Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 44
> Efri myndin er af portúgölsku virlú í Norður-Angóla, en sú neðri af víggirtum búðum fyrir innfœdda verkamenn á kaffibúgarði í Norður-Angóla. Ilœðirnar í baksýn eru á valdi þjóðfrelsishersins. Halldór Sigurðsson: Kynþáttaátök í sunnanverðri Afríku I: „Við mundum heldur láta lífið hér í baráttunni fyrir rétti okkar en láta flæma okkur burt sjálfviljug.“ Þetta er almennt viðhorf hvítra manna í hinum tveimur stóru nýlendum Portúgala í Afríku: Angóla og Mózambik. Þó það sé ekki eins afdráttarlaust orðað, er sama viðhorf ríkjandi meðal hvítra manna í Ródesíu og Suður- Afríku. Baráttan um pólitíska framtíð sunnanverðrar Afríku er þegar hafin. Sú barátta magnast ár frá ári, og margir kunnugir eru þeirrar skoðunar, að hún kunni að leiða til kynþáttastríðs svo umfangsmikils, að það ógni öllum mannheimi. Caradon lávarður, leiðtogi brezku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, komst þannig að orði ekki alls fyrir löngu: „Meðan 200 milljónir Afríkubúa eru fyrir norðan Zambezi-ána . . . og harðstjórar halda þrákelknislega í völd sín fyrir sunnan ána, er óhjákvæmilegt að úr verði sprenging fyrr en varir.“ Og hann bætti við: „Þegar að því kemur, verður um að ræða kynþáttaátök, sem öll heimsbyggðin verður dregin inní.“ Átökin hafa einsog nú er komið málum þegar dregið raunverulega markalínu um þvera álfuna og skipt henni í tvo aðskilda parta, annan byggðan svörtum mönnum, hinn hvítum, og er síðarnefndi parturinn virki hvítrar minnihlutastjórnar, þar sem 4y2 milljón manna af evrópskum uppruna drottnar yfir 3OV2 milljón þeldökkra manna. Portúgalar hafa þegar séð sig tilneydda að senda um 135.000 her- menn til að verja landareignir sínar í sunnanverðri Afríku — auk 25.000 portúgalskra hermanna sem eru að berjast í portúgölsku Guíneu í Vestui--Afríku. Fréttir hafa borizt um skæruhernað á Caprivi-svæðinu, og átt hafa sér stað bardagar milli stjórnarhersveita og uppreisnarmanna í Zam- bezi-dalnum í Ródesíu. í maí-mánuði í fyrra sagði Archibald Wilson, flugmarskálkur og yfirmaður flughers Ródesíu, á ársþingi Suður- Afríku samtakanna (South African Association), að uppbygging skæruliðasveita fyrir norðan Ródesíu væri í fullum gangi. Hann lét þess getið, að Ródesíustjórn gerði sér fulla grein fyrir því, að skæruhernaðurinn mundi vafalaust verða langvinnur. — Lokatak- mark þeirrar baráttu er Suður-Afríka, sem nú er óvinnandi virki apartheid-stefnunnar. Eigi að síður hefur þessi þróun átt sér stað án þess heitið geti að heimsbyggðin hafi orðið hennar vör. Ein ástæða þess er sú, að hernaður Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu hefur dregið athyglina frá öðrum vandamálum; önnur ástæða er, að ríkisstjórnir hvítra manna í sunnanverðri Afríku hafa lagt sig í framkróka við að leyna hinu rétta eðli átakanna með því að halda uppi strangri ritskoðun og útiloka erlenda fréttamenn. Á tveggja mánaða ferðalegi um „hvítu“ og „svörtu" löndin í sunn- anverðri Afríku gafst mér kostur á að mynda mér skoðanir um ástandið. Til vitnis um viðkvæmni stjórnvalda í þessum löndum má nefna, að þrívegis var ég handtekinn af öryggislögreglu: einu sinni í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku; einu sinni í Carmona, stórri borg í Norður-Angóla; og einu sinni í hafnarborginni Beira í Mózambik, þar sem ég var að ljósmynda losun farms, sem var á leið til Ródesíu. í síðastnefnda tilvikinu var filman gerð upptæk. Þau þrjú ríki, sem söguleg þróun hefur bundið sameiginlegum ör- lögum, eru Portúgal, Ródesía og Suður-Afríka. Þau eru einatt nefnd „Hvíti möndullinn" vegna kynþáttafasismans, sem liggur til grund- vallar hugmyndafræði þeirra allra. Innávið er þetta styrkur þeirra, því einungis með rótgróinni trú á eðlislæga yfirburði hvíta mannsins yfir þann svarta er hægt að fylkja nægilega mörgum Evrópumönnum til stuðnings við kergjufulla tilraun ríkjandi valdhafa til að veita við- nám þeirri sjálfstæðisöldu, sem fyrir nokkrum árum tók að flæða yfir meginland Afríku. En útávið er þessi kynþáttakenning aumasti blett.ur hinna þriggja ríkisstjórna, ekki einungis í augum annarra Afríkuþjóða, heldur einnig í augum vestrænna lýðræðisríkja. Á stjórnmála- og hernaðarsviðinu er Suður-Afríka öflugasti aðili „Hvíta möndulsins“ (í öllum greinum) og portúgölsku nýlendurnar veikasti hlekkurinn. Ródesíu verður sennilega fyrst veruleg hætta búin, þegar nýlendustjórn Portúgala tekur að molna. Bæði Suður- Afríku og Ródesíu er það lífsskilyrði að koma í veg fyrir, að portú- gölsku nýlendurnar komist undir meirihlutastjórn. Ef afrískir upp- reisnarmenn legðu Angóla undir sig, mundu 1000 kílómetra löng norðurlandamæri Suðvestur-Afríku vera í hættu. Breyting á pólitískri stöðu Mózambik mundi verða ennþá ískyggi- legri. Norðvestur- og vesturhéruð Ródesíu liggja að Mózambik, og sömu sögu er að segja um iðnaðarhéruð Suður-Afríku, Transvaal og Natal. Jafnvel enn mikilvægara er efnahagslegt sjálfstæði hinna tveggja ágætu hafnarborga í Mózambik, Lourcnco Marques og Beira. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.