Samvinnan - 01.08.1970, Side 57

Samvinnan - 01.08.1970, Side 57
á þeim fáu mínútum, sem ég hef hér til um- ráða, að gera neins konar tilraun til heildar- skilgreiningar á sagnaskáldskap Gunnars Gunnarssonar. Fyrir þá, sem slíkan fróð- leik girnast, eru handhæg heimatökin að leita til bóka lærðra manna, t. a. m. Dananna Otto Gelsteds og Kjeld Elfelts eða Svíans Stellan Arvidsons ellegar bókar Sigurjóns Björnssonar, Leiðin til skáldskapar. Aðeins vil ég, áður en lesturinn úr verkum Gunn- ars hefst, gera grein fyrir því í sögum hans, sem hefur orkað sterkast á mig sem les- anda og mikinn unnanda margra verka hans. Ef ég ætti í sem allra stytztu máli að lýsa því, sem mér finnst framar öðru ein- kenna skáldskap Gunnars Gunnarssonar, yrði það helzt tjáð með einu orði — tví- hyggja. Mér virðist tvíhyggja birtast í verkum hans nær öllum og í fjölbreytilegum mynd- um: í einstökum minnum, í atvikarás og aðstæðum, í efnisafstöðu höfundar og per- sónusköpun. Skal ég nú reyna að skýra þessi orð nokkru nánar. Fyrst er þá e. t. v. rétt að taka það fram, að mér virðist tvíhyggja Gunnars Gunnars- sonar annars eðlis en hin gamalkunna ný- klassíska og rómantíska tvíhyggja, þar sem höfundar gjarna leituðu allsherjar samræm- is og jafnvægis, freistuðu þess að sætta and- hverfur í einni samhverfu. Tvíhyggja Gunn- ars Gunnarssonar leiðir sjaldnast til því- líkra sátta, heldur er höfundarverk hans mótað ævarandi baráttu. Hann heyir enda- lausa Jakobsglímu. Ég hygg, að þetta höf- undareðli sé nokkur skýring á því, hversu mörgum verka hans er ólokið, eða lauk á annan hátt en hann hafði fyrirhugað. Fæst meiri háttar verka hans eru lokuð veröld eða lukinn hringur, heldur meira í ætt við línur eða örvar, sem stefna út í óendanleik ann. Ef nefna ætti íslenzk skáld, sem minna á Gunnar að þessu leyti, koma í hugann höfundar eins og Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson. Oft er því líkt sem glíman við yrkisefnið gefi verkum þeirra fremur gildi en sú heild, sem skapast — eða þó öllu fremur skapast ekki. Sem andstæður frá þessu sjónarmiði má benda á skáld eins og t. a. m. Jónas Hall- grímsson og Tómas Guðmundsson — og af sagnaskáldum Halldór Laxness. Hjá þessum höfundum orka heildarmyndir fulllokinna verka sterkar en innri átök þeirra. Ein afleiðing af tvíhyggju Gunnars eru því þau áhrif eilífrar, ólokinnar og óljúkan- Erindi flutt á bókmenntakynningu stúdenta 28. febrúar 1970 legrar baráttu, sem sögur hans hafa á les- anda. Það, sem ég í þessu spjalli, meðan mér dettur ekki betra orð í hug, leyfi mér að kalla tvíhyggju Gunnars Gunnarssonar, birt- ist ef til vill skýrast í verkum hans í sam- antefling og átökum andstæðna af ýmsu tagi. Fyrst dettur mér þá í hug, hvernig ná- lægð og fjarlægð birtast í samanlögðu höf- undarverki Gunnars. Raunar er beiting þessara andstæðna meðal hins forvitnilega í bókmenntum heimsins. Hve oft er okkur ekki hið nálæga fjarlægt og hið fjarlæga nálægt? Nú vitum við það, að Gunnar samdi verk sín í fjarlægð frá íslenzku mann- lífi. En hvar verður þess vart? Ég hygg hvergi, og því rammíslenzkari sem söguefni hans eru, því nálægari virðast þau í verkum hans. Hér er mikill munur á skáldlegri sýn Gunnars og rómantísku skáldanna, sem einnig dvöldust mörg í Danmörku, en sáu ísland og íslenzkt mannlíf jafnan úr nokkr- um fjarska. Að þessu leyti minnir Gunnar meira á skáld eins og Henrik Ibsen, sem samdi sum sérnorskustu verk sín suður á Ítalíu. Raunar minnir Gunnar á Ibsen um fleira, ekki hvað sízt með þeirri djúpu, siðferðilegu alvöru, sem einkennir öll verk hans. í sköpun atburðarásar og aðstæðna leik- ast á andstæður í sögum Gunnars. Þær lýsa baráttu lífs og dauða, góðleiks og göfgi andspænis illsku og mannvonzku. Athyglis- vert er, hversu tíðum konur í verkum hans eru fulltrúar hins góða. Að því er varðar átök ills og góðs, er vert að minnast þess, að vart hefur nokkur annar íslenzkur höf- undur jafngeiglaust og hispurslaust krufið hið illa í manninum. Sumar sögupersónur hans eru beinlínis illskan holdi klædd — hin tilgangslausa illska. Veikleikur og góð- leikur mannlegs lífs frammi fyrir og í ei- lífri glímu við illsku, þjáning og angist er meginþema í sumum verkum Gunnars. í þeirri listsköpun er hann jafnt í samhljómi við existentialista 19. aldar eins og Dosto- jevski, Nietzsche og Kierkegaard sem við sundurtæting og lífsfirring okkar aldar. Þessi efnisatriði eru ekki sízt rík í sögunum, sem hann samdi á styrjaldarárunum fyrri og eftir þau: Ströndinni, Vargi í véum og Sælir eru einfaldir. Vegna þess, hve svip- aður vandi er kjarnlægt þema á okkar tímum, á ég örðugt með að samsinna þeim mönnum, sem telja þessi verk standa að baki öðrum sögum Gunnars. í Heiðaharmi og Sálumessu lýsir hann aftur á móti þraut- seigju, staðfestu og tryggð andspænis seig- drepandi eyðing lífs. Hér er enn dæmi tví- hyggjunnar, glímunnar eilífu, sem einkenn- ir flest verk Gunnars í einni eða annarri mynd. Einstaklingshyggja og mannleg samábyrgð eru enn andstæðar tvenndir, sem á ber í verkum Gunnars. Raunar virðist ein- staklingshyggjan miklu ríkari þáttur. Mér finnst oft afstaða Gunnars minna á traust- an og góðan bónda. Það er afskaplega mikið af lífsviðhorfi bændahöfðingjans í verkum hans. Yfirleitt eru sögupersónur Gunnars gæddar höfðingslund. Jafnvel í mestu nið- urlægingu sýna þær reisn. Tökum til dæmis Bjarna og Steinunni í Svartfugli. Annað höfundareinkenni Gunnars, er minnir á bændur, sem ég hef þekkt, er fals- leysi hans. Það er eitthvað ekta og traust í öllu lífsviðhorfi hans. Honum eru leik- brögð trúðsins fjarri. Þessi mikli heims- borgari er í verkum sínum og persónulegri viðkynningu hreinskiptinn og alvörumikill austfirzkur sveitamaður. Hvað skýrast birtist þó tvíhyggja Gunnars Gunnarssonar í persónusköpun hans. í fjöl- mörgum verka hans standa gjörólíkar og andstæðar persónur hver gegn annarri. Þetta höfundareinkenni sést strax í Borgar- ættinni í bræðrunum, sonum Örlygs á Borg; í Ströndinni síra Sturla og Thordarsen verzl- unarstjóri; Ingólfur og Hjörleifur í Fóst- bræðrum; Grímur Elliðagrímur og Páll Ein- arsson í Sælir eru einfaldir. Ef til vill standa þó hvergi á sögusviðinu fjölbreyttari andstæður í persónusköpun en meðal þess fólks, sem Uggi Greipsson elst upp með. Hin tvískipta veröld Ugga birtist okkur skemmtilega strax í fyrstu línum bókarinn- ar, sem lesnar verða hér á eftir: „Drottinn stóð mér fyrir hugskotssjónum sem vænn og virðulegur föðurafi, Kölska hins vegar á stundum svipaði til ofurlítið viðsjáls og til alls búins, en samt ekki sér- lega hættulegs og raunar fremur einfalds móðurafa." Hver man ekki afana hans Ugga eða aðrar andstæðar tvenndir: bræðurna Greip og Sigberg, systurnar Mens, flakkarana 57

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.