Samvinnan - 01.08.1970, Side 42

Samvinnan - 01.08.1970, Side 42
Ernir Snorrason: HARSHALL McLUHAN eSa GOÐSAGAN ENDURVAKIN Þekktasti sérfræðingur Ameríku að því er varðar fjölmiðla og mannleg samskipti er vafalaust Kanadamaðurinn Marshall Mc- Luhan. Hann hefur á seinni árum vakið í senn reiði og aðdáun helztu hugsuða hins vestræna heims. „Lestur bókar eftir Mc- Luhan er á við góða LSD-ferð“, sagði þekkt bandarísk menntakona fyrir skömmu. Ái'ið 1968 kom út eitt af verkum hans, „Stríð og friður í heimsþorpinu“ (War and Peace in the Global Village). Þar er m. a. reynt að skýra eðli styrjalda. Maðurinn fer í stríð, þegar sjálfsmynd hans er í hættu. Tilgangur styrjalda er að aðlaga manninn nýjum aðstæðum. En það er kenning, sem ekki er ný af nálinni. Frumleiki McLuhans IljóliS er . . . menntamanni og einhvers konar goðsögn, sem tekur að sér að ráða óljós tákn og form hins iðnvædda þjóðfélags tuttugustu aldar, sem flestum venjulegum mönnum eru merkingarlaus með öllu (t. d. hvers vegna netkvensokkar eru í tízku; hvers vegna Bonanza er vinsæll skemmtiþáttur í sjónvarpi). En reiði sú, sem hann hefur vakið með mörgum fræðimönnum um þjóð- félagsfræði og fjölmiðla, er vafalaust vegna ævintýralegs stíls á bókum hans. Ruglings- legur texti þeirra, ásamt óvenjulegum mynd- um til áréttingar, er varLa til þess fallinn að geðjast fræðimönnum vönum vönduðum — akademískum — vinnubrögðum. í „Stríð og friður í heimsþorpinu“ vitnar McLuhan . . . framhald fótarins. (B.A., M.A.) hefur McLuhan frá háskólan- um í Manitoba. Eftir nám sitt í Kanada dvaldist hann tvö ár í Cambridge á Eng- landi. Hann hóf kennslu í fræðum sínum við háskólann í Wisconsin 1936. Ári síðar gerðist hann kaþólskur og hefur kennt æ síðan við kaþólskar háskólastofnanir í Kanada, frá 1946 við St. Michele Cöllege í Toronto. Sem bókmenntaprófessor fékkst McLuhan einkum við endurreisnarbókmennt- ir. Doktorsritgerð hans fjallaði um samræðu- list Thomasar Nashe. Strax er McLuhan hóf kennslu, tók hann að hugleiða nútíma- siðmenningu og áhrif hennar á manninn. Honum virtust þeir unglingar, sem hann reyndi að kenna fyrri tíma bókmenntir og hugsun, lítt móttækilegir fyrir kennslu sinni, enda afsprengi allt annarrar siðmenn- ingar, mótaðir af hraða nútímans, myndi einhver segja, eða undir áhrifum rafmagns- knúinna fjölmiðla, svo sem sjónvarps, kvik- mynda o. s. frv. Fyrsta verk McLuhans þjóðfélagsfræðilegs eðlis, „Vélræna brúðurin“ (The Mechanical Bride), kom út 1951 og er löngu uppselt. Óhætt er að segja, að allt frá útkomu þess- arar bókar hafi hróður eða óhróður Mc- Luhans aukizt stöðugt. Aðrar bækur hans, sem nefna má og nauðsynlegar eru til skiln- ings á hugsun hans, eru: „Vetrarbraut Gut- enbergs“ (The Gutenberg Galaxy, 1962) og „Að skilja miðla“ (Understanding Media, 1964). myndi tæplega vera fólginn í efni bóka hans, heldur frekar í framsetningarmáta hans. í fyrrnefndri bók segir McLuhan á einum stað: „Skemmtanaiðnaðurinn var kannski einhvern trma umfangsmeiri iðnað- ur en menntamálin. En nú á dögum er alls konar fræðsla ekki aðeins stærsti iðnaður, sem til er, heldur er fræðslustarfið orðið einn herjans skemmtanaiðnaður.“ Þessi orð eiga sennilega vel við um McLuhan sjálfan. Hann virðist vera óvenjuleg blanda af Sérhver miðill er framhald einhvers mannlegs hæfileika — sálræns eða líkamlegs stöðugt á spássíu í „Finnegan’s Wake“ írska skáldsins James Joyce, sem McLuhan telur vera meistara sinn, án þess að þessar ívitn- anir virðist vera í nokkru samhengi við annan texta bókarinnar. Herbert Marshall McLuhan fæddist í Edmonton í Albertafylki í Vestur-Kanada 21. júlí 1911 af mótmælendaforeldri. Há- skólapróf í ensku og enskum bókmenntum KlœðnaSur er framhald húðarinnar. Hér á eftir verður reynt að segja frá hugsun McLuhans lítillega, án þess að hún verði beinlínis rakin um bækur hans. McLuhan hefur oft verið álasað fyrir að rita óskiljanlegt mál. Hann kveðst sjálfur ekki skrifa til þess að útskýra eitthvert skýrt afmarkað viðfangsefni, heldur til þess að kanna. Hann fer í bókum sínum í einhvers konar könnunarleiðangra um tákn og form, sem umkringja hinn vestræna mann á tutt- ugustu öld. Ýmiss konar tilvitnunum í ólíka 42

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.