Samvinnan - 01.04.1972, Side 21

Samvinnan - 01.04.1972, Side 21
sögðu merki að því er snertir tegundafjölda plantna, gróður- far og grósku. Útlendingar, sem hingað koma í fyrsta skipti, furða sig yfirleitt ekki á gróð- urfari landsins og telja það vera í samræmi við norðlæga legu þess. Þessi skoðun virðist reyndar eiga furðu rík ítök einnig í íslendingum, sem að vísu hafa ekki vanizt öðru. Röng mynd En þessi skoðun er að veru- legu leyti röng, því að núver- andi gróður landsins er ekki nema að litlu leyti spegilmynd af eða í samræmi við gróður- skilyrði þess. Tegundafæð plantna hér er að talsverðu leyti afleiðing af einangrun landsins. Hér eru nú innan við 500 tegundir háplantna, og hef- ur búsetan orðið til þess að auka tegundafjöldann. Til sam- anburðar má nefna, að á svip- aðri breiddargráðu í Noregi eru 7—800 og í Norður-Alaska 11— 1200 tegundir, án þess að verið sé að staðhæfa, að sá fjöldi geti vaxið hér, þótt reynt væri að auka gróðurríki landsins. Þá er gróðurfar og yfirbragð hins gróna lands með öðrum hætti en það ætti að vera, ef allt hefði verið með felldu og gróðurinn væri í jafnvægi við loftslagið. Augljósasti vottur þessa er skóg- og kjarrlendi í landinu. Að vonum greinir menn á um viðáttu þess við upphaf landnáms, og hafa ver- ið nefndar tölur allt frá 20 til 40% af flatarmáli landsins. En hvað sem rétt er í þeim efnum, er það staðreynd, að kjarrlendi þekur nú aðeins urn 1% — 1000 km.2 — af landinu öllu, og það er enn að eyðast, nema þar sem land er friðað. Orsök þessa er þá fyrst og fremst handa- hófsleg nýting landsins, sem hefur víða leitt til ofbeitar. Áhrif hennar á gróðurfarið e ekki eingöngu fólgin í m' -ru andi trjágróðri, held' -^mnk^ í öðrum gróðurbre' -ur biítíúig eru ekki síðm ytlngöfh, s'em beitargæðí ' Skaðlégar fyrir ins Þa ' ' h'ótágildi lands- sar J ^^r'kómið í ljós með -/Ahburði við friðað eða hóf- béitt 'iftnd, að við langvar- ;ándi bfbeit hverf a beztu beitar- iþtóhturnar úr gróðurlendunum, uppskera minnkar, gróður^ breiðan gisnar og rótarkérfið grynnist. Þannig mihnkar beit- arþol landsins og jafnframt mótstöðuafl gróðursins gegn uppblæstrj og annarri eyðingu. Því miður er mikið af gróður- lpndum landsins með þessum blæ. Það eru einkum blautustu flóarnir, sem eru með eðlilegum hætti, ef svp mætti að orði kom- Ingvi Þorsteinsson: Landeyðingin Það dylst engum, að frá upp- hafi landnáms til þessa dags hefur orðið geysileg rýrnun landgæða á íslandi. Þessi rýrn- un er fyrst og fremst fólgin í beinni gróður- og jarðvegseyð- ingu, en einnig í stöðugt versn- andi gróðurfari þess gróður- lendis, sem ekki blés upp eða eyddist á annan hátt. Það liggur fyrst fyrir að reyna að gera sér grein fyrir því, hve mikið hefur eyðzt frá 25% landsins sé gróið. Þá er allt talið með, jafnvel hreinn mosi, sem þekur víðáttumikil svæði einkum í hraunum og á hálendi og telst vissulega gróð- ur, þótt hann hafi lítið hag- nýtt gildi. Rúmur helmingur tapaðist En þetta táknar, að á tæp- lega 1100 árum íslandsbyggðar hefur tapazt meira en helm- ingur af gróðri og jarðvegi hve mikið land er gróið eða ræktanlegt innan hinna ýmsu hæðarmarka, og sú vitneskja mun ekki liggja fyrir fyrr en lokið hefur verið við að kort- leggja gróður alls landsins. Töl- ur, sem birtar hafa verið um þetta og fengnar hafa verið með útreikningum af almenn- um landakortum, hafa lítið gildi, því að það er mjög tak- markað samhengi milli gróðurs landsins og þess gróðurs, sem merktur er á kortin. Enda voru þau ekki gerð í þeim tilgangi. Á þessu stigi er aðeins unnt að staðhæfa, að gróður er mestur neðan 200 m hæðar yf- ir sjávarmáli; í 2—300 m hæð smáminnkar hann; milli 400 og 800 m hæðar er mikill hluti Visið tré í Húsafellsskógi þar sem áður var mikill trjágróður, sem varð m. a. Ásgrími Jónssyni myndefni. því að landið tók að byggjast. Menn greinir að sjálfsögðu nokkuð á um, hver hafi verið stærð gróins lands við upphaf landnáms, en með sæmilega gildum rökum má telja, að ekki minna en 50—60% af landinu hafi þá verið þakið tiltölulega samfelldum gróðri. Það er reyndar ekki enn vitað með fullri vissu, hve mikið af land- inu er gróið nú. En undanfarin 12 ár hefur verið unnið að því að gera gróðurkort af landinu, og hafa nú verið kortlagðir um % hlutar þess. Er þar um að ræða allt miðhálendið, nokkuð af hálendi á skögurn og útnesj - um og byggð í 5 sýslum lands- ins. Enda þótt þessum rann- sóknum sé ekki lokið, benda niðurstöðurnar til þess, að 20— landsins af svæði, sem svarar til um það bil V3 af flatarmáli landsins alls. Það er leitun að löndum, þar sem svo stórfelld eyðing hefur átt sér stað. Víðáttumestu öræfin eru á hálendi landsins, en eyðingin teygði einnig fingur sína viðs- vegar niður í byggðir landsins. Orsakir eyðingarinnar hafa verið raktar, en hér skal aðeins lögð áherzla á þá staðreynd, að gróður landsins er óvenju við- kvæmur fyrir hvers konar rösk- un, svo sem beit og versnandi veðurfari, vegna þess hve óhag- stæð gróðurskilyrði landsins eru. Þessi staðreynd er vissu- lega í gildi enn, og það ber okkur að hafa í huga við hvers konar nýtingu gróðursins. Ekki hefur verið reiknað út, landsins ógróinn; og ofan þeirra marka er aðeins gróður á strjálingi. Það gefur auga leið, hve al- varleg áhrif þessi rýrnun gróð- urlendisins hefur haft á af- komu þjóðarinnar og rnöguleik- ana til fcúsetu í la.ndinu — ekki sízt þegir haft er í huga, hve mjög þj óðin hefur allt fram a þennan dag byggt afkoinu sina á því, sem landið hefur gefið af sér, é.n þess a» nokkuð hafi komið á móti. En rýrnun land- gæða hefur ekki eingöngu verið fólgin í beinu tapi á gróður- lendi, heldur ehmig í breyttu gróðurfari, rýfnandi uppskeru- magni og beitargæðum þpss gróðurlendis sem ekki eyddist. ísland er harðbýlt land, og gróðurinn ber þess að sjálf-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.