Samvinnan - 01.08.1970, Side 3

Samvinnan - 01.08.1970, Side 3
Félagsbækur Máls og menningar 1970 Félagsbækur Máls og menningar árið 1970: Þórbergur Þórðarson: Ævisag'a Árna prófasts Þ ór arinssonar Síðara bindi. Che ‘Guevara: Frásögur úr byltingunni. (pappírskilja) Jóhann Páll Arnason: Þættir úr sögu sósíalismans. (pappírskilja) Peter Hallberg: Hús skáldsins (Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til Gerplu) — Fyrri hluti. Thomas Mann: Sögur. William Heinesen: Voiiin blíð (Gefið út í samvinnu við Helgafell). Félagsbækur Máls og menningar 1969 voru: Þórbergur Þórðarson: Ævisag'a Árna prófasts Þórarinssonar Fyrra bindi. Ljóðmæli Gríms Thomsens. Gefin út af Sigurði Nordal. Björn Þorsteinsson: Enska öldin í sögu íslendinga. William Faulkner: Griðastaður, skáldsaga — ásamt Tímariti Máls og menningar. Árgjald félagsmanna fyrir árið 1969 var kr. 800,00 fyrir tvær bæk- ur og Tímaritið kr. 1200,00 fyrir allar bækumar. Verð á bandi var sem hér segir: Ævisaga Áma pró- fasts kr. 100 rexín, kr. 180 skinn. Ljóðmæli Gríms Thomsens kr. 250 alskinn. Enska öldin og Griða- staður kr. 80. Allar félagsbækur ársins 1969 eru enn til. Nýir félagsmenn eiga kost á að fá þær með því að greiða ár- gjald þess árs. Hagstæöustu kjör á íslenzkum bókamarkaði Árgjöld félagsmanna fyrir árið 1970 eru kr. 900,00 fyrir tvær bækur og Tímarit Máls cg menningar, kr. 1400,00, fyrir fjórar bækur auk Tíma- ritsins og kr. 1700,00 fyrir allar félagsbækur ársins. Ár- gjöldin eru miðuð við bæk- urnar óbundnar. Félagsmenn Máls og menningar fá 25% afslátt af útgáfubók- um Heimskringlu og af öllum fyrri bókum vorum. IN/IÁL OG MENNING Laugavegi 18 Laugargerði, 16/7 — ’70. Hr. ritstjóri. Síðan þú tókst við ritstjórn Samvinnunnar hef ég verið áskrifandi að blaðinu. Það var 7. hefti 1967, sem vakti athygli mína; heftið sem tók skólamálin til umræðu. Enda er mér málið nokkuð skylt, þar sem ég hef eytt miklum hluta ævinnar innan veggja skólans bæði sem nemandi og kennari. Þó ætla ég hér hvorki að lasta né lofa efni þessa heftis (7. hefti ’67) sem ég var að minnast á. Til þess er of langt um liðið. Slíkt væri eins og að skvetta vatni á gæs. Það er annað í áðurnefndu hefti, sem við les- endur Samvinnunnar ættum að leiða hugann að og velta fyrir okkur hvort við hafi verið staðið. Það eru þessi orð úr ritstjórnar- grein á 2. síðu 7. heftis 1967: „Hér hefur lengi vantað opinn vettvang, þar sem þjóðmál og menningarmál væru rædd af fullri einurð og hispursleysi, þar sem menn gætu leitt saman hesta sína án þess að fá á sig annar- lega stimpla eða stofna mannorði sínu í tvísýnu." Síðan er því heitið að Sam- 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.