Samvinnan - 01.08.1970, Page 23

Samvinnan - 01.08.1970, Page 23
Ljósmynd af líkani, er sýnir lauslega fyrirhugaða hyggð í Miðbænum (Aðalskipulag Reykjavíkur, bls. 152). verið rætt: Við ökum eftir hrað- brautakerfi borgarinnar í bryn- vörðum bíl og sjáum á víxl til hægri og vinstri hverfi auð- manna, miðlungsfólks og undir- málsfólks vel aðgreind. í þeim fyrstu eru öll húsin blá, í því næsta gul og í því þriðja rauð. Öll húsin eru lág og vingjarnleg, langt er á milli þeirra og þau öll ljómandi lagleg, enda byggð eftir opinberum stuðli um smekkvísi, öll af sama byggingarfyrirtækinu. Við og við birtast vinnumiðstöðv- ar, sem eru þyrpingar af vindla- kassalöguðum húsum, nema einn, þar sem þyggingar eru skókassa- laga. Sá er árangur hugmynda- samkeppni. Húsum þessum er raðað á listrænan hátt ofan á samfellt bílaplan, sem umlukið er stóru, velræktuðu túni. Nokkra metra útfrá húsum eru gúmmí- mottur, til að fólk fari sér ekki að voða, þegar það fleygir sér útum glugga. Við eigum leið um Kópavog, sem orðinn er tízkuhverfi. Snið- uga fólkið getur ekki hugsað sér að búa annarsstaðar, síðan gamli bærinn hvarf. Hann var orðinn svo illa farinn um 1985, að í aðalskipulaginu var ákveðið að rífa það sem eftir var. Alþingis- húsið var flutt upp í Árbæ en Hallgrímskirkja látin standa, enda erfið í flutningum. Sam- kvæmt tillögu smekkstuðulsráðs, landslags- og litasérfræðinga borgarinnar voru reistar í stað- inn blokkir fyrir hærri flokk millitekjufólks. Blokkir þessar hafa kúpt plastþök, glugga af gerð HZL13 og eru málaðar í mildum grænum lit. Myndar hrynjandi mjúkra þaklína bæjar- ins áhrifaríkt mótvægi við kirkj- una og fjallahringinn. Umferðin á hraðbraut 7 fer nú með 10 km hraða. íbúar borgar- innar neituðu að borga útsvör, þegar þeir fréttu að óhjákvæmi- leg gatnamót á þremur hæðum mundu kosta jafnt og 5 barna- skólar. Við bölvum umferðinni en trúum á framtíðina, því að borgarstjórnin lofaði við síðustu kosningar að byggja nýjar hrað- brautir yfir þeim gömlu, fyrir erlent lánsfé. Á áberandi stöðum við hrað- brautirnar birtast neytendapara- dísir, unaðslegustu staðir þéttbýl- isins, sem reknar eru af erlend- um dreifingarhringjum. Við för- um inn í eina slíka og fáum upp- lýsingar frá blíðum kvenröddum í lágtölurum um frábæran varn- ing á góðu verði. Við gætum okk- ar að hafa ekki hátt, til að einka- lögregla hringsins fleygi okkur ekki út á krapið á bílaflæminu. Eftir að hafa silazt eftir hrað- brautunum daglangt komum við i eina hverfið í þéttbýlinu sem ekki hefur tekizt að skipuleggja, og er það nú skemmtanahverfi. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að rífa það, enda er það mjög ó- smart. í staðinn komi grænt svæði, þar eð sérfræðingar hafa reiknað út, að aðeins helmingur íbúa nærliggjandi hverfa getur stundað hástökk og langstökk í einu. Skiljum við vanþóknun yfirvaldanna, en erum samt glað- ir, því að allan daginn höfum við aðeins séð fólk í gegnum bílrúð- ur, og engan á gangi utanhúss, utan einn mann, sem lögreglan var að taka fastan, enda var eitt- hvað grunsamlegt við hann. Hér er aftur töluvert af fólki á rölti. Það er allt á aldrinum frá þrí- tugu til sextugs. Gamalt fólk býr nú yfirleitt í ellihverfinu Himna- ríkisnánd, sem byggt var í Krísu- vík eftir japanskri fyrirmynd. Er afar vel séð fyrir þörfum gamla fólksins, og hefur góð nýting hjúkrunarvéla í hverfi þessu vak- ið athygli erlendis. Elliverndunar- félag borgarinnar hefur þó nýlega birt könnun, sem sýnir, að fjöldi fólks geymir enn ömmu sína í kjallaranum hjá sér, og lætur stunda barnagæzlu og húsverk. Olli könnunin fjölda blaðaskrifa fólks, sem lýsti hneykslun sinni á þessu ófremdarástandi, sem er þjóðinni til lítils sóma. Frá 10 ára aldri til þrítugs stundar yfirgnæfandi meirihluti fólks nám í skólabúðum úti á landi. Kynslóðaárekstrar þeir sem hófust á sjöunda tug aldar- innar höfðu á næsta áratug vald- ið tíðum óeirðum á almannafæri. Urðu þarafleiðandi alvarlegar umferðartruflanir. Samkvæmt til- lögu umferðarráðs, ákváðu æsku- og dreifþýlisráðuneytin að reisa alla skóla framvegis í hnignandi héruðum norðanlands og austan. Er þannig á lýðræðislegan hátt komið í veg fyrir að kynslóðirnar valdi hver annarri truflun. Um þrítugt stundar fólk hraðnám- skeið í framfarafræði til undir- búnings þátttöku þess í atvinnu- lífinu. Á leiðinni heim á Kjalarnes sjáum við útsendingu frá Arnar- nesi. íbúar krefjast þess að fá að ganga vopnaðir, þar eð hverf- isverðir ráða ekki lengur við leifturárásir, sem gerast sífellt tíðari. Við förum síðan í háttinn snemma, eins og aðrir íbúar svæðisins. Þar eð það tekur að meðaltali klukkutíma að komast í vinnuna, fer fólk snemma á fætur. Björn Ólafs

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.