Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 6
frekara andófs gegn gagnrýnand-
anum. Þessu til skýringar leyfi
ég mér að nefna tvö dæmi: Þ. e.
gagnrýni s-a-m á Þjóðleikhúsið
og gagnrýni námsmanna á æðstu
stjórn menntamála. Námsmönn-
um jafnvel hótað því, að þeir
mundu hafa verra af, ef meira
kæmi af slíku. Af þessu sést, að
ekki er nóg að hafa uppi gagn-
rýni, heldur verður að velja
henni heppilegt form og líklega
að skaðlausu má blanda hana
ofurlítilli góðgirni.
Að lokinni listahátíð tók við
önnur stórhátíð með þátttöku-
fjölda á við Ólympíuleikana 1960.
Og á ég þar við íþróttahátíð þá
eða íþróttaviku, sem nú er ný-
afstaðin. Af því gefna tilefni og
til að slá botninn í þetta rabb,
sem nú er orðið lengra en ég
ætlaði i fyrstu, langar mig til að
koma með tvær uppástungur
varðandi efnisflokka í væntanleg
hefti blaðsins.
Það er að eitt hefti yrði helgað
íþróttum og útilífi en annað
„stjórnun landsins". Það er
margra meining, að lýðveldinu
hafi oft verið hálfilla stjórnað
síðan 1944, en ekki er víst gott
við að eiga, því allir vita hvað
ber að gera hverju sinni, sem
vanda ber að höndum, en enginn
vill fara eftir því.
Með þökk fyrir margar hug-
vekjur.
Gísli Kristjánsson,
Laugargerði, Eyjarhreppi,
Hnappadalssýslu.
Reykjavík 20/8/1970
Heiðraði lesandi.
Um leið og ég þakka tilskrifið,
langar mig til að svara nokkrum
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
flísar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari í þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
®___________________
Krommenie
Gólfefni
Umboðsmaður:
MAGNÚS KJARAN
Umboðs- og heildverzlun
Hafnarstræti 5
Verjizt vályndri veðráttu,
og klæðizt hlífðarfatnaði frá okkur.
SJÓKLÆDAGERDIH HF.
SKÚLAGÖTU 51 - SÍMAR: 14085 - 12063
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverfisgötu 34
6