Samvinnan - 01.08.1970, Side 26

Samvinnan - 01.08.1970, Side 26
Vörn gegn veðráttu og ytra rými Það eru fleiri atriði en skipt- ing borgar í svæði og þéttbýli þeirra, er stuðla að vellíðan okkar í borginni. Vil ég þar t. d. nefna veðráttuna sem mjög veigamik- inn þátt. Við að lesa tilvitnun mína í götulíf ítalskrar sjávar- borgar hefur einhverjum e. t. v. orðið hugsað til íslenzks veður- fars og hrist síðan höfuðið. En því ekki að byggja okkur vörn gegn veðráttu? Við verðum að sætta okkur við, að hér á íslandi er oftast rok og rigning, og við verðum því, um leið og við byggj- um, að hafa veðurfarið mjög of- arlega í huga. Værum við t. d. staðsett í miðri Evrópu, mundu blokkskífurnar við Miklubrautina henta vel, þar sem loft er mjög kyrrt og leitazt er við að fá loft- streymi milli húsanna inn í borg- ina. Hér á landi eru fáir dagarnir, þegar svæðin milli slíkra blokk- húsa nýtast til útivistar. Þar vex varla gróður sakir næðings. Við verðum að huga meir að hinu ytra rúmi en gert hefur verið. Við megum ekki einskorða okkur við íbúðina innan veggja hússins, heldur verðum við einnig að leggja áherzlu á umhverfið milli veggja húsanna, því rýmið milli bygginga er jafn mikilvægt lífi borgarans eins og bygging- arnar sjálfar. Við verðum að yfir- byggja meir og skapa skjól fyrir leik barna, fyrir gróður til upp- vaxtar og aðstöðu fyrir okkur til að njóta útiveru án þess að vera sífellt ofurseld stormsveipum og rigningu. íslenzkt veðurfar leiðir okkur einnig að áðurnefndu grundvallaratriði eða slagorði, „þéttari byggð“. í sambandi við ytra rými vil ég rétt aðeins minnast á hin vina- legu gróðursvæði Reykjavíkur, eins og t. d. Hljómskálagarðinn og garðinn í Laugardal. Þetta eru falleg svæði, og hefur miklum tíma og fé verið til þeirra varið, en ég hef aftur hugboð um, að þau séu of lítið nýtt. Slík svæði þyrftu t. d. að vera hluti af snertipunktum borgarinnar, þann- ig t. d. að þjónustufyrirtæki væru dregin inn í slík svæði, en þá yrðu gróðursvæðin enn einn þátt- ur í að skapa nógu fjölskrúðuga snertipunkta, skv. slagorðinu „allt á sama stað í þéttri byggð“. Yrði þá áreiðanlega margur borg- arinn til þess að kynnast ánægj- unni af gróðursæld á leið í tóm- stundahöllina eða kaffihúsið, eða þá öfugt, að margur náttúruunn- andinn mundi auka veltu þjón- ustufyrirtækja á rölti sínu um gróðursvæðið. Án rannsókna villumst við á þörf- um okkar og dagdraumum Eins og ég hef þegar minnzt á, er breytt íbúðaform grundvöllur- inn að því þétta og skýlda skipu- lagi, sem ég tel, að við þurfum að stefna að. íbúðaform sem veita okkur sem flesta kosti einbýlis- húsa, en um leið ýmsa þá hag- kvæmni, sem fjölbýli veitir. — Æðsti íbúðadraumur okkar flestra er um bjart einstæðuhús, sem við getum rölt í kringum, umlukið stórum grasfleti, allt baðað sól á bláum himni, krydd- að með blómum og lífshamingju. En berum við það úr býtum, sem hugur okkar stendur til? Hlífir stóri grasflöturinn okkur t. d. nægjanlega fyrir nágrönnum? Nei, hann er okkur jafnvel vinnu- byrði. Einbýlishúsið er einnig op- ið fyrir umferð og skarkala göt- unnar, og þar er heldur engin vörn gegn veðri. Þegar allt kemur til alls, fáum við sennilega færri kosti út úr reykvísku einbýlishúsi í dag en við eigum von á. Skipulag á að geta mótazt af þörfum okkar, ekki að móta þarf- ir okkar, en til þess verðum við líka að vita hverjar þarfir okkar eru og hvað við viljum. Við verð- um líka að leita nýrra leiða og benda á nýjar þarfir. Það sem er okkar æðsti draumur í dag, verð- ur það ekki lengur á morgun, þegar eitthvað nýtt og betra er komið fram á sjónarsviðið. En meðan við bjóðum ekki upp á annað betra, meðan við vitum ekki, að fyrir peningana sem við fjárfestum þurfum við að fá ým- islegt fleira en við fáum í dag, er okkur þá láandi, þótt okkur dreymi um einbýlishúsið? Með grein þessari eru nokkrar Verða íbúðir í slíkum trektmynduðum byggingum dagdraumar olckar? Þeir liefðu víst víðáttumikið útsýni, sem œttu heima í þessum byggingum, og er það ekki draumur okkar margra? myndir af húsagerðum, sem nú eru að ryðja sér til rúms erlend- is. Sumt tekst við miklar vinsæld- ir, annað verður e. t. v. aldrei byggt, en allt eru þetta tilraunir til framfara. Á þessum sviðum hefur okkur skort tilraunir, en hið fyrsta þarf að hrinda í fram- kvæmd sérfræðilegri rannsókn á skipulagi og íbúðaformum með tilliti til fjölbreytts borgarlífs í íslenzku veðurfari. Alls staðar og alltaf þarf að gæta að því, að borgarskipulag sé örvandi og leið- beinandi í uppbyggingu en ekki þvingandi, og eins má það aldrei gleymast, að maðurinn er félags- vera en ekki verkfæri, sem á að vinna á daginn, horfa á sjónvarp á kvöldin og sofa á nóttinni. Garðar Halldórsson. 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.