Samvinnan - 01.08.1970, Side 30

Samvinnan - 01.08.1970, Side 30
formaðurinn og félagið sem heild þá ekki slíka málsmeðferð? Hvers vegna í ósköpunum gerir félagið ekki eitthvað áþreifanlegt og af- drifaríkt í öllum þessum stór- málum? Ekki tjáir að húka undir vegg að grátkonusið og væla um vonzku mannanna. Hífopp! Eða hafa félagar A.í. gleymt því, sem stóð í gömlu náttúrufræðinni um hlutverk hryggsúlunnar? Nú munu framundan vera teikningar margra mikilvægra bygginga á vegum ríkis og jafn- vel bæjar: Ráðhús, Alþingishús, Þjóðarbókhlaða Flugstöð í Kefla- vík og já Stjórnarráðshús, auk eflaust fleiri bygginga. Er ekki tími til kominn að við reynum að leita beztu lausnar pessara mála, sem hæfileikar okkar leyfa? Væri ekki ánægjulegt fyrir ráða- menn þó ekki annað væri, að geta sýnt erlendum gestum falleg- ar íslenzkar opinberar byggingar — eigum við ekki að reyna að skila komandi kynslóðum ein- hverjum votti um hátt menning- arstig forfeðranna með góðri byggingarlist? Á síðastliðnum vetri varð fjaðrafok mikið í íslenzkum menningarheimi vegna misnotk- unar leikhússtjóra á aðstöðu sinni, með döprum listrænum af- leiðingum. Hvenær má vænta svipaðra viðbragða á opinberum vettvangi um byggingarmál okk- ar? Sízt vildi ég rýra mikilvægi og þýðingu leiklistar í menningar- lífi íslendinga. En list leikhúss- ins er list augnabliksins á hverj- um tíma. Slæma sýningu góðs leikrits má bæta við endursýn- ingu síðar, en slæmur arkitektúr blífur. Á hvorum vettvanginum eru þá mistök alvarlegri? Erfitt er að ímynda sér, að komandi kynslóðir skipti miklu máli, hvort yfirkontóristi í leik- húsi í Reykjavík upp úr miðri 20. öld hafi misnotað embættisað- stöðu sína með eðlilegum ár- angri. Öðru máli gegnir um rang- ar ákvarðanir um byggingar okk- ar. Þær verða samtíð og framtíð langvarandi vitnisburður um menningarástand íslenzkrar þjóð- ar á 20. öldinni. Mannanna verk hljóta æ að vera ófullkomin. Það hlýtur því að vera skylda sérhverrar kyn- slóðar að reyna til hins ýtrasta að nýta snilld hugar og handa barna sinna. Þegar önnur sjónarmið en þessi ráða, er voði á ferð, raunar alvarlegri og þýðingarmeiri sjálf- um verkum mannanna. Það er sá siðgæðislegi subbuháttur, sú for- myrkvun hugarfarsins, sem er mengun menningarinnar. Jón Haraldsson Skúlptúr á Skólavörðuholti 1970 Anna María Þórisdóttir: ÚR BREIÐHOLTI VIÐ GRÆNASTEKK Fyrir tveim árum tíndi ég blóm á stekkjarhólnum: holtasóley, Ijónslöpp, lyfjagras, börnin mín skoppuðu um skorninga, og golan klappaði þúfnakollunum. Svo komu öskrandi vélar, sem tættu sundur gróðurinn með járnkrumlum, og hóllinn var jafnaður við jörðu. Nú stendur nýja húsið okkar á flakandi sárunum. GAMALT OG NÝTT Úr járnkranaskógi, jarðýtuþyt og moldarhaugalandslagi tuttugustu aldarinnar er már tíðum litið til þín, Viðey, grænn gimsteinn Sundanna, þar sem guð fær að láta grasið vaxa í friði. Og til mín kemur löngu liðin kyrrð aðeins rofin sumarþrungnu suði flugna og skrjáfi grass og blóma við skósíðan kjólfald. MANNAVERK Ekki er már vandara en öðrum að klæðast stígvélum og vaða svaðið á ófullgerðum götunum, styðja mig við hrófatildurshandrið á brú yfir gínandi hitaveituskurð og berja augum dag eftir dag úfna, gráa steinveggi og vatnsósa spýtnahrúgur, en ég skammast min gagnvart guði. SNJÓKOMA Morgun einn hafði grá hönd gripið um heiminn. Um stund hélt hún okkur grafkyrr í greip sinni, unz hún tók að sáldra stökum snjókornum, og brátt tóku moldarbörðin að likjast sykurstráðum brúnkökum. Á dag leið og drífan þéttist, og loks hafði vænni snjóvoðinni tekizt að kæfa öskur ýtnanna og beljandi dyn bílanna. Þá brauzt sólin fram úr skýjum og brosti yfir hreina jörð. VOR Er vorið hafði um stund leikið liprum fingrum á strengi vindhörpunnar, og lóan tók að syngja í sinubleikum mó, gengum við menn út úr gráum húsum okkar og hófumst vonglaðir handa: að græða jarðarsárin mjúku grasi. 30

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.