Samvinnan - 01.08.1970, Síða 38

Samvinnan - 01.08.1970, Síða 38
MSSTM SAMVINNA Baldur Óskarsson: Efling samvinnuverzlunar á höfuðborgarsvæðinu i. í þeirri þjóðfélagsgagnrýni, sem vart hef- ur orðið í verulegum mæli hér á landi á undanförnum mánuðum, einkum meðal ungs fólks, hafa augu manna í vaxandi mæli beinzt á nýjan leik að samvinnuhreyfing- unni, eðli hennar og tilgangi, stefnu og starfsháttum. Slík grundvallarumræða um samvinnuhreyfinguna er afar gagnleg og mikilvæg fyrir framgang samvinnustarfsins í landinu, en þessi umræða hefur legið í láginni um áratuga skeið. Vöntun á þess- um grundvallarumræðum er að mínum dómi einn meginþáttur í því, hve markmið og meginlínur í stefnu og starfi Sambandsins og einstakra samvinnufélaga hafa verið óskýrar. Sá hugsjónaeldur og innblásna barátta fyrir samvinnustefnunni, sem ein- kenndi starf brautryðjendanna, hefur ekki heldur af þessari ástæðu endurnýjazt með yngri kynslóðum. Samvinnufélögin og fyrir- tæki þeirra hafa því miður orðið í augum margra aðeins venjulegar stofnanir, sem lúta lögmálum markaðsþjóðfélagsins í okkar kapitalíska hagkerfi. Ég tel því hiklaust, að höfuðviðfangsefni samvinnumanna í landinu sé að hefja sem víðast umræður um gildi og gagn samvinnustefnunnar, og hvern sess samvinnufélögin skuli skipa í mótun þess þjóðfélags, sem við viljum skapa á íslandi. Slík umræða er forsenda nýrrar framsóknar, jafnt einstakra kaupfélaga sem hreyfingar- innar í heild. Það sem ég tel samvinnustefnunni einkum til gildis er hinn lýðræðislegi grundvöllur hennar. Hún er öllum opin, og atkvæðis- réttur í félögunum er jafn án tillits til efna- hags eða viðskipta. Samvinnufélögunum er hægt að beita á margvíslegan hátt í lífsbar- áttu fólksins, til að nýta sem bezt arðinn af eigin vinnu, en þó jafnframt með hags- muni heildarinnar fyrir augum. Um heim allan hafa samvinnufélögin sannað gildi sitt, jafnt í iðnaðarþjóðfélögum í austri og vestri sem í vanþróuðum ríkjum Afríku og Asíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka í raun viður- kennt þýðingu samvinnustarfsins í þróunar- löndunum með því að leita síaukins sam- starfs við Alþjóðasamvinnusambandið um myndun samvinnufélaga meðal vanþróaðra þjóða og úrvinnslu einstakra verkefna, sem það hefur leyst með miklum ágætum. II. Á íslandi urðu kaupfélögin þegar á fyrstu árum sínum helztu hagsmunasamtök fólksins í landinu. Þau færðu verzlunina inn í landið og stórbættu lífskjör almennings. Þau hafa síðan átt verulegan þátt í þeirri umbyltingu viðskipta- og atvinnulífs, sem orðið hefur á þessari öld. Þau hafa átt meginþátt í upp- byggingu og viðhaldi atvinnulífs um land allt, og hinn félagslegi uppeldisþáttur, sem kaupfélögin hafa þjónað, verður seint að fullu metinn. í framtíðinni bíða samvinnufélaganna margþætt úrlausnarefni á sviði verzlunar, iðnaðar, samgangna, bygginga, menningar- og fræðslustarfs, auk þess sem þau munu verða, eins og við upphaf sitt, helzta aflið til að halda fyrirtækjunum í eigu fólksins í landinu, en ekki útlendra auðhringa. Framtíð samvinnufélaganna í landinu er þó til lengdar undir því komin, að félags- menn taki eðlilegan þátt í starfi, stjórn og stefnumótun félaganna og hin lýðræðislegu grundvallareinkenni samvinnustefnunnar séu jafnan í heiðri höfð. III. Það hefur verið mér og ýmsum fleiri fylgismönnum samvinnustefnunnar mikið umhugsunar- og áhyggjuefni, að styrkur samvinnustarfsins á höfuðborgarsvæðinu hefur hvergi nærri verið í samræmi við stöðu félaganna úti um land. Efling Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis er að mín- um dómi veigamesta starfssvið samvinnu- manna í næstu framtíð. KRON er ennþá ungt félag, þótt það hafi að vísu slitið barnsskónum. En um það hafa leikið storm- ar, sem hafa á ýmsan hátt torveldað því uppvöxtinn, þótt félagið hafi ávallt staðið þá af sér. KRON var stofnað 6. ágúst 1937, en þá voru sameinuð Pöntunarfélag verkamanna og Kaupfélag Reykjavíkur. Pöntunarfélag verkamanna var stofnað 11. nóvember 1934 af nokkrum pöntunardeildum, sem sprottið höfðu upp á örbirgðarárum verkamanna í Reykjavík upp úr 1930, nánast samhliða auk- inni stéttvísi og félagsvitund verkamanna og iðnaðarmanna og eflingu heildarsamtaka þeirra. Stofnendur Pöntunarfélags verka- manna voru um 250 talsins, en félaginu óx ört fiskur um hrygg, og í árslok 1936 voru félagsmenn taldir 1816. Heildsalar og kaup- menn óttuðust mjög viðgang félagsins. T. d. samþykkti Félag íslenzkra stórkaupmanna eitt sinn, að það væri með öllu bannað að afgreiða vörur til Pöntunarfélagsins. Kaupfélag Reykjavíkur var á hinn bóginn stofnað 7. september 1931. Áður höfðu verið gerðar tilraunir með stofnun kaupfélaga eða pöntunarfélaga í Reykjavík, en þær höfðu allar runnið út í sandinn tiltölulega fljótt. Forgöngumenn Kaupfélags Reykja- víkur voru að mestu starfsmenn Sambands- ins eða áhrifamenn í Framsóknarflokknum. í fyrstu hafði félagið næstum eingöngu pöntunarstarfsemi með höndum, en 1. júní 1933 opnaði félagið sölubúð í Bankastræti 2. Auk þessara tveggja félagssamtaka urðu Pöntunarfélag Hlífar í Hafnarfirði, Pöntun- arfélag Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og Pöntunarfélag Sandgerðis einnig aðilar að KRON. Félagssvæðið var þannig í byrjun mjög stórt, verkefnin mikil og um- svif töluverð. Var það ekki sízt að þakka fyrsta framkvæmdastjóra félagsins, Jens Figved, sem starfaði til ársins 1942. KRON átti þó þegar á þessum árum við ýmsa örð- ugleika að etja, m. a. lánsfjárskort og lausa- skuldir, og árið 1945 skildu deildirnar í Hafnarfirði og á Suðurnesjum við félagið og hófu sjálfstæðan kaupfélagsrekstur. KRON hafði frá fyrstu tíð við töluvert erfiðari aðstæður að etja en kaupfélög víðast annarsstaðar á landinu. Inn í félagsstarfið fléttuðust stjórnmálaerjur, sem urðu til þess, að sú eindregna samstilling, sem stefnt var að með sameiningu hinna tveggja félags- samtaka í byrjun, varð aldrei að veruleika. Átök og innbyrðis flokkadrættir settu því svip sinn á kaupfélagið. KRON var líka ein- göngu neytendafélag, sem lagði megin- áherzlu á smásöluverzlun, en samkeppnin við kaupmannavaldið í Reykjavík var að sjálfsögðu mjög erfið. Þá kom einnig til rót- gróin andstaða Sjálfstæðisflokksins gegn samvinnustefnunni, sem hindraði eðlilegan vöxt KRON í Reykjavík, vegna stjórnar Flokksins á borginni, en allt fram á þennan dag hefur þess verið vandlega gætt að úti- loka KRON frá lóðaúthlutun á þeim stöð- um, sem KRON hefur sótzt eftir. Sú saga er einkar lærdómsrík samvinnumönnum. Margháttaður stuðningur, sem höfuðborgir Norðurlanda veita samvinnufélögunum þar, vegna skilnings stjórnvalda á nauðsyn fé- lagssamtaka sem starfa til hagsbóta fyrir fjöldann, hefur í Reykjavík verið bannorð borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks- ins, sem auk þess hefur mismunað KRON stórlega. Það er trúa mín, að það væri á vissan hátt öðruvísi um að litast í atvinnulífi Reykjavíkur, ef hér hefði þróazt öflugt kaupfélag, sem auk verzlunar hefði getað fært út starfsemi sína með iðnrekstri og öðru slíku, svipað og samvinnumenn hafa gert á Akureyri. Eitt megineinkenni at- vinnulífsins í Reykjavík er alltof mikill 38

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.