Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 40

Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 40
í MINNINGU 30 ÁRA HERNÁMS I. Nærri sanni er, að fyrri heimsstyrjöld hafi verið stórveldauppgjör. í henni bitust stóreignamenn1) hvers veldis við stéttar- bræður sína útlenda um skiptingu heimsauð- linda, en hagnýting þeirra skapar veraldar- gróðann. Ófriður þessi hafði og í för með sér, að stórveldum fækkaði þó nokkuð; sum lömuðust um stundarsakir, önnur báru aldrei sitt barr. Ljóst má vera, að fá drottnandi ríki eru fremur sammála um skiptingu heimskök- unnar en mörg. Af þeim sökum er slík þró- un, sem varð uppúr fyrra ófriðnum, einatt háskaleg smá- og miðlungsríkjum. Þessi staðreynd varð síðar deginum Ijósari, eins og brátt mun vikið að. í heimsstyrjöldinni síðari hugðust nazistar ekki einungis tryggja sér yfirráð auðlinda með landvinningum, heldur og með öfga- kenndri hugmyndafræði, þar sem var naz- isminn. Þessi háþjóðlega heimsveldisstefna ógnaði einkaframtaki Bandaríkjamanna um víða veröld, heimskommúnisma Ráðstjórn- arríkjanna, gamalgróinni nýlendustefnu Evrópustórvelda og ríkjandi siðmenningu. Ein höfuðafleiðing tveggja stórstyrjalda, krafan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, kippti svo stoðum undan beinum afskiptum ný- lenduvelda. Lyktir hildarleiksins urðu því þær, að tvö heimsveldi, Bandaríkin og Ráð- stjórnarríkin, stóðu ein í valnum í skjóli eigin auðlinda og margskonar óbeinna áhrifa víðsvegar. Þau skiptu heiminum milli sín nær einhuga, þótt um ágreining sé að ræða stöku staðar, til að mynda í Suðausturasíu. n. Englendingar og síðar Bandaríkjamenn hernámu ísland í seinni heimsstyrjöld, þar eð lega landsins var bandamönnum hernað- arlega mikilvæg. Með því var hlutleysis- stefna hins unga þjóðríkis rofin. Hinsvegar létu valdsmenn hernámsveldanna í ljós, að herir þeirra hyrfu allir úr landinu að af- loknum ófriðinum. Úr því varð samt ekki, þar sem íslendingum var þröngvað til þátt- i) Hér var aðallega um að rœða vestur- lenzka iðjuhölda og austurevrópskan háaðal. töku í Atlantshafsbandalaginu samkvæmt skiptingu2) heimsveldanna tveggja á ver- öldinni og enn er hér bandarískur her. Því er ekki að leyna, að hersetan hefur haft jákvæð áhrif á ýmsa þjóðlífsþætti ís- lenzka. Notkun stórvirkra vinnuvéla má að nokkru rekja til hennar. Mannvirkjagerð hersins jók atvinnu, sér í lagi á stríðsárun- um sjálfum, og peningaflóð varð samfara hernámsvinnu og margháttaðri þjónustu við setuliðið. Jafnframt hafa landsmenn keypt gagnlega hluti notaða af hernum vægu verði. Að endingu urðu ýmsar framkvæmdir setuliða íslendingum til góðs, þar sem þeir fengu beinlínis að njóta þeirra, þótt til þess hafi ekki verið ætlazt upphaflega. Hér má geta flugvalla í Reykjavík og Keflavík. Samt er alrangt, að peningaflóð það, sem hernámið olli, hafi ráðið úrslitum um efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, eins og margur vill vera láta. Þeir þættir efna- hagslífsins, er skópu bætt lífskjör og sam- tíma lifnaðarhætti, sögðu til sín, áður en hersetan átti sér stað. Skulu þeir veigamestu nefndir, en ekki dregin fjöður yfir að her- námsgróði örvaði þá; flýtti þróun, sem var hafin. Uppúr aldamótum hófst útgerð vélbáta og togara. Nokkru síðar byrjuðu innlendar síldveiðar og bræðsla 1930. Frystiiðnaður varð að veruleika um og eftir 1935. Enn- fremur var hér vísir að neyzluiðnaði fyrir hersetu í skjóli innflutningshafta. Og fram- farir í landbúnaði eiga sjálfsagt lengstan aðdraganda. Hinu er ekki heldur að leyna, að hernám- ið hefur haft skaðleg áhrif á íslenzkt þjóð- líf. Fyrir setuliðskomu bjó í áður líttnýttu landi nægjusöm þjóð, er var að hefja sókn til betra mannlífs. Þá ríkti nokkurskonar „þegjandi" áætlunarbúskapur allra lands- -) Núverandi heimsskipting stjórna Banda- ríkja og Ráðstjórnarríkja var ákveðin á fund- um bandamanna í styrjaldarlok og rétt eftir stríð. Til marks um, hve alger hún var, er, að Stalín lét myrða forsprakka grískra komm- únista, er þeir höfðu nœstum lagt landið undir sig. Einrœðisherrann var ekki búinn undir stórátök samfara samningsrofum. manna, líkt og verklegar og andlegar fram- kvæmdir þessa skeiðs bera með sér. Skyndi- lega olli setuliðskoman því, að háir sem lágir urðu „ríkir“ miðað við það, sem áður var. Þjóðin vissi almennt ekki, á hvern hátt skyldi verja auði þeim, sem hún hlaut án aðlögunar. Gegndarlaus sóun, er magnaði verðbólgu, hófst, þó að miklum fjármunum væiú eftir sem áður varið af skynsemd. Þróun þessi er enn í algleymingi. Er ekki rétt sama, hvort miklum auði er varið til lítils ellegar litlum til mikils? Fjár- munamagnið gerir engan gæfumun, ef það fer mestmegnis í súginn. Fyrir þessar sakir er ég sannfærður um, að stórstígar fram- farir hefðu átt sér stað hér á landi án her- náms. Svo má ekki gleyma, að meginframkvæmd- ir setuliðsins voru á Faxaflóasvæðinu. Her- setan jók þessvegna fólksflótta úr dreifbýli og hamlaði gegn þéttbýlismyndun útum land. Hér verður ekki fjölyrt um minniháttar kvilla, sem ætíð fyrirfinnast með þjóðinni, en hersetan skóp frjósaman jarðveg fyrir, svo sem svall, þjófnað, smygl og lóðarí. Tvennt má samt ekki missa sín í þessari úttekt: íslendingar komust fyrst í kynni við og urðu þátttakendur í stórfelldum vinnu- svikum í Bretavinnu. Setuliðsstarfsemi, er þurfti mikið vinnuafl, minnkaði áhuga stjórnvalda á að leita nýrra úrræða í at- vinnumálum. m. Með stofnun lýðveldis átti svo að heita, að íslendingar yrðu algerlega sjálfstæðir, því að þá varð þjóðhöfðingi vor innlendur og landsmenn tóku utanríkismál í eigin hendur. Önnur mál voru þegar í vorum höndum. Nær sanni er þó, að eftir aðra heims- styrjöld hafi Bandaríkjastjórnir farið með utanríkismál vor í stað Dana fyrrum. Land- ið er enda á þeirra áhrifasvæði samkvæmt heims- og hagsmunaskiptingu Rússa og Bandaríkjamanna. Einnig má benda á þess- ari staðhæfingu til sönnunar, að stjórn landsins nú styður þráfaldlega aðgerðir 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.