Samvinnan - 01.04.1972, Síða 13

Samvinnan - 01.04.1972, Síða 13
Þorleifur Einarsson: Um gróður og jarðveg á forsögulegum tíma ViSbrögð landsmanna Undirtektir landsmanna við stofnun þessara samtaka — Landverndar — voru með ein- dæmum góðar. Yfir 50 félög eiga nú aðild að þeim, og fjöl- rnargir einstaklingar og stofn- anir styrkja þau með fjárfram- lögum. Markmið Landverndar eru margþætt, bæði nátúruvernd og varnir gegn hverskonar mengun, en á vettvangi gróður- farsins, sem hér er til umræðu, er stefnumarkið að stuðla að heftingu gróður- og jarðvegs- eyðingar og styðja að hvers- konar landgræðslu með virkri þátttöku almennings. Hér er um stórt og mikið viðfangsefni að ræða, og það varpar ef til vill nokkru ljósi á umfang þess og inntak, að enn virðast menn ekki á einu máli um það, hvort náðst hafi, þrátt fyrir áratuga starf, jöfn- uður milli þess lands, sem eyð- ist, og hins, sem upp er grætt. En hvernig sem þeim reikn- ingsskilum er farið, verður ekki um það deilt, að jöfnuður í þessum efnum er aðeins áfangi á langri leið. Eftir er þá sóknin yfir jafnaðarlínuna inn á auðn- ina, í byggð og afréttum, eftir því sem skynsamleg vinnu- brögð standa til. Þessa sókn verður að byggja á þekkingu á orsökum þeirrar gróðurfarseyðingar, sem orðið hefur hér á landi. Og þegar þær eru að fullu kunnar, beitum við svo öllum tiltækum ráðum til alhliða gróðurverndar og end- urgræðslu þess lands, sem upp hefur blásið. Mennt er máttur, segir mál- tækið. Fræðsla í þessum efnum er því mikilvæg. Hún á að vekja skilning alþjóðar á viðfangs- efninu. Af skilningnum sprett- ur svo áhuginn og viljinn til þátttöku í landverndarstarf- inu. Af þessum sökum öllum er það fagnaðarefni, að land- græðslumálin hafa verið tekin til umræðu og athugunar á þessum vettvangi. Gróðureyðing og uppblástur hafa verið mjög til umræðu að undanförnu. Reynt hefur verið að gera tölulega grein fyrir jarðvegs- og gróðureyðingunni og helztu orsökum hennar. Til viðmiðunar um gang gróður- og jarðvegseyðingar er vita- skuld nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvern- ig landið hefur iitið út, áður en maðurinn og búpeningur hans kom til sögunnar hérlend- is fyrir 11 öldum. Heimildir um landshætti — gróður og jarð- veg — eru auðvitað gloppóttar og að heita má eingöngu jarð- fræðilegar. Verður vikið nokk- uð að þeim gögnum, sem vitn- eskju veita, og dregnar af þeim ályktanir um sögu gróðurs og jarðvegs frá ísaldarlokum og fram að landnámi. JarSvegur Jarðvegs- og gróðurþekja hvers lands er, auk loftslags og veðurfars, mjög háð gerð berg- grunns þess, enda eru m. a. afrennslishættir háðir berg- gerðinni. Hér á landi má skipta berg- eða jarðvegsgrunninum í tvo meginflokka. Annars vegar er hinn þétti berggrunnur blá- grýtissvæðanna, þar sem vatn rennur af á yfirborði og mynd- ar dragár, og hins vegar mó- bergs-, grágrýtis- og hrauna- svæði landsins, þar sem úrkom- an hripar niður og vatnið kem- ur síðan fram í lægðum og dældum sem lindavatn. Þessu er og svipað farið, þar sem laus jarðlög svo sem möl, sandur og vikur mynda jarðvegsgrunn. Af þessum sökum veldur vatns- rof jafnan meiri eyðileggingu á jarðvegi á blágrýtissvæðun- um en á svæðum, þar sem lek jarðlög eru undir. Á síðast- nefndu svæðunum þornar jarð- vegur fremur fljótt, svo að þar er hættara við jarðvegseyðingu af völdum vinds, þ. e. upp- blæstri. fslenzkum jarðvegi er skipt í tvo meginflokka, annars veg- ar þurrlendis- eða móajarðveg, sem oft er í daglegu tali nefnd- ur mold, og hins vegar í vot- lendisjarðveg, sem við könn- umst mætavel við sem mó eða torf í mýrum. Þurrlendisjarðvegurinn er einkum gerður úr smágerðri bergmylsnu, sem vindur hefur feykt af áreyrum, melum og söndum, svo og úr gosösku, sem dreifzt hefur yfir landið í eldgosum eða fokið úr ösku- flákum í nágrenni eldfjalla. Með tímanum hefur á þennan hátt orðið til misþykk jarðvegs- hula. Votlendisjarðvegurinn hefur hins vegar einkum orðið til þar sem blautt er, en hann er einkum myndaður úr plöntu- leifum, sem ekki hafa náð að rotna sökum vatnsaga. Á þenn- an hátt hafa víða orðið til þykk lög af mó. Mýrar eru hér á landi tiltölulega víðáttumiklar sökum lágs lofthita og mikillar úrkomu. Gróðurfarssaga Á myndunarskeiði blágrýtis- ins á tertíer uxu hér á landi bæði lauf- og barrskógar, svip- aðir þeim skógum, sem nú vaxa um sunnanverða Evrópu og í austanverðum Bandaríkjunum, enda var loftslag þá heittempr- að. f fimbulkuldum á ísöld, sem hófst fyrir þrem milljónum ára, huldu jöklar nær allt land- ið. Þá dó út allur hinn kulvísi gróður en eftir hjörðu einungis harðgerðustu plöntur. Sumar þeirra hurfu reyndar aðeins um stundarsakir úr flóru lands- ins á jökulskeiðum en námu land á ný á hlýskeiðum á milli jökulskeiða. Af þessum sökum varð íslenzka gróðurríkið svo tegundasnautt sem raun ber vitni. Þetta bendir til þess að íslandsálar hafi á ísöld verið orðnir svo breiðir, að flestar hinna kulvísu plantna áttu ekki afturkvæmt, þótt vaxtar- skilyrði myndu hafa verið nægjanlega góð til þess að þær gætu þrifizt. Síðasti fimbulvetur eða jök- ulskeið ísaldarinnar gekk í garð fyrir u. þ. b. 70.000 árum og stóð þar til fyrir um 10.000 árum. Jökulskjöldur huldi þá nær allt landið, nema einstaka fjallsrana og dalahlíðar norð- anlands. Á þessum jökullausu svæðum er af sumum talið, að nær helmingur íslenzku flór- unnar hafi hjarað af. Þegar jökla tók að leysa fyrir tæpum 20.000 árum og landið losnaði Hákon Guðmundsson. Hvað ungur nemur gamall temur. 13

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.