Samvinnan - 01.08.1970, Page 46

Samvinnan - 01.08.1970, Page 46
Táknmál Geir Vilhjálmsson: r HOPAFL OG STJÓRNSÝSLA ör skýtur þorlaus marar steinn í köfnunarefni blekkingarverksmiðju prentsvertuálmengað loft kastala þinna þyngir þér enn sundið þú gullklofna tunga o valdið til fólksins færir þér frið miðgarðs ormur Geir Vilhjálmsson Sá heimur, sem við og forfeður okkar höfum svo lengi verið lokuð inní, býr yfir miklum náttúrukröftum og fegurð, en erfið- ar umhverfisástæður hafa löngum beint kröftunum að því að hafa í sig og á og tími lítill til hugrænna starfa og listsköpunar. Strjálbýlið leiðir af sér lága tíðni og minni fjölbreytileika mannlegra samskipta, en samskipti fólks eru tæknileg undirstaða allrar menningarþróunar. Þessar tvær sögu- legu staðreyndir, brauðstritið og strjálbýlið, hafa mótað okkur öll svo lengi, að augljósra erfiðleika er að vænta, þegar við reynum að skilja hugarlega raunveruleika, sem þró- azt hafa upp við allt aðrar og fjölbreyttari aðstæður en okkar hér á Próni. En ekki aðeins hugurinn, heldur líka til- finningar, venjur og siðir okkar íslendinga eru undir áhrifum frá staðreyndum fortíð- arinnar, sem eru ekki lengur fyrir hendi hjá meginþorra þjóðarinnar, og nútíðin þrýstir á okkur með sívaxandi krafti til að sprengja burt fjötra vanans og knýja okkur til að skynja okkur sjálf og umhverfið í breyttu ljósi þeirra nýju aðstæðna, sem við nú lifum í. Og aðstæður hér á Vesturlönd- um hafa svo sannarlega breytzt, og það sem meira er: þær halda áfram að breytast með stöðugt vaxandi hraða. Meðan 70% af íbú- um Asíu og Afríku vinna að undirstöðuat- vinnugreinum, landbúnaði, fiskveiðum og námugreftri, vinnur meirihluti íbúa hins vestræna heims við iðnað, en í höfuðvirki nútímastóriðju, Bandaríkjunum, er samsetn- ing atvinnuveganna komin á nýtt stig. Minna en helmingur vinnuaflsins starfar þar að framleiðslu fæðu, klæða, íbúða, bíla og annarra efnalegra hluta. Þannig eru Bandaríkin orðin heimsins fyrsta þjónustu- samfélag með fimm starfsmenn í þjónustu- greinum móti hverjum fjórum í framleiðslu- greinum. Hin sívaxandi þörf á sérfræði- og tæknikunnáttu gerir þjálfun og menntun fólks að aðalþætti efnahagslegs vaxtar, og áhrifamestu stofnanir framtíðarþjóðfélags- ins verða vísindastöðvarnar (1). Þessi mikla efnahags- og tækniþensla er langt frá því að vera eintóm blessun, eins og mengaðar, yfirfylltar stórborgir iðnaðarlandanna bera ljósan vott um, og einmitt þar hafa öldur þjóðfélagsóánægju og andspyrnu risið hæst á síðustu árum. Þó að hin landfræðilega einangrun íslands hafi löngum verið erfiður þröskuldur, þá finnum við hennar vegna lítið fyrir mörgum þeim vandamálum, sem aðrar þjóðir eiga við að etja. En samskipti íslands og um- heimsins aukast stöðugt, og sú gæfa kann að fylgja íslenzkri íhaldssemi, að við verðum seinir að gleypa við ýmsu því, sem fleiri hættur fylgja en kostir. Þessi auknu sam- skipti okkar við umheiminn vekja til vit- undar um margbreytileika mannlegra lífs- forma, og við skynjum áþreifanlega þann möguleika, að við sjálf getum verið öðru- vísi, á sama tíma og vandinn að velja og hafna verður ljós, því áhrifin frá umheim- inum móta okkur og breyta, en við eigum djúpstæða ósk um að ráða okkur sjálf, lífi okkar og siðum, sem einstaklingar og sem hópur. En hér erum við komin að aðalefni þess- arar greinar, skipulagsmálum, því skipu- lagning, stjórnsýsla og rekstrartækni eru lítt þekktar fræðigreinar á íslandi. „We Invent the Future“ segja nútíma- skipulagsfræðingar (2). Við íslendingar þurfum að tileinka okkur þessi vísindi sem fyrst. Á Fróni Ef við skyggnumst um í íslenzku athafna- lífi, þá rekumst við á mismunandi tegundir skrifstofukerfa (bureaucracy). Þó þetta orð kalli e. t. v. fram í huga lesenda drunga- legar myndir af rykugum skrifstofum og vélrænum skrifstofumönnum, þá hefur hug- takið hér hlutlæga merkingu, þ. e. a. s. ákveðið stjórnsýslukerfi, sem þróaðist upp úr iðnbyltingu 19. aldar. Þetta stjórnsýslu- kerfi hefur tekið ýmsum breytingum í kjöl- far tækniframfara og almennra félagslegra breytinga, en í grundvallaratriðum er enn þann dag í dag byggt á því að stjórna starfsfólki með reglum, fyrirmælum, boðum og bönnum. íslenzk skrifstofukerfi eru flest af því tagi, sem nefnd eru hefðbundin skrif- stofukerfi. Hér er það t. d. algengt að fyrir- tæki eru byggð upp af einstaklingum, sem oftast eru enn á lífi, og þeirra persónuleikar, skoðanir og skapferli móta uppbyggingu og rekstur fyrirtækjanna. Svipað er oft uppi á teningnum hjá stærri fyrirtækjum og hjá því opinbera, þar sem einstaklingar hafa sett sinn stimpil á deildir eða stofnanir. Annað einkenni þessa skipu- lagsstigs eru samböndin svokölluðu, þ. e. a. s. allir viðskiptavinir fá ekki sömu þjónustu, heldur er sá möguleiki fyrir hendi að koma hlutunum hraðar í gegn fyrir tilstilli per- sónulegra tengsla, „sambands" við einn eða fleiri starfsmenn. Einn galli slíks hefðbund- ins kerfis er, að það gerir ekki öllum jafnt undir höfði, þ. e. a. s. það er ekki lýðræðis- legt, en aðalgallinn er þó sá, að slíkt kerfi er margbreytilegt og ruglingslegt. Erfitt er að samhæfa þætti þess og vandasamt að læra á það. Hærra þróuð skrifstofukerfi eru nefnd skynsamleg skrifstofukerfi, og sú við- leitni, sem nefnist á íslenzku hagræðing (rationalisering), beinist m. a. að því að þróa skynsamleg skrifstofukerfi upp úr þeim hefðbundnu. Sögulegt í stjórnsýslufræðum má greina milli nokk- urra þróunarþrepa fræðigreinarinnar. Hand- hæg og eðlileg skipting er sú hjá Scott, 1961 (3), en hann talar um klassískar, nýklass- ískar og nútíma kenningar: Hin klassísku stjórnsýslufræði eru nokk- urskonar líffærafræði fyrirtækja og fjalla um verkaskiptingu, valdadreifingu, vöxt, skiptingu og eftirlit. Nýklassíska tímabilið hefst upp úr seinni heimsstyrjöld, þegar mikilvægi félagslegra samskipta fyrir rekst- urinn verður ljóst og hin svokallaða vinnu- sálfræði tekur að hasla sér völl. Á þessu stigi var ekki um það að ræða að breyta grundvallarskipulagi rekstursins, og það var ekki fyrr en um og eftir 1960, að ný og öflug grein sálfræðinnar, hópsálfræð- in, náði þeirri útbreiðslu, að ljóst varð að með því að breyta grundvallarskipulagi rekstursins var hægt að leysa miklu meir úr læðingi afkastagetu og sköpunarmátt fólksins. í hefðbundinni stjórnsýslu var ein- staklingurinn undirstöðueining, en í þessari nútíma stjórnsýslu er byggt á litlum sam- starfshópum. Rétt virkjað er afl hópsins miklu meira en samanlögð afkastageta ein- staklinganna í hópnum. Þetta byggist á víxl- verkun krafta millum einstaklinganna í hópnum, og verður ekki nánar útfært hér, en rétt er að benda á, að tæknileg hagnýting 46

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.