Samvinnan - 01.08.1970, Page 52

Samvinnan - 01.08.1970, Page 52
í lögum allra flokkanna, nema Alþýðu- bandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er fámennisstjórnum veitt nokkur heimild til stefnumótunar, en annars er hlutverk þeirra öðru fremur bundið við að annast framkvæmdastörf í þágu flokksins, sem áður er nánar lýst. Þær hafa engin formleg afskipti af framboðum, nema fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins, og eiga engan hlut í afstöðu flokksins til ríkisstjórn- ar. Þær virðast koma alloft saman, eða allt frá vikulega til einu sinni í mánuði. Til staðbundinna stofnana flokkanna telj- ast flokksfélög, fulltrúai'áð og kjördæmisráð. f öllum flokkunum er málum svo skipað, að félögin eru grunneiningarnar, en þau mynda síðan með sér samtök, sem takmörk- uð eru við kjördæmi og kallast ýmist kjör- dæmisráð eða kjördæmissambönd, en í Reykjavík fulltrúaráð. Að vísu er þessi skipan ekki alls staðar framkvæmd svo sem hér er lýst. í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna skal t. d. kjördæmisráð ein- ungis myndað, þar sem fleiri en eitt aðildar- félag er í kjördæmi. Sérstök fulltrúaráð, takmörkuð við kaup- tún, kaupstað eða sýslu, eru í Alþýðuflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum, en verksviði þeirra er fyrr lýst. Hlutverk staðbundinna flokksstofnana er öðru fremur bundið við útbreiðslu- og kynn- ingarstörf, svo og hvers konar almenn fé- lagsstörf í þágu flokksins. í lögum allra flokkanna er þeim falið sérstakt hlutverk við ákvörðun framboða til sveitarstjórna og Alþingis. Gildir sú regla í öllum flokkum, að flokksfélög á hverjum stað og fulltrúaráð, þar sem þau eru, ákveða framboð til sveitar- stjórna. Um framboð til Alþingis er hins vegar skipan mála ekki á einn veg í öllum flokkum. í Alþýðuflokknum ber fulltrúaráð í Reykjavík og kjördæmisráð utan Reykja- víkur fram tillögur til miðstjórnar um fram- boð, en hún tekur síðan endanlega ákvörðun um þau. Sama regla gilti í Sósíalistaflokknum. í öðrum flokkum ákveða kjördæmisráð eða kjördæmisbing — í Reykjavík fulltrúaráð — framboðin til Alþingis. Ekki hefur þess verið hér kostur að rannsaka, hvort fyrir hafi kornið, að miðstjórn Alþýðuflokksins hafi breytt tillögum fulltrúa- og kjördæmis- ráða um framboð. en ekki hefur slíkt komizt í hámæli, svo að kunnugt sé, a. m. k. hin síðari ár. Þegar þetta er haft í huga má segja, að þessi málefni séu a. m. k. formlega í höndum staðbundinna flokksstofnana. Það útilokar hins vegar engan veginn hugsanlega íhlutun flokksforystu um framboð, en ekki er kostur að fjalla nánar um það hér. Af þessu leiðir svo það, jafnvel þótt ekki sé tekið fram í lögum hinna einstöku flokka að staðbundnar flokksstofnanir hljóta að hafa áhrif á stefnumótun í sveitarstjórnar- málum og ýmis framkvæmdastörf á hinum afmörkuðu svæðum. Enda þótt flokkarnir séu ekki ýkja frá- brugðnir hver öðrum um grundvallaratriði skipulags, er þó í nokkrum greinum munur, sem ætla má, að varpað geti Ijósi á einhver megineinkenni einstaki’a flokka. Eins og fyrr greinir eru fjöldasamkomurn- ar áþekkar að eðli. Þó hafa Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn sérstöðu að því leyti, að fjöldasamkomur þeirra eru miklu fólksfleiri en sömu samkomur hinna flokkanna. Sama er einnig að segja um fjölmennisstjórnir, — þær eru ekki ýkja ólíkar hver annarri. Að einu leyti er þó munur, sem orð er á gerandi: Staðbundnar flokksstofnanir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa nokkur áhrif á val í fjölmennisstjórnir, en því er ekki til að dreifa í hinum flokkunum. í Alþýðu- bandalaginu er þó önnur fjölmennisstjórnin, — flokksráðið — skipuð að heita má ein- vörðungu fulltrúum kosnum af kjördæmis- ráðum. Þá má minna á, að formaður er í öllum flokkum kosinn á fjöldasamkomu, nema í Framsóknarflokknum, — þar er hann kjörinn í fjölmennisstjórn (miðstjórn). Um skipan fámennisstjórna skilur flokkana helzt í því efni, að í Alþýðuflokknum, Fram- sóknarflokknum og Alþýðubandalaginu (sami háttur var einnig í Sósíalistaflokkn- um) er hún kosin af fjölmennisstjórn. í Sjálfstæðisflokknum hefur fjöldasamkoma hins vegar mest áhrif á skipan hennar og í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna kýs fjöldasamkoman fámennisstjórnina. Eitt mikilvægasta málefni í hverjum flokki er ákvörðun framboða til Alþingis og sveitarstjórna. í öllum flokkum taka stað- bundnar flokksstofnanir ákvörðun um sveit- arstjórnarframboð, en ákvörðunarvaldi um framboð til Alþingis er hins vegar ekki hagað á einn veg: í Alþýðuflokknum hefur miðstjórn það með höndum, og sama skipan var í Sósíalistaflokknum. í öðrum flokkum eru þessi framboð ákveðin í staðbundnum flokksstofnunum (kjördæmisráðum, full- trúaráðum eða flokksfélögum). í samræmi við þennan mun virðist einnig bæði í lögum og framkvæmd koma í ljós athyglisverður munur á stöðu þingflokksins. í Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum virðist hún vera miklu sjálfstæðari en I Alþýðu- flokknum fog einnig Sósíalistaflokknum). Eins og sakir standa er ekki unnt að gera viðhlítandi grein fyrir, hver hún verði i Alþýðubandalaginu og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Þó virðist auðsætt, ef lög flokkanna eru lögð til grundvallar, að tengsl hans við fjöldaflokkinn eru miklu lausari en þingflokks Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, og má því ætla, að hann verði nokkru sjálfstæðari. Sjálfstæði þingflokks Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins birtist einkum í því, að staðbundnar flokksstofnanir hafa ákvörðunarvald um framboð og þingflokkur- inn ákveður, hverjir skuli vera ráðherrar. í Alþýðuflokknum er ákvörðun framboðsins hins vegar í höndum miðstjórnar, og mið- stjórn flokksins ákveður, hverjir skuli vera ráðherrar. Sama skipan var einnig í Sósíal- istaflokknum. í nýju flokkunum tveimur, Alþýðubandalaginu og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, eru það staðbundn- ar flokksstofnanir, sem ákveða, hverjir skuli vera frambjóðendur, eins og fyrr sagði, en hins vegar liggur enn ekki ljóst fyrir, hvaða stofnun fær ákvörðunarvald um, hverjir verði ráðherrar, ef til slíks kæmi. Þessi munur á sér sögulegar ástæður: Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn eru upphaflega stofnaðir sem þing- flokkar. Tiltekinn hópur þingmanna sam- einaðist um að stofna flokkana, og fylgi þeirra grundvallaðist á fylgi þingmannanna. Má því segja, að þeir séu stofnaðir kringum þingflokkinn. Hinir flokkarnir, Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn (þ. e. ef hann er talinn sami flokkur og kommúnistaflokk- urinn), voru stofnaðir utan þings og urðu að brjóta frambjóðendum sínum leið inn í þingið. Af þeim sökum hafa þingmenn þess- ara flokka orðið flokksháðari en þingmenn hinna flokkanna. Hér má Skjóta því inn í, að þetta álitaefni um afstöðu þingflokks til fjöldaflokks komst á dagskrá, er skipulagsreglur Sjálfstæðis- flokksins voru endurskoðaðar 1969. Þar er nú kveðið svo á, að landsfundur kjósi 8 menn úr hópi utanþingsmanna, en þing- flokkur 5 úr sínum hópi. Um áhrifaaðstöðu í miðstjórn mun hafa orðið einhver tog- streita milli þingflokks og óbreyttra liðs- manna, en málalyktir urðu, að óbreyttir flokksmenn náðu því marki að skipa meiri hluta hennar. Enn eitt höfuðatriði í skipulagi hvers flokks er, hvernig háttað sé sambandi þeirra stofnana, sem fara með stjórn flokksins í heild, og hinna, sem staðbundnar eru. Þar má greina nokkurn mun á flokkum. Að sjálfsögðu eru margvísleg tengsl milli þess- ara stofnana í öllum flokkum. Lög þeirra allra hafa að geyma ákvæði þess efnis, að félög verði á einhvern hátt að hafa öðlazt viðurkenningu æðstu stjórnar flokksins og þeim, ásamt öðrum staðbundnum stofnun- um, gert að skyldu að senda henni skýrslur og greinargerðir um starfsemi sína. Felur þetta augljóslega í sér, að æðsta stjórn flokkanna hefur margs konar tækifæri til eftirlits með starfsemi félaganna og a. m. k. óbeinna áhrifa. Augljóst er þó og athyglis- vert, hversu lög Alþýðuflokksins, sbr. eink- um 2. og 10. kafla lögbókar hans, hafa að geyma miklu ítarlegri ákvæði um afskipta- og íhlutunarrétt þeirra stofnana, sem hafa með höndum stjórn flokksins í heild (í þessu tilviki flokksstjórnar og miðstjórnar) um málefni félaganna en lög annarra flokka. Svipað var að segja um Sósíalistaflokkinn, enda þótt lagafyrirmælin þar væru ekki eins ítarleg. Ákvæði, sem að þessu lúta, eru miklu fyrirferðarminni í lögum Framsóknarflokks- ins og skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Sama er að segja um lög Alþýðubandalags- ins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Af þessu, sem nú hefur verið rakið, virð- ist eins og Alþýðuflokkurinn sé öllu meira miðstýrður en hinir. Sama var einnig að segja um Sósíalistaflokkinn. En þetta á sér sögulega skýringu, eins og fyrr var sagt. Þróunin virðist í öllum flokkum stefna í átt til valddreifingar og aukins svigrúms einstakra flokksmanna. Kemur það e. t. v. einna gleggst í ljós, ef lög Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins eru borin saman við lög hinna nýstofnuðu vinstri-flokka, — Al- þýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Auk þeirrar breytingar, sem þegar er getið. má minna á, að í lögum þessara nýju flokka er horfið frá öllum ákvæðum um flokksaga, sem eru í lögum eldri flokkanna, og í lögum Alþýðubanda- lagsins er leitazt við að tryggja minnihluta- hópum áhrifaaðstöðu með svokallaðri punktaaðferð við kosningar til fjölmennis- stjórna, svo sem áður er lýst. Síðast en ekki sízt má minna á prófkjör það, sem farið hef- 52

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.