Samvinnan - 01.08.1970, Page 41

Samvinnan - 01.08.1970, Page 41
Bandaríkjastjórna af hvaða tagi sem er eða tekur ekki afstöðu til þeirra, jafnvel þótt álit vort, sem er brot af samvizku heimsins, kunni að varða allar smáþjóðir. Auk þess leggur útbreiddasta dagblað landsins ávallt blessun sína yfir stjórnir Bandaríkjanna, hvað sem þær taka til bragðs. Þveröfugu máli gegnir um afstöðu ís- landsstjórna til Ráðstjórnarríkjanna. Þær hafa margsinnis gagnrýnt svívh'ðilega fram- komu Moskvukommúnista gagnvart eigin þegnum og smáþjóðum. Slík umræða hlýtur þó að vera haldlítil, sakir þess að hún nær ekki til hliðstæðra aðgerða Bandaríkja- stjórna. Aðalmarkmið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu nú er ekki einvörðungu útfærsla landhelg- innar, heldur og brottför setuliðsins sam- fara frjálsri utanríkisstefnu, sem ein byrjar fullvalda þjóðríki. Sameinist smá- og miðlungsríki ekki um að ráða málum sínum sjálf, munu þegnar þeirra verða fyrir margs- konar þvingunum og átroðslum af hálfu stór- velda. Tíminn er um margt til þess fallinn að hefjast handa. Skulu fáein dæmi nefnd. A. ísland var þýðingarmikið til sóknar og varnar í stríði, þar eð það var áfangi á mikilvægri leið. Aftur á móti er sóknar- þýðing landsins nú þverrandi með tilkomu langdrægra flugskeyta, sem og flugvéla og kafbáta, er komast æ lengri vegalengdir án þess að taka vistir. Mikilvægi landsins til varnar minnkar einnig óðfluga, vegna þess að gervitungl í beinum tengslum við höfuð- stöðvar leysa innan tíðar minniháttar radar- stöðvar á landi af hólmi í því augnamiði að granda eldflaugaárás ellegar hefja gagnsókn flugskeyta. B. Heimsskipting tveggja stórvelda er að riðlast með þeim afleiðingum að meira rúm getur orðið fyrir smáríki. Kínverjar eru að verða jafnokar Bandaríkjamanna og Rússa. Rúmenar, Albanir og Júgóslavar hafa öðlazt nokkurt sjálfsforræði austan járntjalds. Tékkar og Slóvakar munu rísa upp við fyrsta tækifæri, þótt þeir séu brotnir á bak aftur í bili. Vestan járntjalds losaði de Gaulle frönsku þjóðina undan áhrifum stjórna Bandaríkjanna. Margt bendir og til þess, að Willy Brandt sé fylgjandi fremur frjálslyndri utanríkisstefnu. Ófarir í Víet- nam og ekki eingöngu kommúnistar í Suður- ameríku, heldur einnig þjóðernissinnaðir hershöfðingjar, er þjóðnýta auðhringa, ógna ofurveldi Bandaríkjamanna. Ennfremur veikir innri óánægja heimsveldin bæði. Margur er þeirrar skoðunar, að íslending- ar einangrist frá samskiptum annarra þjóða, láti setuliðið af dvöl sinni hérlendis. Það er semsé einskonar prófsteinn á samskipta- hæfni vora, að landsmenn eru öðrum háðir. Á hinn bóginn er sönnu nær, að íslendingar geti fyrst átt verulega árangursrík samskipti við aðrar þjóðir, er þeir koma fram sem frjálsir menn í frjálsu landi. Þar að auki er æskilegt, að við veitum sjálfir inní landið þeim menningarstraumum erlendum, er við æskjum — ella týnum við ef til vill þjóð- erninu —en ekki stofnanir eins og setuliðs- sjónvarp eður upplýsingaþjónustur stór- velda. Loks er íslendingum háskalegt að binda trúss sitt við stórveldi, sem innri og ytri upplausn steðjar að, og vera nokkurs konar skjöldur þess, komi til kjarnorku- ófriðar. ♦ DAGUR ÞORLEIFSSON: 2 Ijóð FUGL Til hamlaðs fugls ég finn og gerla veit hann frelsis krefst og stöðugt rífur þvi með nefi og klóm það búr er býr hann í og búrið það er kvika rauð og heit. Og prísund myrkri mætt ’ann leysast úr (í mistri rauðu þröngt og einn hann býr og vöku minnar gígju geggjað knýr) ef gæti í staðinn eitthvað fyllt það búr. TILBRIGÐI V IÐ LYGISÖGU Sé ég yfir þér augu rauð af eldi úr Niflar gini; í álögum bíður utangátta öðlingssonur Hlini. Reyna skyldi að ráða hann að vini. Jómfrú ég aldrei aðra leit er oftar ég vildi hrósa; með „augu fögur sem karbúnkúlus, kinnar líka sem rósa“; hana vildi ég helst úr prísund kjósa. Þrekinni jafnvel þrælshönd er þetta ofstrangur vandi: magnast á þurru mínótár en mjaldhveli fyrir landi. — Og skip vort þegar að hálfu hulið sandi. í hátimbruðum Hundingssal er hrakinn sérhver gestur. — Gríðarlegt verður gneistaflugið er geitarstakan brestur. — Horfið er ið hinsta tungi í vestur. FRIÐJÓN STEFÁNSSON: 5 Ijóð SKYLDA MÍN Skyldu sinnar réttrar skulu allir gæta, og skal því ætíð gera það, sem réttast talið er. En hver er þessi skylda — og hverjir meta hana, hvernig veit ég um það, sem mér gera ber? Enn þann dag í dag, þá vegast menn með vopnum, og víst er um að margt af fólki hungrar enn. Þau berjast hörðu stríði fyrir brauði og lífi sínu, bræður og systur okkar, og þetta eru menn, sem byggja einnig heiminn og vilja líka lifa. Ó, léttbært er víst ekki að gæta heiðurs síns! Því er eins og forðum, að enn ég hlýt að spyrja: Er ég kannski skyldugur að gæta bróður míns? STAKKURINN Einhvern tíma í fyrndinni hefur mér verið skorinn stakkur. Segið ekki, að ég hafi gert það sjálfur, því það er lýgimál, hitt má vera, að ég hafi saumað hann. Margoft hef ég reynt að klæða af mér þessa flík, en jafnan mistekizt. Og segja mætti mér, að ég yrði borinn í henni til grafar. EFTIRMÆLI Þú varst ástfanginn allt þitt líf af auði, völdum og konum, en tryggð áttirðu ekki til og tókst fram hjá þessu öllu. Þú elskaðir bara þig einan einni og sannri ást. Hvað vannstu? Þú veizt það ekki. Vonina um lífshamingju? Þú leitaðir hennar lengi, en loks muntu gefast upp. Því senn gengur sól þín til viðar — og saknar þín enginn —- enginn. HINN VERSNANDI HEIMUR Að heimur fari versnandi er heldur vinsæll óður og hafa margir kyrjað og telja spekiorð. En kannski væri skynsamlegra að kenna að hann sé góður, ef komumst við ei hjá því að dæma á annað borð. Því hverjir nema við skyldu ábyrgð á því bera, hvort artar hann sig þolanlega heimurinn í dag? Og sé hann ekki eins og menn vilja láta hann vera, er vissulega okkar mál að koma því í lag. GÆFUSMÍÐI Hver er sinnar gæfu smiður, halda menn, — nei, þeir vita það — og láta sér þess vegna annt um gæfusmíðina. Hinn mikli myndhöggvari tíðarandans vinnur sleitulaust og kemur höggmyndum sínum fyrir á miðju torginu, þar sem flest okkar sjá aðeins eina hlið þeirra. En þær eru víst fleiri. Rauðum fingrum lesum við peningaseðla af greinum myrkviðarins í köpp við tímann. 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.