Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 20
ónum fóðureininga árið 1970. Svarar þessi munur til þess, að um milli 60 og 70 þúsundum fullorðins fjár sé nú færra í úthögunum en var 1935. Sumir telja, að álagið á úthagann hafi minnkað miklu meira en hér er gert ráð fyrir, en allir geta séð, að miklu hlýtur að skipta, ef létt hefur verið af sumar- högum yfir 20 þúsund naut- gripum, 12 þúsund hrossum af högunum allt árið og hátt í hundrað þúsund fullorðins fjár auk afkvæma þess. Ef til vill munar þó mestu um meðferð landsins, að vetrarbeit sauðfjár er að mestu úr sögunni. Þetta er afleiðing þeirrar ræktunarstefnu sem langf lestir íslenzkir bændur hafa fylgt. Allar líkur benda til, að áfram- hald verði á þessari þróun. Það sýnir m. a. áhugi sá, sem bænd- ur hafa sýnt á gróðurrann- sóknum Ingva Þorsteinssonar og hinu stórmerka starfi land- græðslunnar. Einnig má geta þess, að allir bændur landsins eru innan félagssamtaka Land- verndar, hinna nýju samtaka um náttúruvernd. Vafalaust er rétt, að búfjár- beitin hefur á ýmsum tímum gengið nærri gróðri landsins, og ennfremur hrís og lyngrif, sem notað var til eldsneytis og fóðurs. Sjálfsagt er, að áhuga- menn um gróðurvernd fylgist af raunsæi með skiptum lands- fólksins við landið og þá ekki sízt þeirra, sem nýta afrakstur gróðurmoldarinnar, bændanna. Eflaust má finna dæmi þess, að einstök, takmörkuð land- svæði séu ofbeitt. Slíku þarf að kippa i lag. En það verður ekki gert með órökstuddum ásökun- um skrifstofumanna á hendur þeim, sem ræktunarstörfin vinna hörðum höndum. Og þá er ég kominn að rúsinunni í pylsuenda Hákonar Bjarnason- ar, áskorun hans um að hætt verði að greiða útflutningsupp- bætur á landbúnaðarafurðir og „rök“ hans fyrir áskorun þeirri. Þar bregður hann sér sem sagt i betri buxurnar og hyggst styðja mál sitt tölulegum rök- um. Efnislega sagði skógrækt- arstjórinn, að til þess væri bágt að hugsa, að um nokkur undanfarin ár hefði verið varið tíu sinnum meira fé til útflutn- ingsuppbóta á landbúnaðaraf- urðir en varið hefði verið sam- anlagt til skógræktar og land- græðslu. „í raun og veru er því þannig háttað, að við höfum varið tíu sinnum meira fé til landeyðingar en landbóta. Mál er að linni“. Þannig lauk skógræktarstjóri máli sínu sunnudaginn 5. des- ember. Gjafir eru yður gefnar, bændur. Hvernig koma nú þessi orð heim og saman við staðreynd- ir? Á verðlagsárinu 1970—1971 voru greiddar 397 milljónir króna í útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir, þar af 169 milljónir á sauðfjárafurðir. Horfur eru á, að þessi upphæð minnki á yfirstandandi verð- lagsári, einkum uppbætur á sauðfjárafurðir. Útflutnings- uppbætur eru greiddar sam- kvæmt lögum frá 1960 og nem- ur greiðsla útflutningsuppbóta í hæsta lagi 10% af heildar- framleiðsluverðmæti landbún- aðarvara, eins og það er reikn- að í verðlagsgrundvelli. Til- gangur tryggingar þessarar er að stuðla að þvi, að framleidd- ar séu nægar kjöt- og mjólk- urvörur í landinu, og því sé eðlilegt að greiða bændum fullt verð fyrir nokkurt magn um- fram brýnustu þarfir þjóðar- innar. Ástæður þess, að við fá- um ekki framleiðslukostnað- arverð fyrir dilkakjöt okkar erlendis eru einkum tvær. Ann- ars vegar er landbúnaðarpóli- tik viðskiptalanda okkar, sem halda niðri framleiðslukostnaði heima fyrir með ýmiss konar stuðningi við eigin landbúnað og leggja sum aðflutningsgjöld á innfluttar landbúnaðar- vörur, og hins vegar hin al- menna verðlagsþróun hér heima fyrir og hlutfallslega lít- ill beinn stuðningur við land- búnað annar en sá, sem í út- flutningsbótunum felst. Þegar þvi er svo slegið fram dag eftir dag í jafnáhrifamiklum fjöl- miðli og Ríkisútvarpið er, að útflutningsbætur fari til land- eyðingar, finnst mér rétt að minna á eftirfarandi: 1. Nær allt innlent fóður naut- gripa er tekið af ræktuðu landi og fóður sauðfjár í æ ríkara mæli. 2. Hæfileg nýting óræktaðs lands til beitar er þjóðinni hagkvæm og landinu nauð- synleg. Ekki getur talizt ó- eðlilegt, þótt fullt skipulag sé ekki enn komið á um nýtingu landsins, enda gróðurathug- anir á byrjunarstigi og nær eingöngu bundnar við há- lendið. 3. Landbætur þær, sem gerðar hafa verið í byggð með upp- þurrkun og uppgræðslu á- samt fækkun gripa í órækt- uðum heimahögum og af- lögðum engjaheyskap, létta mjög á afréttum víða um land. 4. Grasrækt og nýting beiti- landa skapar mikil verðmæti í þjóðarbúi. Allar líkur benda til, að á stórum gróðurvana landflæmum, bæði á hálendi og á láglendi, megi rækta gras til heyskapar og beitar með góðum árangri. Gras- rækt er tvímælalaust örugg- asta og ef til vill eina örugga ræktunin, sem fram getur farið á íslandi. Gróðurvernd- armenn stuðla því öðru fremur að ræktun grass og skynsamlegri nýtingu þess. í þættinum Um daginn og veginn mánudagskvöldið 6. desember vitnaði fyrirlesarinn í ummæli skógræktarstjórans, sem getið var hér að framan, tók undir þau og vitnaði um ástandið í næstu sveit við sig, Grafningnum. Tók hann skýrt fram, að hann nefndi Grafn- inginn aðeins sem dæmi og gaf til kynna, að sviplíkt mundi ástandið vera annars staðar. Ég er ekki mikið kunnugur í Grafningi, en hafi lýsing ræðu- manns á ástandi gróðurþróun- ar þar verið rétt, er mér nær að halda, að einsdæmi sé. A. m. k. hef ég ekki spurnir af þvílíku ástandi annars staðar frá. Allt önnur þróun hefur líka orðið varðandi fjölda sauðfjár í Grafningi heldur en i landinu í heild, eftir því sem fram kom hjá ræðumanni. Ég hygg, að ræðumaður hafi verið nokkuð fljótur á sér að taka undir orð skógræktarstjórans og gera þau að sínum. Vel kann að vera, að þetta sérstaka svæði, Grafn- ingurinn, og sjálfsagt einhver fleiri afmörkuð svæði, þurfi mikillar aðgátar í sambandi við nytjun. En einstök dæmi, undantekningar, sem reynt er að túlka sem almenna reglu, orka tæpast til úrbóta neinum vanda, þjóna ef til vill ein- hverri argri lund, en eru þeim málstað, sem flytjendur vilja vinna fyrir, sízt til nokkurs gagns. Ingi Tryggvason. í úthögum er nú 60 til 70 þúsundum fœrra fulloröins fjár en árið 1935. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.