing- menn Papandreús brygðust og snerust til fylgis við Andreas Papandreú, sem var talinn leiðtogi vinstri arms E. K. Ef svo færi, var ákveðið að grípa til ann- arra ráða. Þau ráð áttu að skapa að- stæður, er fært gætu E. R. E. sigur í kosningunum. Loks urðu samsærismenn- irnir sammála um að grípa til hersins, ef líkur bentu til að E. R. E. tapaði kosn- ingunum. Svo sorglega vildi til, að veru- leikinn staðfesti allt, sem stóð í minnis- greinininni, er „Elefþería" birti. Jafn- framt því sem ákveðið var að efna til kosninga 28. maí 1967, greip herforingja- klíkan til þess ráðs að víkja öllum lýð- ræðissinnum úr áhrifastöðum í hernum. Yfirmanni herforingjaráðs landvarnanna og yfirmanni lögreglunnar var vikið frá. Nýir menn, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, voru kallaðir fyrir og ákærðir íyrir þátttöku í ASPIDA-samsærinu. Á þennan hátt var hreinsunin einnig lát- in ná til stjórnarkerfis ríkisins. Afnám lýðræðisins náði upþ í æðstu raðir, þeg- ar konungurinn gaf skipun um að Kanellópúlos skyldi mynda stjórn og þingið rofið. Annað stjórnlagarof konungs 4. apríl 1967 Þennan dag fékk konungur E. R. E. völdin í hendur. Bráðabirgðastjórn Paraskevópúlosar var vikið frá, og kon- ungur fyrirskipaði Kanellópúlosi að und- irbúa kosningar. Um þetta athæfi kon- ungs sagði Papandreú: „Því miður hef- ur konungurinn ekki kosið að vera kon- ungur allra Grikkja, heldur einungis konungur E. R. E. Með þessu athæfi sínu hefur konungurinn gerzt flokksforingi og verður því að taka á sig ábyrgð og þola örlög flokksforingja." Og um stjórn Kanellópúlosar sagði Papandreú: „Hinn 16. febrúar 1964 fékk þjóðin mér völdin í hendur með 53% atkvæða. Nú er við völd stjórn, sem hefur minnihluta með- al þingmanna og einnig meðal þjóðar- innar. Hún nýtur aðeins stuðnings kon- ungs og er því raunverulega stjórn hans. Þess vegna ber konungur ábyrgð á gerð- um hennar“. Á þeim tveimur vikum, sem E. R. E. var við völd, var lýðræðið endanlega afnumið. Andreas Papandreú kvartaði undan því, að málum Grikk- lands væri stjórnað af sömu deild bandaríska utanríkisráðuneytisins og fer með mál Tyrklands og írans. Og þeim (Bandaríkjamönnum) nægðu ekki þau mistök, sem þeir gerðu sig seka um í öðrum löndum, sem nytu verndar þeirra. I. D. E. A. í gríska hernum eru samtök, sem kunn eru undir nafninu IDEA (íeros desmos ellínon axíómatíkon), sem þýðir: „Heilög tengsl grískra liðsforingja“. Eftir- farandi grein eftir Jordanídis hershöfð- ingja (sjá Dreyfus-málið) er fróðleg og mjög mikilvæg. Hún birtist í blaðinu „Ta Nea“ 19. apríl 1967 undir heitinu „Nútíma-pretórar" tveimur dögum áður en einræðisstjórnin tók völdin og fjallar um IDEA-samtökin. „Nútíma-pretórar“ „Þegar við, þjóðin, fáum vopn okkar í hendur þeim, sem sverja að vernda frelsi okkar gegn óvinum föðurlandsins, og þeir snúa þessum vopnum gegn okk- ur, þá köllum við yfir okkur hið afbrigði- lega stjórnarfar, sem nefnt er hernaðar- einræði. Sígilt dæmi um misnotkun hers höfum við úr sögu Rómaveldis. Pretórar nefndust varðliðar keisaranna, en urðu böðlar þeirra. Meðan rómverski herinn gegndi skyldum sínum í hinu víðlenda riki, söfnuðu pretórarnir auði með því að selja keisarakórónuna. Dæmi um nútíma-pretóra eru hin kunnu IDEA- samtök innan hers okkar. Þessi samtök samsærismannanna urðu til í Mið- Austurlöndum undir öðru nafni, þróuð- ust hér eftir frelsunina og tókst að koma sér fyrir í valdastöðum innan hers- ins, hirðarinnar og stjórnarinnar og hef- ur nú nærri tekizt að koma í framkvæmd 51

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.