Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 9
Eftir innreið spænsku her- sveitanna í Wittenberg er sagt, að hertoginn af Alba hafi snúið sér til Karls V og lagt til, að gröf villutrúarmannsins Lúthers yrði opnuð og leifar hans brenndar til ösku. En keisarinn svaraði: — Ég á í höggi við lifendur, en ekki dauða! Karl XII (1682—1718), kon- ungur Svía frá 1697, sýndi þeg- ar á bernskuárum taumlausa metnaðargirni. Kennari hans, Nordenhjelm, spurði hann dag einn, hvaða álit hann hefði á Alexander milda. Drengurinn svaraði: — Ég ætla að komast eins langt og hann. Þegar Nordenhjelm benti á, að Alexander hefði ekki orðið nema 32 ára gamall, svaraði drengurinn af bragði: — Þegar maður hefur lagt undir sig heilt heimsveldi, þá er maður búinn að lifa nógu lengi. Til að komast í nánari tengsl við Evrópu stofnaði Pétur mikli nýja borg við mynni Neva-fljóts (St. Pétursborg) og gerði hana að stjórnarsetri. Þegar Karl XII heyrði sagt frá þessu, hló hann hæðnislega: — Zarinn má gjaman skemmta sér við að reisa borg- ir. Ég áskil mér þá skemmtun að vinna þær. Katrín II mikla (1729— 1796), rússnesk keisaraynja, einvöld frá 1762, spurði ein- hverju sinni persneska sendi- herrann í St. Pétursborg í glæsilegu hirðsamkvæmi, hvað honum fyndist um tónlist.ina og dansana í samkvæminu. — Hm, þetta er alltof háv- aðasamt fyrir mig, svaraði hann, og það sem vekur mér mesta furðu er, að hinir göf- ugu rússnesku aðalsmenn, sem eiga svo marga þræla og ánauð- arbændur, skuli sjálfir taka þátt í þessum erfiða og þreyt- andi dansi. Roger Kemble (1721—1802), enskur leikari, varð öskuvond- ur þegar hann komst að raun um, að dóttir hans hefði gifzt leikara. — Hef ég ekki margsinnis varað þig við að giftast manni úr þessari verstu starfsgrein í heimi? þrumaði hann. — En pabbi, þú ert þó sjálf- ur leikari, sagði dóttirin í af- sökunarskyni, og maðurinn sem ég hef gifzt er meira að segja úr þínum eigin leikflokki. — Það skiptir engu máli. hrópaði Kemble, og aukþess hefur þú valið hæfileikasnauð- asta manninn í öllum leik- flokknum. — Já, einmit, viðurkenndi dóttirin sigri hrósandi, cnginn getur sakað hann um að vera leikara. Wensel Anton von Kaunitz (1711—1794), austurrískur stjórnmálamaður, var ríkis- fursti og kunnur ráðherra í stjórn þeirra Mariu Theresíu og Jósefs II. Hann var ákaf- lega sérvitur, sjálfselsku hans var viðbrugðið og sjálfshól hans var einatt hlægilegt. Jósef II hafði látið gera brjóstmynd af Lascy marskálki og aðra af Kaunitz ráðherra. í áletruninni á styttu Kaunitz var hann tal- inn bjargvættur Austurríkis. Þegar erlendur erindreki hrós- aði hástemmdum orðum í sam- kvæmi hinum göfuga stíl sem einkenndi orðfæri áletrunarinn- ar, sagði Kaunitz strax: — Hún er nú líka samin af mér! Alphonse Karr (1808—1890), franski rithöfundurinn, var samtíðarmaður skáldkonunnar George Sand sem hneykslaði samtíð sína bæði með því að berjast fyrir jafnrétti kvenna við karlmenn í nokkrum skáld- sögum sínum og með lifnaðar- háttum sínum og ögrandi klæðaburði (hún gekk í jakka- fötum). Innblásinn af þessari „rauðsokku“ skrifaði Karr: „Kona sem skrifar drýgir tvær syndir: hún eykur magn bóka og minnkar magn kvenna.“ QG Stóraukin varahluta- þjónusta fyrir Yauxhall & Bedford SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Varahlutaverzlun BÍLDSHÖFÐA 8,RVÍK. SÍMI 86750 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.