Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 34
Víðast hvar á landinu er nú heyjað með nýtízku sláttuvélum. landbúnaðarins, sem veita eiga upplýsingar og fræöslu. Bún- aðarfélag íslands hefur verk- færaráðunaut í sinni 'þjónustu, en svo virðist sem starf hans nái ekki til að veita bændum hagnýtar upplýsingar um véla- meðferð og vinnubrögð sem skyldi. Hin síðari ár hefur mjög lítið farið fyrir útgáfu upplýs- inga- og áróðursrita, bændum til fræðslu og hvatningar á þessu sviði. Vélainnflytjendur láta sér það sæma að láta ekki leið- beiningar um hirðingu og með- ferð fylgja með vélum á máli sem bændur almennt skilja ■— íslenzku. — Þó eru frá þessu örfáar undantekningar. Ef til vill er þeim enginn akkur í, að bændur fari rétt með hin dýru tæki — því léleg meðferð þýðir aukna varahlutasölu. En slíkt vilja bændur forðast, því varahlutaverzlun getur í mesta lagi kallazt sæmileg, þó yfir- leitt sé hún lakari en svo. Vert er að vekja athygli á starfi því sem unnið er til prófunar véla og tækja við hérlendar aðstæður. Þessi starfsemi hefur að mestu haft aðsetur á Hvanneyri og er þar enn. Fullyrða má, að starf eins manns með menntun á þessu sviði hafi sparað íslenzkum tændum það ómak að fjárfesta í vélum og tækjum sem ekki henta hérlendum aðstæðum. Auk þessara prófana, hafa verið gerðar margháttaðar vinnuathuganir varðandi verk- tækni við landbúnaðarstörf. En því miður hafa bændur sýnt þessu alltof lítinn áhuga til þessa — hvað sem verður. En þó ýmis vandkvæði megi finna á vélvæðingu og vinnu- brögðum, tel ég að öryggisleys- ið varðandi aðstoð sé að verða sívaxandi vandamál. Bændur eru nú flestir einyrkjar, því markaðsverð og önnur aðstaða til búreksturs gefur ekki tilefni til samkeppni á hinum al- menna vinnumarkaði. Því er úr vöndu að ráða ef bóndinn veikist eða forfallast á annan hátt, og hugsun um þriggja vikna sumarleyfi er utan hugsunarhrings flestra ís- lenzkra bænda. Oftast koma nágrannar til hjálpar þegar í nauðir rekur, þó þeir eigi sjálf- ir vart heimangengt. Vert er að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé tíma- bært að opinber samtök bænda og þeir sjálfir taki þennan vanda til alvarlegri athugunar og síðan úrlausnar. Ný-sjálenzkir bændur skapa sér meira öryggi með því að 10—15 sameinast um ráðningu eins manns, sem ferðast á milli þeirra við forföll og þeg- ar bændur taka sér frí. Ekki þykir mikið að ferðast 10—15 km til vinnu sinnar í kaupstað og í flestum sveitum ætti það að vera gerlegt líka, allan ársins hring. Getur ekki hugsazt að bænd- ur sem hætta búskap fengjust til þessa starfs? Með því rnóti ynnist tvennt: framleiðsla minnkaði eitthvað og atvinnu- öryggi bænda sem halda áfram búrekstri ykist. Það hlýtur að vera kostur að fá þannig til afleysingastarfa menn með bæði þekkingu og reynslu í búskap, og hverjir skilja betur erfiði einyrkjans en þeir sem sjálfir hafa staðið í hans sporum? Framtíðargengi íslenzks landbúnaðar grundvallast á hagnýtari vinnuaðferðum og meiri samvinnu um tækni, svo og auknu félagslegu öryggi í sveitum til handa hverjum bónda. Jóhannes Torfason. ÓLAFUR GEIR VAGNSSON: mmm\ bænda Á undanförnum árum hefur skólaganga og menntun yfir- leitt aukizt mjög hér á landi. Hefur það tvímælalaust skipað okkur á bekk með öðrum menningarþjóðum. Þrátt fyrir þennan sess eru sumir starfs- hópar nokkuð mikið á eftir hvað þetta snertir, og má þar taka sem dæmi bændastétt- ina. Að vísu eru þar nú marg- ir vel menntaðir menn, en í heild er hún alltof lítið mennt- uð. Orsakir þessa eru eflaust margþættar, og ber þar mikið á gamalli hefð, þ. e. að bú- skapur verði ekki lærður í skóla heldur sé þar um að ræða reynslu og æfingu fyrst og fremst. Það var ekki talið lík- legt, að þekking, sem stóð í bókurn, myndi hafa mikið að segja fyrir bónda í brauð- striti hans. í öðru lagi hefur verið erfitt að fullnægja menntunarþrá sveitafólks fram undir þennan tíma, vegna þess að skortur hefur verið á skólum fyrir gagnfræðastigið í sveitum landsins. Hafa ýmsir af þeim sökum ekki fengið þá frum- menntun, sem nauðsynleg er öllu framhaldsnámi, og er slæmt til þess að vita. Að síðustu hefur það verið talið eins og sjálfsagt, að allir þeir, sem einhverja skólagöngu hafa að baki sér, fari í aðrar starfsgreinar heldur en land- búnað. Hafa sveitirnar þannig á undanförnum árum tapað burt miklu af sínu bezta fólki til annarra stétta, en þeir sem hafa haft minnstan áhuga á námi eða minnsta hæfileika til náms hafa orðið eftir Sheima við búskapinn og tekið við hon- um af foreldrum sínum. Finnst manni það raunar gegna furðu, hve margt er þó ennþá af vel menntuðu og gáfuðu fólki í bændastétt eft- ir allar þessar blóðtökur. Um nokkurt skeið hafa starf- að hér á landi tveir bænda- skólar, og hafa þeir á und- anförnum árum útskrifað í kringum 50 búfræðinga á ári hverju. Er sú tala alltof lág, sérstaklega þegar tekið er til- lit til þess, að mikill hluti þess- ara manna fer ekki út í land- búnaðarstörf. Ennþá er sem sagt ekki nema lítill hluti af þeim mönnum, sem búskap hefja, með búfræðimenntun. Fram undir þetta hefur nokkurt áliugaleysi verið með- al bænda gagnvart þessum stofnunum, og er jafnvel tal- að um að nægja mundi einn skóli, en sem betur fer hefur nú aðsókn aukizt og þyrftu stjórnarvöld því að bregða myndarlega við til að gera þeim mönnum, er þess óska, kleift að stunda námið og end- urbæta það, svo að sem rnest og bezt gagn megi út úr því fá. Aðalmarkmið skólanna hef- ur verið að veita bændaefnum nokkra þekkingu í hinum ýmsu greinum landbúnaðar, en auk þess hefur reynzt nauðsyn- legt að veita að nokkru fræðslu í almennum greinum eins og íslenzku, stærðfræði, ensku og dönsku, svo að nokkuð sé nefnt. Hefur sú kennsla öll miðazt við byrjendanám eftir barnapróf, en nokkur hluti nemenda hefur ekki haft aðra menntun til að bera við komu sína í skólana. Er það að miklu leyti afleiðing þess, hve slælega hefur verið gengið fram í því að gera sveitaæsk- unni kleift að ljúka jafnvel skyldunámi, eins og ég gat um áður. En þar sem nokkur hluti nemenda hefur aftur á móti hlotið unglingapróf verður um endurtekningu hjá þeim að ræða, og notast þá sá tími mjög illa. Þarf því nauðsynlega að fara að breyta um kennslu- hætti, þ. e. hafa ákveðin inn- tökuskilyrði, t. d. gagnfræða- eða landspróf, og miða kennslu í hinum almennu greinum við það, að um beint framhald sé að ræða en enga endurtekn- ingu, eða skera þær niður að einhverju leyti. Ýmislegu fleira mætti eflaust breyta til batnaðar í kennslu- háttum, en í þeim málum sýn- ist eflaust sitt hverjum. Þó held ég, að flestir séu á þeirri X 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.