Samvinnan - 01.04.1972, Page 8

Samvinnan - 01.04.1972, Page 8
 ■ : mig, en það seinna ráðherra minn. Karl XIV Johan (1763— 1844), konungur Svíþjóðar og Noregs frá 1818, hét upphaf- lega Jean-Babtiste Bemadotte, var fæddur í Suður-Frakk- landi og var herforingi að mennt. Bæði á byltingarárun- um og á valdatíma Napóleons gegndi hann ýmsum mikil- vægum trúnaðarstörfum og vann sér orðstír sem herstjóri. Árið 1809 urðu vinslit með honum og Napóleon keisara, en keisarinn veitti þó leyfi til, að hann léti kjósa sig til ríkis- erfða í Svíþjóð. Það var vissu- lega dálítið mótsagnakennt, að TEÍUE BtlnUR sem ehki þarf ab pressa Drengjaog herrastærðir Nýjustu snið við allra hæfi Avallt fyrirliggjandi úrval af vefnaðarvörum Kr. Þorvaldsson & Co. HEILDVERZLUN Grettisgötu 6 - Símar 24730 og 24478 gamli lýðveldisforkólfurinn ætlaði nú að gerast sænskur kóngur, og endaþótt Berna- dotte tækist undrafljótt að heilla þegua sína, lenti hann stundum í óþægilegum aðstæð- um. Einhverju sinni þegar hann kenndi lasleika varð hann skelfingu lostinn, þegar líflæknir hans vildi taka hon- um blóð. Hann reyndi lengi vel að komast hjá þvi en varð um síðir að láta undan. Skýringin á feimui Karls Johans birtist í mynd heljar- mikils hörundflúi’s, sem syndi tákn frönsku byltingarinnar, en undir því stóð: Mort aux rois! sem lauslega útleggst: „Deyi allir kóngar!“ Karl V (1500—1558), þýzk- rómverskur keisari frá 1519, hafði vald á sex tungumálum. „Maður er jafnmargföld mann- eskja og maður kann mörg tungumál,“ sagði hann. Hann kvaðst einnig hafa lært ítölshu til að geta talað við páfann, spœnshu til að geta talað við móður sína, enshu til að geta talað við fi’ænku sína, jlœmshu til að geta talað við vini sína, fronshu til að geta talað við sjálfan sig og þýzhu til að geta orðið keisari. Þegar hann gaf fyrirskipanir notaði hann þýzhu, í ríkisráð- inu talaði hann ítölshu, og við konur talaði hann — frönshu. Tizian sagði eitt sinn við Karl V, að mi veittist honum í þriðja sinn sú sæmd að mála hans keisaralegu liátign. Karl V svaraði honum: — Þá færið þér mér semsé ódauðleikann í þriðja sinn. Við Múhldorf hjá ánni Elbu beið herafli mótmælenda mik- inn ósigur. Karl keisari V hafði sjálfur stillt upp liði sínu og með ótrúlega skjótum hætti gert óvinaherinn óvígan. Þeg- ar hann yfirgaf vígvöllinn, vitnaði hann í Sesar, en með svolítilli breytingu: — Ég kom, ég sá — og Guð sigraði. 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.