Samvinnan - 01.08.1970, Page 11

Samvinnan - 01.08.1970, Page 11
4'970 SAM VINNAN EFNI: HÖFUNDAR: 3 Lesendabréf og smælki 10 Ritstjórarabb 12 BYGGINGARLIST OG BÆJARSKIPULAG 12 Mannvit og mannvirki 14 Um arkitektúr og bæjarskipulag 15 Hvað er byggingarlist? 16 Arkitektinn 18 Landið og byggðin 20 Lög — skipulag 20 Lífsreglur arkítekta 21 Reykjavík 2000 24 Borgarlíf og skipulag Reykjavikur 27 Mengun menningar 30 Úr Breiðholti (5 Ijóð) 31 Arkitektúr: Sjónarmið 33 Aðalskipulag Sauðárkróks 1970 37 Aðalskipulag Selfoss 1970—1991 Knud Jeppesen Sigurður Thoroddsen Hróbjartur Hróbjartsson Þorvaldur S. Þorvaldsson Gestur Ólafsson Geirharður Þorsteinsson Björn Ólafs Garðar Halldórsson Jón Haraldsson Anna María Þórisdóttir Einar Þorsteinn Ásgeirsson 38 SAMVINNA: Efling samvinnuverzlunar á höfuðborgarsvæðinu Baldur Óskarsson 40 í minningu 30 ára hernáms Magnús Óskarsson 41 Tvö Ijóð Dagur Þorleifsson 41 Fimm Ijóð Friðjón Stefánsson 42 Marshall McLuhan eða Goðsagan endurvakin Ernir Snorrason 44 Kynþáttaátök í sunnanverðri Afríku I: Hvíti möndullinn Halldór Sigurðsson 46 Hópafl og stjórnsýsla Geir Vilhjálmsson 48 ERLEND VÍÐSJÁ: (srael, araþar og stórveldin Magnús Torfi Ólafsson 51 íslenzkir stjórnmálaflokkar. Lokagrein Sigurður Lfndal 54 Hræsni eða skammsýni? Sigurður A. Magnússon 56 Tvíhyggja I skáldskap Gunnars Gunnarssonar Sveinn Skorri Höskuldsson 60 Heimilisþáttur Guðrún Hallgrímsdóttir TIL ÁSKRIFENDA Þeim lesendum Samvinnunnar, sem hingað til hafa keypt hana í lausa- sölu, skal bent á, að þetta er síðasta heftið, sem selt verður í bókabúðum eða á almennum markaði. Héðanífrá verður útgáfan miðuð við áskrif- endur eina, en vitanlega geta menn eftir sem áður fengið einstök hefti keypt í afgreiðslu Samvinnunnar við Sölvhólsgötu. Númeraðir innheimtuseðlar hafa nú verið sendir öllum áskrifendum ásamt upplýsingum um, hvar inna megi af hendi greiðslur á suðvestan- verðu landinu. í Reykjavík má greiða áskrifendagjöldin I eftirtöldum bönk- um: Búnaðarbankanum, Landsbankanum, Útvegsbankanum og Samvinnu- bankanum, basði I aðalbönkunum og útibúum þeirra um alla borgina. Á Faxaflóasvæðinu má einnig inna af hendi greiðslur í útibúum Samvinnu- bankans, en annarsstaðar á landinu taka kaupfélögin við greiðslum. Eins- og í fyrra verður enn efnt til áskrifendahappdrættis I ár, og er boðið upp á 17 daga ferð fyrir tvo til Mallorca með tveggja daga viðdvöl I Lundúnum á heimleið. Verður þeim, sem vinninginn hreppa, séð fyrir séribúð með baði og svölum. Velja má um ferðir á næsta vori og sumri hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu. Dregið verður í áskrifendahappdrættinu 31. október næstkomandi, og eru allir þeir áskrifendur Samvinnunnar sjálf- krafa þátttakendur í happdrættinu, sem greitt hafa gjöld sín fyrir þann tíma. Hjónin, sem hrepptu vinninginn í fyrra og fóru til Mallorca f júní sl., þau Jón A. Bjarnason Ijósmyndari á ísafirði og Lilja Sigurðardóttir kona hans, létu mjög vel af dvölinni og öllum viðurgerningi. Um höfunda greinaflokksins í þessu hefti er það að segja, að þeir eru allir arkítektar af yngri kynslóð. Knud Jeppesen er danskur að ætt, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur arkítekt, og hefur starfað hérlendis undanfarin fjögur ár. Sigurður Thoroddsen starfar hjá Skipulagsstjóra ríkisins. Hró- bjartur Hróbjartsson og Geirharður Þorsteinsson reka sameiginlega teiknistofu. Þorvaldur S. Þorvaldsson er formaður Arkítektafélags íslands og rekur sjálfstæða teiknistofu. Gestur Ólafsson rekur einnig sjálfstæða teiknistofu. Björn Ólafs starfar sem arkítekt I París. Garðar Halldórsson vinnur hjá Húsameistara ríkisins. Jón Haraldsson rekur sjálfstæða teikni- stofu. Einar Þorsteinn Ásgeirsson er við nám í húsagerðarlist í Vestur- Þýzkalandi. Um aðra höfunda heftisins, sem ekki hafa skrifað í Samvinnuna að undanförnu, má taka fram að Magnús Óskarsson er kennari og starfaði á Húsavík I fyrravetur, en er nú kominn til Reykjavíkur. Dagur Þorleifsson er blaðamaður hjá „Vikunni". Friðjón Stefánsson rithöfundur er nýlátinn, en hann var sem kunnugt er kaupfélagsstjóri víða um land fyrir nokkrum áratugum. Geir Vilhjálmsson er sálfræðingur að mennt, stundaði nám í Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum og víðar. Halldór Sigurðsson er dansk- ur blaðamaður af íslenzku bergi brotinn og skrifaði greinaflokk f Sam- vinnuna fyrir tveimur árum. Hann er helzti sérfræðingur danska útvarps- ins um málefni spænsku- og portúgölsku-mælandi landa í Evrópu, Amer- íku og Afríku. Von er á bók eftir hann um Suður-Ameríku I íslenzkri þýð- ingu á næstunni. Sveinn Skorri Höskuldsson er lektor I íslenzkum bók- menntum við Háskóla íslands. Guðrún Hallgrímsdóttir er matvælasér- fræðingur, menntuð í Austur-Þýzkalandi, og starfar hjá búvörudeild SÍS. Júlí—ágúst 1970 — 64. árg. 4. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Reynir Ingibjartsson. Uppsetning: Telknistofa Torfi Jónsson Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, sími 17080. Verð: 400 krónur árgangurinn; 90 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Prentmyndagerðin Laugavegi 24. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.