Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 7
aði bóndinn gráti nær, — og ég var sá erkibjálfi að selja sjálfan bolann fyrir minna en hundrað pund. Ben Jonson (1573—1637), enska leikritaskáldið sem m. a. samdi „Volpone“, var alræmd- ur fyrir að kvarta yfir matn- um í miðdegisverðarboðum, og stundum með svo klunnalegum hætti, að gestgjafar hans misstu með öllu matarlistina. Dag nokkurn var honum boðið uppá hot'pot (enskur þjóðar- réttur úr kryddspaði og kart- öflum). Þegar hann hafði lokið við einn skammt, gretti hann sig og sagði: — Þetta er nú bara ekki annað en svínafóður. En í þetta sinn hafði hann reiknað rangt, því húsmóðirin svaraði strax og heldur kulda- lega: — Þá hlýtur að mega bjóða yður einn skammt til. Jósef II (1741—1790), þýzk- rómverskur keisari frá 1765, dvaldist eitt sinn í París og var þá gestur í boði, þar sem rætt var um uppreisnina í ný- lendum Breta í Ameríku. Frakkar voru þá á bandi Am- eríkumanna, og hvarvetna voru menn hugfangnir af Washington og Lafayette. — Keisarinn hlustaði lengi þögull á byltingarmóðinn, og þegar hann var um síðir beðinn að láta í Ijós álit sitt, færðist hann undan því með þessum orðum: — Þér verðið að hafa mig afsakaðan, en það er nú einu- sinni handverk mitt að vera konungssinni. Júlíus II (1443—1513), páfi frá 1503, fékk einhverju sinni beiðni frá Þjóðverjum þess efnis, að þeim yrði leyft að borða kjöt tiltekinn dag á föst- unni. Páfinn vildi synja þess- ari beiðni, en ánþess að segja beinlínis nei, og þessvegna svaraði hann: — Það sem um er beðið er heimilað, en einungis með því skilyrði, að þennan tiltekna dag drekki Þjóðverjar ekki vín. Immanuel Kant (1724— 1804), þýzkur heimspekingur, einn af merkustu hugsuðum veraldarsögunnar, átti að vini fjörgamlan hershöfðingja, sem tók uppá því að kvongast 18 ára stúlku. Þegar hann sagði Kant frá fyrirhuguðu hjóna- bandi, bætti hann við: — Að vísu þarf ég sennilega ekki að binda vonir við afkom- endur. — Að vísu ekki, svaraði Kant, en sennilega að bera kvíðboga fyrir þeim. Karl II (1630—1685), kon- ungur Englands frá 1660, átti bróður, hertogann af York, sem síðar varð Jakob II. Eitt sinn þegar hertoginn var á veiðum hitti hann bróður sinn, Karl II, í Hyde Park án nokk- urs fylgdarliðs, en það var á þeim tímum talið lífshættulegt konungum. Hertoginn lét í ljós furðu sína og varaði bróður sinn við að láta slíka léttúð henda sig. — Jakob, svaraði konungur, — þetta er ekki léttúð. Meðan þú gætir þín, er mér engin hætta búin. Enginn íbúi Eng- lands mundi drepa mig til að láta þig taka við krúnunni. Hirðmaður nokkur sagði Karli II, hvaða álit fólkið hefði á þjóðhöfðingja sínum: Hann segir aldrei neitt heimskulegt, en gerir heldur aldrei neitt gáfulegt. Kóngur brosti ánægður og sagði: — Ágætt, það fyrra snertir 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.