Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 49
kosningar er ekki sérlega máttugt vopn í þessu sambandi því við kjörborðið hafa menn ekki um annað að velja en mismun- andi umbúðir utanum sömu vöru. Þessa pólitísku samábyrgð vill fólk ekki, og þótt það viti vart hvaða ráðum skal beita bygg ég að hugmyndirnar um nýjan stíl, meira hispursleysi, minni klíkuskap séu sprottnar upp af sjálfkvæmu andófi gegn henni." Rangt væri að halda því fram, að kjör Kristjáns Eldjárns sé vitnisburður um vantraust almennings á stjórnmálum sem slíkum eða yfirleitt beinum afskipt- um af þjóðmálum. Einsog Magnús Kjartansson hefur m. a. bent á, gerðist Kristján Eldjárn stjórnmálamaður dag- inn sem hann afréð að vera í kjöri, og allir sem stuðluðu að kosningu hans tóku þátt í stjórnmálabaráttu. Vitanlega eru stjórnmál einn mikilsverðasti og afdrifa- ríkasti þáttur hvers þjóðfélags. Hitt er jafnsatt að úrslit kosninganna lýstu ótvíræðu vantrausti mikils meirihluta þjóðarinnar á þeim stjórnmálum sem tíðkazt hafa hér á landi og þeim mönn- um sem mótaðhafa íslenzka stjórnmála- baráttu undanfarna áratugi. Stjórnarblöðin hafa mótmælt þeim skilningi að úrslit 'forsetakosninganna hafi verið til vitnis um vantraust þjóð- arinnar á núverandi ríkisstjórn, og má segja að þau hafi nokkuð til síns máls að svo miklu leyti sem ekki var bein- línis kosið um stjórnarstefnuna. Hitt má öllum vera ljóst, að þegar fimm af sjö ráðherrum ríkisstjórnarinn- ar ganga framfyrir skjöldu og berjast með sannkölluðu offorsi fyrir annað for- setaefnið, en enginn ráðherra styður keppinautinn, þá er ósigur Gunnars Thoroddsens svo alvarlegur hnekkir fyr- ir ríkisstjórnina, að jafna má við van- traust. Ofurkapp og ofstæki þeirra ráð- herranna Bjarna Benediktssonar, Eggerts Þorsteinssonar, Ingólfs Jónssonar, Jó- hanns Hafsteins og Magnúsar Jónssonar frá Mel var ekki einleikið og verður varla túlkað á annan hátt en þann, að Gunnar Thoroddsen hafi raunverulega verið frambjóðandi ríkisstjórnarinnar. Það er að vísu laukrétt athugað, að ráðherrar hafa sama rétt og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins til að 'hafa persónulegar skoðanir og túlka þær opinberlega, en ráðherra- dómurinn leggur þeim óneitanlega ákveðnar kvaðir á herðar. Eftir að allir flokkar höfðu lýst yfir hlutleysi í forseta- kosningunum, skaut nokkuð skökku við að fimm virkir leiðtogar stjórnarflokk- anna skyldu hafa sig svo mjög í frammi, á sama tíma og virkir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar neituðu að beita sér í kosn- ingunum, enda var það í fullu samræmi við hlutverk þeirra og ábyrgð, að gefnum yfirlýsingum flokkanna. Enn má nefna að einn helzti leiðtogi Alþýðuflokksins utan ríkisstjórnar, Benedikt Gröndal, gerði sig beran að vítaverðu trúnaðarbroti í kosningabar- áttunni. Hann er formaður útvarpsráðs og ber skylda til að vaka yfir óhlutdrægni hljóðvarps og sjónvarps. Eigi að síður tók hann að sér ásamt einum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsráði, Kristjáni J. Gunnarssyni, að semja annan sjón- varpsþátt Gunnars Thoroddsens — sem raunar varð frægur að endemum — og lék sjálfur eitt aðalhlutverkið í þeim þætti. Var þetta enn eitt dæmi þess pólitíska siðleysis sem hér hefur við- gengizt alltof lengi. Ég hef ekki tekið þátt í kosningabar- áttu fyrr en nú og á því óhægt um vik að gera samanburð við aðrar kosningar, enda skal þess ekki freistað, en það vakti sérstaka athygli mína og óskipta ánægju að sjá fólk með svo ólíkar skoðanir og úr svo sundurleitum flokkum vinna sam- an einum huga, og ekki fékk ég varizt þeirri hugsun, að einmitt þetta væri ein skýrasta vísbendingin um, hve úrelt og afkáralegt núverandi flokkakerfi á íslandi er orðið. íslenzkir stjórnmála- flokkar eru í rauninni ekki annað en ört hrörnandi leifar aðstæðna og við- horfa sem eru löngu úr sögunni og eiga ekki afturkvæmt. Einmitt af þeim sökum eru þeir svo fjarri íslenzkum veruleik samtíðarinnar og svo glámskyggnir á það sem máli skiptir fyrir þjóðina í að- steðjandi vanda. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að langsamlega flestir íslenzkir stjórnmálamenn skuli hafa verið aldir upp í nálega loftþéttum ein- angrunarklefum pólitískra kreddufélaga svo að segja frá blautu barnsbeini og því aldrei komizt í verulega snertingu við það hversdagslega líf sem lifað er í land- inu eða þær lífshræringar sem eiga sér stað með þjóðinni. Margir þessara manna standa því uppi einsog glópar og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið eftir forsetakosningarnar. Hinn víðtæki pólitíski leiði, sem úrslit forsetakosninganna eru til vitnis um, á sér margvíslegar orsakir, og hefur ver- ið tæpt á sumum þeirra hér að framan. Ólafur Jónsson víkur að honum í grein í Alþýðublaðinu 9. júlí s.l. og segir m.a.: „Leiði á pólitík getur stafað af þvi að menn finni til þess að þeir hafi sjálfir, al- mennir og óbreyttir kjósendur, svo sem eng- in áhrif á hina pólitísku baráttu sem í æ ríkara mœli virðist sjálfvirk flokkastreita, sérhyggin valda- og hagsmunapólitík flokk- anna sjálfra og einna án þess að á þeim sé raunverulegur málefnalegur munur. Pólitísk- ur leiði getur sprottið af því að mönnum leiðist pólitík, virðist hún lítils verð og nið- urlœgjandi eins og að henni er staðið, kjósi að firrast alla þátttöku í henni. Slíkur póli- tiskur leiði getur búið lengi um sig án þess hans gœti að marki í almennum kosningum í landi sem er gegnsósa af flokkapólitík, þar sem pólitískir flokkar hafa búið jafn-kirfilega um sig og hér á landi með því ofurvaldi áróðurs og sefjunar sem er til þess búið að knýja menn á kjörstað í kosningum, til að kjósa einhvern flokkinn, bara einhvern, sama hver er. En þegar hann brýzt út getur orðið sprenging. Þó ekki vœri nema svo sem þriðj- ungur af fylgi Kristjáns Eldjárns, af slíku tagi óánœgðra kjósenda, leiðra á hinni hefð- bundnu flokkapólitík, vœri það sameiginlega umtalsvert pólitískt afl. Áreiðanlega á sá flokkur, nýr eða gamall, allt að vinna sem náð gœti þessum kjósendum á sitt band. Ekki til þess eins að kjósa sig hangandi hendi á kjördag heldur til raunverulegrar málafylgju, sameiginlegrar skoðana- og hugsjónabar- áttu." Um það er engum blöðum að fletta, að hér hefur orðið þjóðarvakning. Kristján Eldjárn kom fram sem fulltrúi hins heil- brigðasta, farsælasta og frjóasta í ís- lenzkri menningu og þjóðernisvitund, tákn þess sögulega samhengis og þeirra þjóðlegu sérkenna sem gera íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Þessi vakning á vafa- laust að nokkru rætur að rekja til þess endurmats á gömlum viðhorfum og úr- eltum glósum sem unga kynslóðin um heim allan virðist vera staðráðin í að koma til leiðar. Það er íhugunarvert tímanna tákn, að margar þær grýlur, sem mest hafa vaðið uppi í íslenzkri pólitík undanfarna áratugi, voru vita- gagnslausar í þessari kosningabaráttu. Ingólfur Jónsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Benedikt Gröndal og fjölmarg- ir aðrir liðsoddar Gunnars Thoroddsens lögðu sig fram um að koma kommúnista- stimplinum á Kristján Eldjárn, gera hann tortryggilegan vegna fyrri afstöðu hans til NATO og finna honum til for- áttu að hann var einn í hópi sextíu- menninganna gegn Keflavíkursjónvarp- inu. Allar urðu þessar grýlur grátbros- legar í augum þorra þjóðarinnar. Það fer ekki milli mála, að forseta- kosningarnar 1968 geta orðið og hljóta að verða upphaf straumhvarfa i íslenzk- um stjórnmálum, upphaf nýs tíma og nýrra sjónarmiða. Unga fólkið vill raun- hæfar umbætur, opnara þjóðfélag, heil- brigðari og heiðarlegri pólitík. Það hef- ur meiri og heilbrigðari skilning á raun- hæfu gildi þjóðlegrar íslenzkrar menn- ingar og þeim öflum sem varðveitt hafa tungu okkar og þjóðarmetnað heldur en eldri kynslóðin. Það er orðið langþreytt á fjármálaspillingunni, pjattinu, snobb- inu, glingrinu, hinu gljástrokna yfirtaorði sem felur hyldýpi pólitískrar og siðgæðis- legrar niðurlægingar þeirrar kynslóðar sem spilltist af kreppu og skjótfengnum stríðsgróða. Það vill framtakssama, hreinlynda, mannlega og alþýðlega leið- toga, sem hafa skilning á þörfum nýrr- ar aldar, þar sem menntun og vísindi eru grundvöllur hagsældar og framfara. Ungt fólk er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar nú; það hefur loks brýnt raust sína í þessum kosningum, og vei þeim forustumönnum sem skella skolla- eyrunum við henni. Það væri sennilega goðgá að fara að spá í spilin nú og reyna að gera sér grein fyrir eftirköstum þessara forseta- kosninga, en trúa mín er sú, að þær marki merkilegri tímamót en nokkur annar viðburður í sögu lýðveldisins. Nú er það undir unga fólkinu sjálfu komið, hvert framhaldið verður. Því ber skylda til að fylgja þessum sigri sínum eftir, segja hinu spillta valdakerfi og fjármála- sukkinu stríð á hendur, gera forkólfa ríkjandi ástands áhrifalausa, velja sér nýja leiðtoga sem verða trúrri arfi þjóð- arinnar og almennum mennskum sið- gæðisreglum. Þá mun íslandi vel farn- ast þráttfyrir tímabundna erfiðleika og óáran til lands og sjávar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.