Samvinnan - 01.08.1970, Síða 20

Samvinnan - 01.08.1970, Síða 20
Skipulag? Geirharður Þorsteinsson: Lög — Við höfum notið skipulagslög- gjafar frá því 1921, er við fengum skipulagslög sem okkur entust með smábreytingum til 1964, þeg- ar núgildandi lög tóku gildi. Ekki er ástæða til að efast um að tilgangur laganna hafi verið að stuðla að skipulagningu byggð- ar hér, og er raunar til sóma hve snemma nauðsyn þess var viður- kennd. Ef nánar er aðgætt vekur það undrun, hve magur árangur af viðleitninni er. Reykjavík og örfá önnur sveit- arfélög hafa látið gera „aðalskipu- lag“, en af um 80 skipulagsskyld- um bæjum og kauptúnum hafa innan við 10 gert umtalsvert átak í þessum efnum. Sveitarstjórn eða bygginga- nefndir fylgjast með þróun byggðarlagsins. Hjálpargögn þeirra eru oftast uppdráttur í mælikvarða 1:2000 með staðsetn- ingu gatna og húsa, og þegar bezt lætur eru hæðarlínur á honum öllum. Sjái sveitarstjórn fram á aukningu byggðar framyfir það, sem rúmast á uppdregnu svæði, pantar hún viðbót hjá „skipu- laginu“. Það fæst jafnan, og er oft fólgið í því, að götur, sem enduðu í móa, eru lengdar nokk- uð, svo við þær megi reisa nokk- ur einbýlishús enn eða annað, er byggja þarf. Mörg dæmi eru til, að sveitar- félög ráði færustu sérfræðinga til að undirbúa glæsilega gatnagerð á grundvelli slíkra uppdrátta. Engum dylst sem til sér, að gatna- og lagnaframkvæmdir ým- issa bæja eru mjög kostnaðar- samar og má telja til stórvirkja víða. Hinsvegar dylst mörgum, að oft eru þessar fjárfestingar óþarf- lega viðamiklar fyrir þau not sem þeim eru ætluð og því tiltölu- lega miklu dýrari en nauðsyn krafði. Það er sóað fjármunum (óaf- vitandi) vegna lítillar framsýni í upphafi. Nú má þykja undarlegt að svo megi finna að áætlunum, sem skipulagsstofnun ríkisins sendir frá sér, en þá ber að gæta þess, að fyrir verk, sem 30—40 manns þyrfti til áð ljúka með sóma, hefur skipulagsstjóri á að skipa 6 eða 7 mönnum. Afleiðingin hlýtur að koma fram á gæðum vinnunnar. Hvað veldur? Hver stjórnar þessu? Við skulum líta á lögin: 1. gr. FélagsmálaráSuneytið jer meö stjórn skipulagsmála samkvœmt lögum þessum. Ráðuneytinu til aðstoðar eru skipulagsstjórn rikisins og skipu- lagsstjóri. í skipulagsstjórn ríkis- ins eiga sœti 5 menn: Húsameist- ari ríkisins, vegamálastjóri, vita- og hafnarmálastjóri, svo og tveir menn skipaðir aj ráðherra til fjögurra ára ejtir almennar sveit- arstjórnarkosningar, annar ejtir tilnejningu Sambands íslenzkra sveitarjélaga, en hinn án tilnefn- ingar ....... Verkefni skipulagsstjórnar er að ganga jrá skipulagsuppdráttum, er berast til staðfestingar, eiga jrum- kvœði að skipulagningu og endur- skipulagningu, þar sem hún telur þess þörf, vera opinberum aðilum til ráðuneytis um allt, sem skipu- lagsmál varðar, og fara að öðru leyti með stjórn skipulagsmála eftir því, sem segir í lögum þess- um........ Samkvæmt þessu má álíta að skipulagsstjórn eigi ærið verk fyrir höndum. 2. gr. hefst þannig: Ráðherra skipar skipulagsstjóra ríkisins að fengnum tillögum skipulagsstjórnar. Hann jer í um- boöi ráðuneytisins og skipulags- stjórnar með framkvœmdir í skipulagsmálum eftir því, sem lög þessi ákveða. Skipulagsstjóri sér um mœling- ar, gerð skipulagsuppdrátta og endurskoðun þeirra í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir. Hann getur þó leyft, að slíkar mœlingar og gerð skipulagsupp- drátta séu falin sérmenntuðum mönnum, er starfi í samráði við hann. Hann ákveður í samráði við skipulagsstjórn, að hvaða skipu- lagsverkefnum skuli unnið hverju sinni........ Samkvæmt þessari grein má álíta að skipulagsstjórinn hafi lykilhlutverkið. Honum er falið að skipuleggja sjálfum, en getur leyft að (aðrir) sérmenntaðir menn vinni það, ef sveitarfélag óskar þess. Nú er það svo, að þótt sveitar- stjórn beri sig illa yfir skipulagi ríkisins, gerir hún í fæstum til- fellum nokkuð raunhæft til að bæta úr því sjálf, þótt lögin geri greinilega ráð fyrir að svo væri. Heyrzt hafa sveitarstjórnar- menn telja þýðingarlaust að reyna það, því ríkið greiði engan styrk með prívatskipulagi. Sjáum þá hvað lögin segja um þetta atriði: IX. kafli — um greiðslu kostnaðar o. fl. 33. gr. Kostnaður við mœlingar, sem skipulagsstjóri framkvœmir, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða helm- ing slíks kostnaðar vegna mœl- inga, sem framkvœmdar eru í þess þágu. Ef sveitarfélag annast mœling- ar, skal kostnaður við þœr mœl- ingar greiddur úr sveitarsjóði, en skylt er ríkissjóði að endurgreiða helming slíks kostnaðar, enda hafi skipulagsstjórn samþykkt, aö sveitarfélagið annaðist mœling- arnar ...... Mælingakostnaður er alltaf greiddur að hálfu úr ríkissjóði, hve hár sem hann er, ef samþykkt var að hefja verkið. í 34. gr. segir svo: Kostnaður við skipulagningu, sem skipulagsstjórn annast, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða helm- ing slíks kostnaðar vegna skipu- lagningar, sem framkvœmd er í þess þágu......... Nú hefur sveitarstjórn annazt fyrir eigin reikning undirbúning og gerð skipulagsuppdrátta í sínu sveitarfélagi með samþykki skipu- lagsstjórnar og undir yfirstjórn hennar, og er þá ráöherra heimilt að endurgreiða úr ríkissjóði helm- ing kostnaðar sveitarstjórnar við slikar framkvœmdir, þó eigi hœrri fjárhœð en nemur helmingi þeirra gjalda, sem greiðast af gjaldskyld- um eignum í sveitarfélaginu, sam- kvœmt 35. gr. laga þessara. Við skipulagninguna er einnig gert ráð fyrir þátttöku ríkisins að hálfu — þó með varnagla, sem vert er að athuga nánar. 35. gr. Til þess að standast (sic) straum af kostnaði ríkissjóðs aj framkvœmd skipulagsmála, sam- kvœmt lögum þessum, er ráðherra heimilt að ákveða með sérstakri reglugerð, að innheimt skuli í rík- issjóð sérstakt gjald, skipulags- gjald, sem nema má allt að 3%, af brunabótaverði hverrar nýbygging- ar, sem reist verður á skipulags- skyldum stað, og fellur það í gjald- daga, þegar brunabótaviröing hef- ur farið fram....... í 1000 manna byggðarlagi má ætla að fjárfesting í byggingum samsvari um 10 einbýlishúsum á ári. Ef þau virðast á 15 milj. kr., er leyfilegt að innheimta í því byggðarlagi 45.000 kr. í skipulags- gjald, en helmingurinn af þeirri upphæð eða 22.500 kr. er hæsti styrkur, sem lögin gera ráð fyrir að greiðist til skipulagningar. Hér hlýtur maður að staldra við; er það í samræmi, þar sem fjárfest er fyrir 15 miljónir í byggingum og annað eins í öðr- um framkvæmdum, að þar skuli lögin telja hæfilegt að verja 45.000 krónum til skipulagning- ar? Eða hvernig á samhengið að vera, ef 1000 manna byggð sér fram á öra þenslu — segjum að byggja þyrfti sem svaraði 50 hús- um en ekki 10; á þá að verja til skipulagningar 50 húsa sömu upphæð eins og til 10 húsa? Hér þrýtur greinilega raun- hæfni laganna. Það má e. t. v. ímynda sér, að skipulagsstjórn sé værukær eða skipulagsstjóri hafi takmarkaðan áhuga fyrir að láta marga vera að vasast í sínu starfssviði; það má eflaust einnig bera brigður á, að ungir sérfræðingar veki traust sveitarstjórna, en enginn vafi er á því, að upphæðin sem opinberir aðilar telja hæfilega til skipu- lagningar er hlægileg! Geirharður Þorsteinsson. Lífsreglur fyrir arkítekta birtar af sœnska arkítektinum Dick Urban Vestbro í málgagni sœnskra arkítekta, AT: 1. Opnaðu ekki eigin teiknistofu með gróðasjónarmið fyrir aug- um. 2. Líttu ekki við háum stöðum í valdakerfinu. 3. Gefðu það mikið af launum þínum til byltingarstarfsemi, að þú búir aðeins við miðlungs- kjör. 4. Forðastu umgengni við aðra arkítekta, broddborgara og menningarsnobba. 5. Blandaðu aðallega geði við skrifstofufólk, teiknara og ann- að láglaunað starfsfólk á teiknistofunni. Rœddu um póli- tík við það. 6. Neitaðu yfirvinnu og notaðu tímann til byltingarstarfsemi. 7. Gakktu í byltingarhópa þar sem þú getur rœtt pólitísk við- fangsefni og persónuleg vanda- mál. 8. Sviptu burt dýrðarljómanum kringum starf arkítektsins, rífðu niður heiðursreglur Arki- tektafélagsins og flettu ofan af öllu baktjaldamakki í sam- bandi við skipulag. 9. Notaðu þekkingu þína til aö útskýra skipulagsáœtlanir og önnur tœknileg vandamál fyrir svokölluðu venjulegu fólki. 10. Lestu byltingarbókmenntir og vertu í sambandi við aðrar byltingarhrey fingar. 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.